Segja son sinn hafa spangólað og gefið frá sér ómanneskjuleg hljóð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2017 08:43 Otto Warmbier var í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu í sautján mánuði. vísir/epa Foreldrar Otto Warmbier, Bandaríkjamanns sem handtekinn var í Norður-Kóreu í fyrra og lést fyrr á þessu ári, segja að norður-kóresk yfirvöld hafi pyntað son sinn. Þau segja Norður-Kóreumenn vera hryðjuverkamenn en Warmbier var handtekinn í janúar 2016 fyrir að stela skilti á hóteli. Warmbier var látinn laus úr haldi í júní síðastliðnum. Nokkrum dögum eftir að hann kom heim til Bandaríkjanna frá Norður-Kóreu lést hann en hann hafði verið í dái síðan í mars á þessu ári. Norður-Kóreumenn hafa alltaf þvertekið fyrir að hafa pyntað Warmbier. Yfirvöld í landinu segja að hann hafi orðið fyrir bótúlíneitrun en læknar hans í Bandaríkjunum fundu engin ummerki um slíka eitrun.Sjá einnig:Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Foreldrar Warmbier komu í sitt fyrsta viðtal eftir að sonur þeirra lést á sjónvarpsstöðinni Fox í gær. Þau sögðu að tími væri kominn til að segja sannleikann um ástandið sem Warmbier var í þegar hann kom heim frá Norður-Kóreu. Þau sögðu ekki sanngjarnt að segja að hann hafi verið í dái. „Hann hreyfði sig og sveiflaðist kröftuglega til á meðan hann spangólaði og gaf frá sér ómanneskjuleg hljóð,“ sagði faðir Warmbier.Blindur og heyrnarlaus með afmyndaða fætur Það var búið að raka af syni þeirra allt hárið, hann var blindur og heyrnarlaus, fætur hans voru orðnir afmyndaðir auk þess sem hann var með stórt ör á öðrum fótleggnum. „Síðan var eins og einhver hefði tekið tvær tangir og endurraðað tönnunum í neðri góm hans. [...] Otto var skipulega pyntaður og særður af ásettu ráði af Kim og stjórn hans. Þetta var ekkert slys,“ sagði faðir hans. Móðir Warmbier sagði að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi sent hann heim því þau vildu ekki að hann myndi deyja þar. Þá kvaðst hún hafa synjað því að krufning færi fram á líki Warmbier því hún og faðir hans töldu að sonur þeirra hefði þurft að ganga í gegnum nóg. Þá vildi hún ekki sleppa honum úr augsýn. Í umfjöllun BBC um viðtalið kemur fram að dagblaðið The Cincinnati Enquirer hafi rætt við dánardómstjóri Warmbier í kjölfar viðtalsins við foreldra hans.Blaðið vitnar í skýrslu dómstjórans þar sem kemur fram að við skoðun á líkinu hafi fundist nokkur ör á líkamanum en ekkert sem benti til pyntinga. Þá segir dómstjórinn að tennur Warmbier hafi verið í góðu lagi og að hann hafi dáið af völdum súrefnisskorts til heilans. Norður-Kórea Tengdar fréttir Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15 Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Foreldrar Otto Warmbier, Bandaríkjamanns sem handtekinn var í Norður-Kóreu í fyrra og lést fyrr á þessu ári, segja að norður-kóresk yfirvöld hafi pyntað son sinn. Þau segja Norður-Kóreumenn vera hryðjuverkamenn en Warmbier var handtekinn í janúar 2016 fyrir að stela skilti á hóteli. Warmbier var látinn laus úr haldi í júní síðastliðnum. Nokkrum dögum eftir að hann kom heim til Bandaríkjanna frá Norður-Kóreu lést hann en hann hafði verið í dái síðan í mars á þessu ári. Norður-Kóreumenn hafa alltaf þvertekið fyrir að hafa pyntað Warmbier. Yfirvöld í landinu segja að hann hafi orðið fyrir bótúlíneitrun en læknar hans í Bandaríkjunum fundu engin ummerki um slíka eitrun.Sjá einnig:Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Foreldrar Warmbier komu í sitt fyrsta viðtal eftir að sonur þeirra lést á sjónvarpsstöðinni Fox í gær. Þau sögðu að tími væri kominn til að segja sannleikann um ástandið sem Warmbier var í þegar hann kom heim frá Norður-Kóreu. Þau sögðu ekki sanngjarnt að segja að hann hafi verið í dái. „Hann hreyfði sig og sveiflaðist kröftuglega til á meðan hann spangólaði og gaf frá sér ómanneskjuleg hljóð,“ sagði faðir Warmbier.Blindur og heyrnarlaus með afmyndaða fætur Það var búið að raka af syni þeirra allt hárið, hann var blindur og heyrnarlaus, fætur hans voru orðnir afmyndaðir auk þess sem hann var með stórt ör á öðrum fótleggnum. „Síðan var eins og einhver hefði tekið tvær tangir og endurraðað tönnunum í neðri góm hans. [...] Otto var skipulega pyntaður og særður af ásettu ráði af Kim og stjórn hans. Þetta var ekkert slys,“ sagði faðir hans. Móðir Warmbier sagði að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi sent hann heim því þau vildu ekki að hann myndi deyja þar. Þá kvaðst hún hafa synjað því að krufning færi fram á líki Warmbier því hún og faðir hans töldu að sonur þeirra hefði þurft að ganga í gegnum nóg. Þá vildi hún ekki sleppa honum úr augsýn. Í umfjöllun BBC um viðtalið kemur fram að dagblaðið The Cincinnati Enquirer hafi rætt við dánardómstjóri Warmbier í kjölfar viðtalsins við foreldra hans.Blaðið vitnar í skýrslu dómstjórans þar sem kemur fram að við skoðun á líkinu hafi fundist nokkur ör á líkamanum en ekkert sem benti til pyntinga. Þá segir dómstjórinn að tennur Warmbier hafi verið í góðu lagi og að hann hafi dáið af völdum súrefnisskorts til heilans.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15 Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15
Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18
Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44