Útlendingastofnun segir að lagabreytingar geti aukið hættuna á smygli á börnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2017 14:15 Útlendingastofnun fer með málefni hælisleitenda. Vísir/Stefán Það er mat Útlendingastofnunar að allar breytingar á útlendingalögum sem benda til þess að börn eða fjölskyldur með börn geti fengið betri málsmeðferð eða niðurstöðu varðandi umsókn um alþjóðlega vend geti aukið hættuna á mansali eða smygli á börnum. Hins vegar taki þær breytingar sem gerðar voru á lögunum á Alþingi í nótt til skýrt afmarkaðs hóps barna sem staddur er á landinu og það lágmarki því líkurnar á því að hættan á mansali aukist. Þetta kemur fram í skriflegu svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Vísis. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins bentu á það á Alþingi í gær að það væri mat þeirra að breytingar í þá veru sem gerðar voru á útlendingalögunum geti aukið líkurnar á mansali eða smygli á börnum. Skiluðu fulltrúar flokksins í allsherjar-og menntamálanefnd minnihlutaáliti varðandi þetta við meðferð frumvarpsins á þingi í gær. Rímar sjónarmið þeirra ágætlega við mat Útlendingastofnunar en Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, sagði í samtali við Vísi í morgun að hún hefði ekki áhyggjur af því að mansal myndi aukast, jafnvel þótt gerðar yrðu víðtækari lagabreytingar sem tækju almennt til allra barna sem myndu sækja hér um alþjóðlega vernd. Eitt staðfest tilvik hefur komið upp hér á landi þar sem barn var á ferð með sér ótengdum einstaklingi, að því er segir í svari Útlendingastofnunar. „Málið var sent lögreglu, eins og alltaf er gert ef grunur um mansal vaknar hjá Útlendingastofnun, sem fór með málið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld,“ segir í svarinu. Í dag hafa stjórnvöld hér til meðferðar mál um 80 barna sem sótt hafa um hæli hér á landi. Útlendingastofnun segir ekki hægt að svara því að svo stöddu á hversu mörg börn lagabreytingin mun hafa bein áhrif, það er að segja hversu mörg mál mun taka lengri tíma en 9 mánuði að afgreiða í Dyflinnarmeðferð eða 15 mánuði í efnismeðferð. Flóttamenn Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að mansal aukist með breytingum á útlendingalögum Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir erfitt að segja til um það hversu mörg börn muni fá alþjóðlega vernd hér í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um útlendinga í nótt. 27. september 2017 11:45 Samþykktu breytingar á útlendingalögum Sautján þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn því. 27. september 2017 06:27 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Það er mat Útlendingastofnunar að allar breytingar á útlendingalögum sem benda til þess að börn eða fjölskyldur með börn geti fengið betri málsmeðferð eða niðurstöðu varðandi umsókn um alþjóðlega vend geti aukið hættuna á mansali eða smygli á börnum. Hins vegar taki þær breytingar sem gerðar voru á lögunum á Alþingi í nótt til skýrt afmarkaðs hóps barna sem staddur er á landinu og það lágmarki því líkurnar á því að hættan á mansali aukist. Þetta kemur fram í skriflegu svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Vísis. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins bentu á það á Alþingi í gær að það væri mat þeirra að breytingar í þá veru sem gerðar voru á útlendingalögunum geti aukið líkurnar á mansali eða smygli á börnum. Skiluðu fulltrúar flokksins í allsherjar-og menntamálanefnd minnihlutaáliti varðandi þetta við meðferð frumvarpsins á þingi í gær. Rímar sjónarmið þeirra ágætlega við mat Útlendingastofnunar en Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, sagði í samtali við Vísi í morgun að hún hefði ekki áhyggjur af því að mansal myndi aukast, jafnvel þótt gerðar yrðu víðtækari lagabreytingar sem tækju almennt til allra barna sem myndu sækja hér um alþjóðlega vernd. Eitt staðfest tilvik hefur komið upp hér á landi þar sem barn var á ferð með sér ótengdum einstaklingi, að því er segir í svari Útlendingastofnunar. „Málið var sent lögreglu, eins og alltaf er gert ef grunur um mansal vaknar hjá Útlendingastofnun, sem fór með málið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld,“ segir í svarinu. Í dag hafa stjórnvöld hér til meðferðar mál um 80 barna sem sótt hafa um hæli hér á landi. Útlendingastofnun segir ekki hægt að svara því að svo stöddu á hversu mörg börn lagabreytingin mun hafa bein áhrif, það er að segja hversu mörg mál mun taka lengri tíma en 9 mánuði að afgreiða í Dyflinnarmeðferð eða 15 mánuði í efnismeðferð.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að mansal aukist með breytingum á útlendingalögum Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir erfitt að segja til um það hversu mörg börn muni fá alþjóðlega vernd hér í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um útlendinga í nótt. 27. september 2017 11:45 Samþykktu breytingar á útlendingalögum Sautján þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn því. 27. september 2017 06:27 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af því að mansal aukist með breytingum á útlendingalögum Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir erfitt að segja til um það hversu mörg börn muni fá alþjóðlega vernd hér í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um útlendinga í nótt. 27. september 2017 11:45
Samþykktu breytingar á útlendingalögum Sautján þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn því. 27. september 2017 06:27