Ráðherra vill blátt bann við urðun lífræns úrgangs Sveinn Arnarsson skrifar 29. september 2017 06:00 Jarðgerðarstöðin Molta á Akureyri breytir lífrænum úrgangi í jarðveg. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra leggst gegn því að Stekkjarvík fái undanþágu frá starfsleyfi sínu til að urða meira magn. Stefnan sé að leggja blátt bann við urðun lífræns úrgangs. „Ég tel það ekki þjóna neinum hagsmunum að undanþága verði veitt frá gildandi starfsleyfi,“ segir Björt. „Það leysir ekki þann vanda sem við er að etja því ljóst er að sama vandamál mun koma upp aftur næsta haust ef fram heldur sem horfir.“ Björt segir vinnu hafa verið í gangi við að banna urðun lífræns úrgangs. „Mun umhverfisvænna er að nýta þennan lífræna úrgang til þarfari verka, svo sem í moltugerð eða framleiðslu á lífdísil. Í rauninni eru möguleikarnir margir og betri fyrir náttúruna en urðun.“Björt ÓlafsdóttirFréttablaðið greindi frá því í gær að urðunarstaðurinn Stekkjarvík við Blönduós myndi á næstu dögum óska eftir undanþágu á starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Telja forsvarsmenn urðunarstaðarins að þeir fari yfir leyfilegt magn úrgangs til urðunar í ár vegna aukins sláturúrgangs. Urðunarstaðurinn hefur leyfi til að urða allt að 21.000 tonn árlega og ljóst er að farið verður yfir þá tölu fyrr en seinna. Fannar Viggósson, verkstjóri urðunarstaðarins, sagði tvær meginskýringar vera á því að kvótinn sem fengist árlega væri að klárast. Sláturúrgangur væri mikill en einnig hentu íbúar meira sorpi nú en áður. Í markmiðum landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs kemur fram að stórlega eigi að draga úr urðun lífræns úrgangs á næstu árum. Jarðgerðarstöðin Molta í Eyjafirði tekur á móti lífrænum úrgangi og í fyrra tók hún samtals við rúmum átta þúsund tonnum til moltugerðar. Úr því eru framleidd um fjögur þúsund tonn af næringarríkum jarðvegi sem hefur nýst vel til landgræðslu sem bæði bændur og fyrirtæki hafa nýtt sér. Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra leggst gegn því að Stekkjarvík fái undanþágu frá starfsleyfi sínu til að urða meira magn. Stefnan sé að leggja blátt bann við urðun lífræns úrgangs. „Ég tel það ekki þjóna neinum hagsmunum að undanþága verði veitt frá gildandi starfsleyfi,“ segir Björt. „Það leysir ekki þann vanda sem við er að etja því ljóst er að sama vandamál mun koma upp aftur næsta haust ef fram heldur sem horfir.“ Björt segir vinnu hafa verið í gangi við að banna urðun lífræns úrgangs. „Mun umhverfisvænna er að nýta þennan lífræna úrgang til þarfari verka, svo sem í moltugerð eða framleiðslu á lífdísil. Í rauninni eru möguleikarnir margir og betri fyrir náttúruna en urðun.“Björt ÓlafsdóttirFréttablaðið greindi frá því í gær að urðunarstaðurinn Stekkjarvík við Blönduós myndi á næstu dögum óska eftir undanþágu á starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Telja forsvarsmenn urðunarstaðarins að þeir fari yfir leyfilegt magn úrgangs til urðunar í ár vegna aukins sláturúrgangs. Urðunarstaðurinn hefur leyfi til að urða allt að 21.000 tonn árlega og ljóst er að farið verður yfir þá tölu fyrr en seinna. Fannar Viggósson, verkstjóri urðunarstaðarins, sagði tvær meginskýringar vera á því að kvótinn sem fengist árlega væri að klárast. Sláturúrgangur væri mikill en einnig hentu íbúar meira sorpi nú en áður. Í markmiðum landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs kemur fram að stórlega eigi að draga úr urðun lífræns úrgangs á næstu árum. Jarðgerðarstöðin Molta í Eyjafirði tekur á móti lífrænum úrgangi og í fyrra tók hún samtals við rúmum átta þúsund tonnum til moltugerðar. Úr því eru framleidd um fjögur þúsund tonn af næringarríkum jarðvegi sem hefur nýst vel til landgræðslu sem bæði bændur og fyrirtæki hafa nýtt sér.
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira