Sandra: Hvetjum atvinnurekendur til að hleypa fólki fyrr heim úr vinnunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. september 2017 08:00 Sandra María ætlar sér að lyfta bikarnum eftirsótta um kvöldmatarleytið. vísir/eyþór Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, segir að það sé mikil stemning fyrir leik dagsins á Akureyri og allt sé gert til þess að hjálpa fólki að komast á völlinn í tíma. Staðan fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild kvenna er þannig að bæði Þór/KA og Breiðablik geta orðið meistarar. Þór/KA þarf að vinna sinn leik en takist það ekki þá geta Blikar stolið titlinum. „Það er rosalega mikil tilhlökkun hjá öllum,“ segir Sandra María en leikurinn gegn FH hefst klukkan 16.15 og þá eru ansi margir fastir í vinnu eða að skutlast með börnin sín. „Við höfum verið að hvetja atvinnurekendur til þess að hleypa fólki fyrr heim úr vinnunni svo það geti séð leikinn. Hann er auðvitað á asnalegum tíma og leiðinlegt því það á að gera mikið í kringum leikinn. Það verður stuðningsmannasveit í stúkunni með trommur og læti meðal annars. Það á að gera allt sem er hægt til þess að skapa sem besta stemningu á leiknum.“ Miðað við tímasetninguna má búast við því að margir komist ekki fyrr en á seinni hálfleik en það verður kveikt á grillinu og allir velkomnir, hvenær svo sem þeir komast. „Það er leiðinlegt að þetta sé svona því það er mikið undir.“ Þór/KA gat tryggt sér titilinn um síðustu helgi en tapaði óvænt, 3-2, gegn Grindavík. Þar af leiðandi er spenna í dag. „Við erum búnar að hrista vonbrigðin af okkur og þetta var ágætis vakning. Alveg eins og þegar við töpuðum í Eyjum fyrr í sumar. Leikurinn gegn Stjörnunni sem kom í kjölfarið var einn okkar besti leikur í sumar. Við erum að tækla þetta mótlæti eins og við gerðum þá. Við erum að reyna að nýta okkur pirringinn og vonbrigðin til þess að peppa okkur. Það er góð blanda af spennu og tilhlökkun í hópnum,“ segir Sandra ákveðin og segir liðið alls ekki vera að fara á taugum. „Engan veginn. Þetta er bara eins og hver annar fótboltaleikur nema það er aðeins meira undir. Það er því enn meiri vilji til þess að hafa hausinn í lagi.“ FH kemur í heimsókn til Akureyrar og getur eyðilagt teitið þar í bæ. Lið FH er ólseigt og tapaði 0-1 í fyrri leiknum gegn norðanstúlkum. „Þar skoraði fimmtán ára stelpa sigurmarkið fyrir okkur í lokin og við vitum því vel að þetta verður hörkuleikur. Þetta er alls ekki komið. Við erum ekki búnir að taka á móti titlinum en stefnum að sjálfsögðu að því.“ Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira
Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, segir að það sé mikil stemning fyrir leik dagsins á Akureyri og allt sé gert til þess að hjálpa fólki að komast á völlinn í tíma. Staðan fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild kvenna er þannig að bæði Þór/KA og Breiðablik geta orðið meistarar. Þór/KA þarf að vinna sinn leik en takist það ekki þá geta Blikar stolið titlinum. „Það er rosalega mikil tilhlökkun hjá öllum,“ segir Sandra María en leikurinn gegn FH hefst klukkan 16.15 og þá eru ansi margir fastir í vinnu eða að skutlast með börnin sín. „Við höfum verið að hvetja atvinnurekendur til þess að hleypa fólki fyrr heim úr vinnunni svo það geti séð leikinn. Hann er auðvitað á asnalegum tíma og leiðinlegt því það á að gera mikið í kringum leikinn. Það verður stuðningsmannasveit í stúkunni með trommur og læti meðal annars. Það á að gera allt sem er hægt til þess að skapa sem besta stemningu á leiknum.“ Miðað við tímasetninguna má búast við því að margir komist ekki fyrr en á seinni hálfleik en það verður kveikt á grillinu og allir velkomnir, hvenær svo sem þeir komast. „Það er leiðinlegt að þetta sé svona því það er mikið undir.“ Þór/KA gat tryggt sér titilinn um síðustu helgi en tapaði óvænt, 3-2, gegn Grindavík. Þar af leiðandi er spenna í dag. „Við erum búnar að hrista vonbrigðin af okkur og þetta var ágætis vakning. Alveg eins og þegar við töpuðum í Eyjum fyrr í sumar. Leikurinn gegn Stjörnunni sem kom í kjölfarið var einn okkar besti leikur í sumar. Við erum að tækla þetta mótlæti eins og við gerðum þá. Við erum að reyna að nýta okkur pirringinn og vonbrigðin til þess að peppa okkur. Það er góð blanda af spennu og tilhlökkun í hópnum,“ segir Sandra ákveðin og segir liðið alls ekki vera að fara á taugum. „Engan veginn. Þetta er bara eins og hver annar fótboltaleikur nema það er aðeins meira undir. Það er því enn meiri vilji til þess að hafa hausinn í lagi.“ FH kemur í heimsókn til Akureyrar og getur eyðilagt teitið þar í bæ. Lið FH er ólseigt og tapaði 0-1 í fyrri leiknum gegn norðanstúlkum. „Þar skoraði fimmtán ára stelpa sigurmarkið fyrir okkur í lokin og við vitum því vel að þetta verður hörkuleikur. Þetta er alls ekki komið. Við erum ekki búnir að taka á móti titlinum en stefnum að sjálfsögðu að því.“ Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira