Framboðslistar liggja flestir fyrir í lok næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2017 13:00 Ljóst er að kosið verður til Alþingis í annað sinn á innan við ári. vísir/eyþór Síðasta þingfundi Alþingis fyrir kosningar lauk um klukkan eitt í nótt. Þingflokksformaður Vinstri grænna kvaddi þingið fyrir hönd alþingismanna sagði fráfarandi þing lengi verða í minnum haft og hældi forseta fyrir lagni, úthald og sveigjanleika. Flestir flokkanna stilla upp á framboðslista sína um komandi helgi en listar þeirra ættu allir að vera klárir inna viku. Þrír þingfundir fóru fram á Alþingi í gær sem stóðu frá klukkan hálf tvö til klukkan eitt í nótt. Þingið afgreiddi þrjú frumvörp um afnám uppreistar æru úr hegningarlögum, breytingar á útlendingalögum og breytingar á kosningalögum vegna komandi kosninga. Samkvæmt hefð kvaddi sá þingflokksformaður sem er með mesta þingreynslu Alþingi og var það Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna að þessu sinni. Hún þakkaði fyrir samstarfið á sögulegu þingi.Formenn flokkanna funduðu með forseta þingsins í liðinni viku.Vísir/Hanna„Hundrað fertugasta og sjöunda þing verður lengi í minnum haft. Stutt, óvenjulegt og reyndi verulega á starfsfólk Alþingis sem á skilið sérstakar þakkir frá okkur þingmönnum,” sagði Svandís. Fór hún síðan yfir þau fjölmörgu störf sem hvíldu á starfsmönnum þingsins sem hefðu lagt mikið á sig undanfarna daga í þjónustu sinni við þingmenn. „Einnig langar mig að þakka hæstvirtum forseta, Unni Brá Konráðsdóttur, fyrir lagni, úthald og sveigjanleika á þessum óvenjulegu tímum. Henni ferst embættið sérlega vel úr hendi. Hún er nefninlega forseti okkar allra og verðskuldar þakkir okkar fyrir það. Takk fyrir það líka að vera forseti sem vill brjóta blað. Forseti sem vill færa embættið til nútímans. Auka skilning og umræðu í samfélaginu öllu,“ sagði Svandís. Unnur Brá Konráðsdóttir forseti Alþingis þakkað hlý orð í sinn garð og gaf síðan Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra orðið. „Forseti Íslands gjörir kunnugt að ég að tilskyldu samþykki Alþingis veiti forsætisráðherra umboð til þess að fresta fundum Alþingis 147. löggjafarþings frá 26. september 2017 eða síðar ef að nauðsyn krefur. Samkvæmt þessu umboði og með vísan til samþykkis Alþingis lýsi ég yfir því að að fundum Alþingis 147. löggjafarþings er frestað,“ las Bjarni upp úr forsetabréfi. Þar með lauk þingfundum einnar skammlífustu ríkisstjórnar íslenskrar stjórnmálasögu sem tók við völdum á Bessastöðum hinn 11. janúar og mun sitja sem starfsstjórn þar til mynduð hefur verið ný ríkisstjórn að afloknum kosningum hinn 28. október.Framboðslistar í fæðingu hjá flokkunum Flokkarnir eru í óðaönn að ljúka uppstillingu framboðslista sinna. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ákveður aðferðina í kvöld og í Suðvesturkjördæmi á morgun en í öðrum kjördæmum verður aðferðin ákveðin á kjördæmisþingum um helgina og væntanlega verður stillt upp á alla lista flokksins. Allir listar Framsóknarflokksins ættu að liggja fyrir hinn 8. Október og verður stillt upp í öllum kjördæmum nema í Norvesturkjördæmi verður tvöfalt kjördæmisþing hinn 8. október þar sem sótt er að Gunnari Braga Sveinssyni um fyrsta sætið. Hjá Vinstri grænum verður víðast hvar stillt upp á lista nema í Suðvesturkjördæmi þar sem verður forval, en þrír einstaklingar þar keppa um annað sæti listans. Það eru Ólafur Þór Gunnarsson, Sigursteinn Másson og Ingvar Arnarson. Þá bíður uppstilling í Norðausturkjördæmis fram yfir landsfund Vinstri grænna sem verður dagana 6. til 8. október þar sem tveir einstaklingar í kjördæminu sækjast eftir varaformannsembættinu í flokknum. Það eru Edward Huijbens og á Akureyri og Óli Halldórsson á Húsavík.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir nýja stjórnmálaafl sitt ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum.vísir/auðunnPrófkjör Pírata í öllum kjördæmum hófst síðast liðinn laugardag og lýkur næst komandi laugardag. Stillt verður upp á lista hjá Viðreisn og mun niðurstaða liggja fyrir í næstu viku. Hjá Samfylkingunni verður uppstilling í öllum kjördæmum nema í Norðvesturkjördæmi verður forval um fjögur efstu sætin og verða allir listarnir staðfestir á flokksstjórnarfundi hinn 6. október. Uppstillingarnefnd Bjartrar framtíðar er að störfum og mun stjórn flokksins greiða atkvæði um listana í næstu viku. Flokkur fólksins mun ákveða aðferðina næst komandi laugardag. En ekki liggja fyrir upplýsingar um nafn framboðs Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar né hvaða aðferð verður viðhöfð við uppstillingu á lista framboðsins en það ætti að skýrast á allra næstu dögum að sögn Sigmundar Davíðs. Alþingi Kosningar 2017 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Síðasta þingfundi Alþingis fyrir kosningar lauk um klukkan eitt í nótt. Þingflokksformaður Vinstri grænna kvaddi þingið fyrir hönd alþingismanna sagði fráfarandi þing lengi verða í minnum haft og hældi forseta fyrir lagni, úthald og sveigjanleika. Flestir flokkanna stilla upp á framboðslista sína um komandi helgi en listar þeirra ættu allir að vera klárir inna viku. Þrír þingfundir fóru fram á Alþingi í gær sem stóðu frá klukkan hálf tvö til klukkan eitt í nótt. Þingið afgreiddi þrjú frumvörp um afnám uppreistar æru úr hegningarlögum, breytingar á útlendingalögum og breytingar á kosningalögum vegna komandi kosninga. Samkvæmt hefð kvaddi sá þingflokksformaður sem er með mesta þingreynslu Alþingi og var það Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna að þessu sinni. Hún þakkaði fyrir samstarfið á sögulegu þingi.Formenn flokkanna funduðu með forseta þingsins í liðinni viku.Vísir/Hanna„Hundrað fertugasta og sjöunda þing verður lengi í minnum haft. Stutt, óvenjulegt og reyndi verulega á starfsfólk Alþingis sem á skilið sérstakar þakkir frá okkur þingmönnum,” sagði Svandís. Fór hún síðan yfir þau fjölmörgu störf sem hvíldu á starfsmönnum þingsins sem hefðu lagt mikið á sig undanfarna daga í þjónustu sinni við þingmenn. „Einnig langar mig að þakka hæstvirtum forseta, Unni Brá Konráðsdóttur, fyrir lagni, úthald og sveigjanleika á þessum óvenjulegu tímum. Henni ferst embættið sérlega vel úr hendi. Hún er nefninlega forseti okkar allra og verðskuldar þakkir okkar fyrir það. Takk fyrir það líka að vera forseti sem vill brjóta blað. Forseti sem vill færa embættið til nútímans. Auka skilning og umræðu í samfélaginu öllu,“ sagði Svandís. Unnur Brá Konráðsdóttir forseti Alþingis þakkað hlý orð í sinn garð og gaf síðan Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra orðið. „Forseti Íslands gjörir kunnugt að ég að tilskyldu samþykki Alþingis veiti forsætisráðherra umboð til þess að fresta fundum Alþingis 147. löggjafarþings frá 26. september 2017 eða síðar ef að nauðsyn krefur. Samkvæmt þessu umboði og með vísan til samþykkis Alþingis lýsi ég yfir því að að fundum Alþingis 147. löggjafarþings er frestað,“ las Bjarni upp úr forsetabréfi. Þar með lauk þingfundum einnar skammlífustu ríkisstjórnar íslenskrar stjórnmálasögu sem tók við völdum á Bessastöðum hinn 11. janúar og mun sitja sem starfsstjórn þar til mynduð hefur verið ný ríkisstjórn að afloknum kosningum hinn 28. október.Framboðslistar í fæðingu hjá flokkunum Flokkarnir eru í óðaönn að ljúka uppstillingu framboðslista sinna. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ákveður aðferðina í kvöld og í Suðvesturkjördæmi á morgun en í öðrum kjördæmum verður aðferðin ákveðin á kjördæmisþingum um helgina og væntanlega verður stillt upp á alla lista flokksins. Allir listar Framsóknarflokksins ættu að liggja fyrir hinn 8. Október og verður stillt upp í öllum kjördæmum nema í Norvesturkjördæmi verður tvöfalt kjördæmisþing hinn 8. október þar sem sótt er að Gunnari Braga Sveinssyni um fyrsta sætið. Hjá Vinstri grænum verður víðast hvar stillt upp á lista nema í Suðvesturkjördæmi þar sem verður forval, en þrír einstaklingar þar keppa um annað sæti listans. Það eru Ólafur Þór Gunnarsson, Sigursteinn Másson og Ingvar Arnarson. Þá bíður uppstilling í Norðausturkjördæmis fram yfir landsfund Vinstri grænna sem verður dagana 6. til 8. október þar sem tveir einstaklingar í kjördæminu sækjast eftir varaformannsembættinu í flokknum. Það eru Edward Huijbens og á Akureyri og Óli Halldórsson á Húsavík.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir nýja stjórnmálaafl sitt ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum.vísir/auðunnPrófkjör Pírata í öllum kjördæmum hófst síðast liðinn laugardag og lýkur næst komandi laugardag. Stillt verður upp á lista hjá Viðreisn og mun niðurstaða liggja fyrir í næstu viku. Hjá Samfylkingunni verður uppstilling í öllum kjördæmum nema í Norðvesturkjördæmi verður forval um fjögur efstu sætin og verða allir listarnir staðfestir á flokksstjórnarfundi hinn 6. október. Uppstillingarnefnd Bjartrar framtíðar er að störfum og mun stjórn flokksins greiða atkvæði um listana í næstu viku. Flokkur fólksins mun ákveða aðferðina næst komandi laugardag. En ekki liggja fyrir upplýsingar um nafn framboðs Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar né hvaða aðferð verður viðhöfð við uppstillingu á lista framboðsins en það ætti að skýrast á allra næstu dögum að sögn Sigmundar Davíðs.
Alþingi Kosningar 2017 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira