Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2017 19:02 Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. Nýr flokkur Sigumdar Davíðs hefur fengið nafnið Miðflokkurinn. All stór hópur af fólki sem verið hefur virkt innan Framsóknarlfokksins undanfarin ár og áratugi jafnvel, hefur verið að segja sig úr flokknum á undanförnum dögum og vikum og gengið til liðs við Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formann flokksins. Þetta hlýtur að vera mikil blóðtaka fyrir Framsóknarflokkinn. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins segir alltaf eftirsjá í fólki sem hann hafi jafnvel unnið með í mörg ár og hafi sumt gengt trúnaðarstörfum. „Sem betur fer er líka fólk sem gengur í flokkinn. Fólk sem gekk úr flokknum í apríl og maí 2016. Líka nýtt fólk sem er að ganga til liðs við flokkinn. Þannig að það er á báða bóga,“ segir Sigurður Ingi. Upplýst var í dag að flokkur Sigmundar Davíðs mun heita MIðflokkurinn sem er algengt nafn á systurflokkum Framsóknarflokksins á Norðurlöndunum. Samkvæmt nýrri könnun MMR sem skoða má á Vísi fengi flokkur Sigmundar Davíðs 7,3 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og mælist stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn sem mælist með 6,4 prósent.Verður þá ekki hörð samkeppni mili þessra tveggja flokka? „Jú ég á von á því nema þessi flokkur taki upp einhver önnur málefni en Sigmundur Davíð hefur staðið fyrir hingað til. Því klofningurin hefur ekki snúist um málefni. Þessi mismunandi afstaða hefur fyrst og fremst snúist um persónur,“ segir Sigurður Ingi. Formannsskipti á Flokksþingi í byrjun október í fyrra eigi sér skýringar. „Það sem gerðist í apríl (2016) með Wintrismálið og Panama skjölin þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu á Austurvöll, þá missti fyrrverandi formaður og forsætisráðherra traust þjóðarinnar og fólksins í flokknum,“ segir Sigurður Ingi. Hann telji Framsóknarflokkinn eiga ágæta möguleika í kosningunum í næsta mánuði. „Við erum með sterka málefnastöðu. Við erum traustur flokkur sem fólk veit að fylgir stöðugleiki. Fólk veit líka að stjórnmálamennirnir sem bjóða sig fram fyrir Framsóknarflokkinn eru ábyrgir. Ég held að kosningarnar eftir mánuð snúist að einhverju leyti um þetta.“ Ef hann telji rétt að stofna nýjan stjórnmálaflokk til að öðlast traust á ný geti það verið rétt fyrir hann. Vonandi varpi deilur um menn ekki skugga á málefnin í kosningabaráttunni. „Stjórnmál eiga að snúast um málefni. Síðan augljóslega þarf eitthvert fólk að fylgja þeim eftir og það fólk þarf að hafa traust almennings,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Kosningar 2017 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. Nýr flokkur Sigumdar Davíðs hefur fengið nafnið Miðflokkurinn. All stór hópur af fólki sem verið hefur virkt innan Framsóknarlfokksins undanfarin ár og áratugi jafnvel, hefur verið að segja sig úr flokknum á undanförnum dögum og vikum og gengið til liðs við Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formann flokksins. Þetta hlýtur að vera mikil blóðtaka fyrir Framsóknarflokkinn. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins segir alltaf eftirsjá í fólki sem hann hafi jafnvel unnið með í mörg ár og hafi sumt gengt trúnaðarstörfum. „Sem betur fer er líka fólk sem gengur í flokkinn. Fólk sem gekk úr flokknum í apríl og maí 2016. Líka nýtt fólk sem er að ganga til liðs við flokkinn. Þannig að það er á báða bóga,“ segir Sigurður Ingi. Upplýst var í dag að flokkur Sigmundar Davíðs mun heita MIðflokkurinn sem er algengt nafn á systurflokkum Framsóknarflokksins á Norðurlöndunum. Samkvæmt nýrri könnun MMR sem skoða má á Vísi fengi flokkur Sigmundar Davíðs 7,3 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og mælist stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn sem mælist með 6,4 prósent.Verður þá ekki hörð samkeppni mili þessra tveggja flokka? „Jú ég á von á því nema þessi flokkur taki upp einhver önnur málefni en Sigmundur Davíð hefur staðið fyrir hingað til. Því klofningurin hefur ekki snúist um málefni. Þessi mismunandi afstaða hefur fyrst og fremst snúist um persónur,“ segir Sigurður Ingi. Formannsskipti á Flokksþingi í byrjun október í fyrra eigi sér skýringar. „Það sem gerðist í apríl (2016) með Wintrismálið og Panama skjölin þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu á Austurvöll, þá missti fyrrverandi formaður og forsætisráðherra traust þjóðarinnar og fólksins í flokknum,“ segir Sigurður Ingi. Hann telji Framsóknarflokkinn eiga ágæta möguleika í kosningunum í næsta mánuði. „Við erum með sterka málefnastöðu. Við erum traustur flokkur sem fólk veit að fylgir stöðugleiki. Fólk veit líka að stjórnmálamennirnir sem bjóða sig fram fyrir Framsóknarflokkinn eru ábyrgir. Ég held að kosningarnar eftir mánuð snúist að einhverju leyti um þetta.“ Ef hann telji rétt að stofna nýjan stjórnmálaflokk til að öðlast traust á ný geti það verið rétt fyrir hann. Vonandi varpi deilur um menn ekki skugga á málefnin í kosningabaráttunni. „Stjórnmál eiga að snúast um málefni. Síðan augljóslega þarf eitthvert fólk að fylgja þeim eftir og það fólk þarf að hafa traust almennings,“ segir formaður Framsóknarflokksins.
Kosningar 2017 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira