Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2017 19:02 Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. Nýr flokkur Sigumdar Davíðs hefur fengið nafnið Miðflokkurinn. All stór hópur af fólki sem verið hefur virkt innan Framsóknarlfokksins undanfarin ár og áratugi jafnvel, hefur verið að segja sig úr flokknum á undanförnum dögum og vikum og gengið til liðs við Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formann flokksins. Þetta hlýtur að vera mikil blóðtaka fyrir Framsóknarflokkinn. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins segir alltaf eftirsjá í fólki sem hann hafi jafnvel unnið með í mörg ár og hafi sumt gengt trúnaðarstörfum. „Sem betur fer er líka fólk sem gengur í flokkinn. Fólk sem gekk úr flokknum í apríl og maí 2016. Líka nýtt fólk sem er að ganga til liðs við flokkinn. Þannig að það er á báða bóga,“ segir Sigurður Ingi. Upplýst var í dag að flokkur Sigmundar Davíðs mun heita MIðflokkurinn sem er algengt nafn á systurflokkum Framsóknarflokksins á Norðurlöndunum. Samkvæmt nýrri könnun MMR sem skoða má á Vísi fengi flokkur Sigmundar Davíðs 7,3 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og mælist stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn sem mælist með 6,4 prósent.Verður þá ekki hörð samkeppni mili þessra tveggja flokka? „Jú ég á von á því nema þessi flokkur taki upp einhver önnur málefni en Sigmundur Davíð hefur staðið fyrir hingað til. Því klofningurin hefur ekki snúist um málefni. Þessi mismunandi afstaða hefur fyrst og fremst snúist um persónur,“ segir Sigurður Ingi. Formannsskipti á Flokksþingi í byrjun október í fyrra eigi sér skýringar. „Það sem gerðist í apríl (2016) með Wintrismálið og Panama skjölin þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu á Austurvöll, þá missti fyrrverandi formaður og forsætisráðherra traust þjóðarinnar og fólksins í flokknum,“ segir Sigurður Ingi. Hann telji Framsóknarflokkinn eiga ágæta möguleika í kosningunum í næsta mánuði. „Við erum með sterka málefnastöðu. Við erum traustur flokkur sem fólk veit að fylgir stöðugleiki. Fólk veit líka að stjórnmálamennirnir sem bjóða sig fram fyrir Framsóknarflokkinn eru ábyrgir. Ég held að kosningarnar eftir mánuð snúist að einhverju leyti um þetta.“ Ef hann telji rétt að stofna nýjan stjórnmálaflokk til að öðlast traust á ný geti það verið rétt fyrir hann. Vonandi varpi deilur um menn ekki skugga á málefnin í kosningabaráttunni. „Stjórnmál eiga að snúast um málefni. Síðan augljóslega þarf eitthvert fólk að fylgja þeim eftir og það fólk þarf að hafa traust almennings,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Kosningar 2017 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. Nýr flokkur Sigumdar Davíðs hefur fengið nafnið Miðflokkurinn. All stór hópur af fólki sem verið hefur virkt innan Framsóknarlfokksins undanfarin ár og áratugi jafnvel, hefur verið að segja sig úr flokknum á undanförnum dögum og vikum og gengið til liðs við Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formann flokksins. Þetta hlýtur að vera mikil blóðtaka fyrir Framsóknarflokkinn. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins segir alltaf eftirsjá í fólki sem hann hafi jafnvel unnið með í mörg ár og hafi sumt gengt trúnaðarstörfum. „Sem betur fer er líka fólk sem gengur í flokkinn. Fólk sem gekk úr flokknum í apríl og maí 2016. Líka nýtt fólk sem er að ganga til liðs við flokkinn. Þannig að það er á báða bóga,“ segir Sigurður Ingi. Upplýst var í dag að flokkur Sigmundar Davíðs mun heita MIðflokkurinn sem er algengt nafn á systurflokkum Framsóknarflokksins á Norðurlöndunum. Samkvæmt nýrri könnun MMR sem skoða má á Vísi fengi flokkur Sigmundar Davíðs 7,3 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og mælist stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn sem mælist með 6,4 prósent.Verður þá ekki hörð samkeppni mili þessra tveggja flokka? „Jú ég á von á því nema þessi flokkur taki upp einhver önnur málefni en Sigmundur Davíð hefur staðið fyrir hingað til. Því klofningurin hefur ekki snúist um málefni. Þessi mismunandi afstaða hefur fyrst og fremst snúist um persónur,“ segir Sigurður Ingi. Formannsskipti á Flokksþingi í byrjun október í fyrra eigi sér skýringar. „Það sem gerðist í apríl (2016) með Wintrismálið og Panama skjölin þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu á Austurvöll, þá missti fyrrverandi formaður og forsætisráðherra traust þjóðarinnar og fólksins í flokknum,“ segir Sigurður Ingi. Hann telji Framsóknarflokkinn eiga ágæta möguleika í kosningunum í næsta mánuði. „Við erum með sterka málefnastöðu. Við erum traustur flokkur sem fólk veit að fylgir stöðugleiki. Fólk veit líka að stjórnmálamennirnir sem bjóða sig fram fyrir Framsóknarflokkinn eru ábyrgir. Ég held að kosningarnar eftir mánuð snúist að einhverju leyti um þetta.“ Ef hann telji rétt að stofna nýjan stjórnmálaflokk til að öðlast traust á ný geti það verið rétt fyrir hann. Vonandi varpi deilur um menn ekki skugga á málefnin í kosningabaráttunni. „Stjórnmál eiga að snúast um málefni. Síðan augljóslega þarf eitthvert fólk að fylgja þeim eftir og það fólk þarf að hafa traust almennings,“ segir formaður Framsóknarflokksins.
Kosningar 2017 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira