Stafræn straumhvörf á fjármálamarkaði Katrín Júlíusdóttir skrifar 27. september 2017 07:00 Áhrif nýrra tæknilausna á fjármálamarkaði eru mikil og fyrirtæki sem nýta sér svokallaða fjártækni og tryggingatækni (e. Fintech, Insurtech) veita nú hefðbundnum bönkum og fjármálafyrirtækjum samkeppni þegar kemur að lánastarfsemi, verðbréfaviðskiptum og tryggingaþjónustu. Margir spá að straumhvörf séu fram undan vegna þessarar þróunar og fjármálakerfið muni taka stakkaskiptum á næstu árum. Þróunin er knúin áfram af fyrirtækjum sem nýta sér tækni á borð við bálkakeðjur (e. blockchain) og aðra umbreytingatækni til að svara kalli um aðgengilegri og hraðari þjónustu frá hinum stafrænu kynslóðum. Þetta eru sjaldnast fjármálafyrirtæki í lagalegum skilningi og fæst því eftirlitsskyld: samt sem áður bjóða þau oft á tíðum sömu þjónustu og eiginleg fjármálafyrirtæki og eru í beinni samkeppni við þau.Samkeppni og skilvirkni Grundvallarhlutverk fjármálafyrirtækja er að sinna miðlunarhlutverki í hagkerfinu: umbreyta sparnaði í fjárfestingu og dreifa áhættu. Sú staðreynd að fjárfest hefur verið í fjártæknifyrirtækjum fyrir meira en 100 milljarða Bandaríkjadala á undanförnum árum bendir sterklega til að þessu grundvallarhlutverki verði ekki eingöngu sinnt af bönkum, verðbréfafyrirtækjum- og sjóðum og tryggingafélögum í framtíðinni. Þeirri þróun ber að fagna, enda mun hún að öllum líkindum gera fjármálamarkað skilvirkari, lækka viðskiptakostnað og auka hagræði fyrir viðskiptavinina. Hefðbundin fjármálafyrirtæki taka virkan þátt í þessari þróun og eiga annaðhvort í samstarfi við fjártæknifyrirtæki og/eða eru að þróast sem slík sjálf. En það er kostnaðarsamt. Talið er að evrópskir bankar muni verja um 50 milljörðum dala í nýja fjárfestingu í upplýsingatækni til að laga sig að samkeppni úr nýjum áttum.Þjónusta þvert á landamæri Vísbendingar eru um að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins geri sér grein fyrir að fjártækni muni umbreyta hinum sameiginlega markaði og að nauðsynlegt sé að gera bönkum kleift að nýta sér þau tækifæri sem hún kemur til með að skapa, til dæmis þegar kemur að auknu aðgengi fólks að fjármálaþjónustu þvert á landamæri. Það kunni að vera nauðsynleg forsenda þess að markmið ESB um sameiginlegan fjármagnsmarkað náist (e. Capital Markets Union). Þannig hefur framkvæmdastjórnin tekið til skoðunar breytingar á reglum í þá veru að kaup fjármálafyrirtækja á hugbúnaði skilgreinist sem fjárfesting fremur en rekstrarkostnaður. Um helmingur kostnaðar evrópskra banka vegna upplýsingatækni er tilkominn vegna kaupa á hugbúnaði og slík breyting myndi leiða til þess að fjárbinding þeirra myndi minnka um 20 milljarða evra á ári hverju. Slík breyting myndi efla samkeppni á fjármálamarkaði enn frekar og gera fjármálafyrirtæki betur í stakk búin til að nýta möguleika fjármálatækninnar neytendum til hagsbóta. Þá er einnig rætt um að endurskoða þurfi reglur um breytileg starfskjör. Engar takmarkanir eru á slíkum greiðslum hjá starfsmönnum fjártæknifyrirtækja á meðan strangar reglur gilda um slíkt hjá fjármálafyrirtækjum.Framtíðarskipan fjármálakerfisins Miklar breytingar eru að eiga sér stað á fjármálamarkaði og vafalaust verður þróunin það hröð að umhverfi fjármálaþjónustu taki stakkaskiptum næsta áratuginn. Íslensk fjármálafyrirtæki starfa á hinum sameiginlega evrópska markaði og þessar breytingar munu einnig hafa mikil áhrif hér á landi. Framtíðarskipan fjármálakerfisins er reglulega rædd á hinum pólitíska vettvangi. Það er ekki síst tilkomið vegna þeirrar staðreyndar að umsvif ríkisins á fjármálamarkaði hér á landi eru verulega mikil í hinu evrópska samhengi. En það er ekki nóg að ræða einungis um stærð eignarhluta ríkisins til framtíðar litið. Þessi umræða verður að byggja á grunni þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað á fjármálamörkuðum og leitast verður við að svara spurningum um; hvað þurfi að gera til þess að íslensk fjármálafyrirtæki fullnýti þau tækifæri sem eru að skapast með örum tæknibreytingum og íslenskir neytendur fái þannig aðgang að hagkvæmari fjármálaþjónustu sem þessar breytingar geta leitt af sér.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Markaðir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Áhrif nýrra tæknilausna á fjármálamarkaði eru mikil og fyrirtæki sem nýta sér svokallaða fjártækni og tryggingatækni (e. Fintech, Insurtech) veita nú hefðbundnum bönkum og fjármálafyrirtækjum samkeppni þegar kemur að lánastarfsemi, verðbréfaviðskiptum og tryggingaþjónustu. Margir spá að straumhvörf séu fram undan vegna þessarar þróunar og fjármálakerfið muni taka stakkaskiptum á næstu árum. Þróunin er knúin áfram af fyrirtækjum sem nýta sér tækni á borð við bálkakeðjur (e. blockchain) og aðra umbreytingatækni til að svara kalli um aðgengilegri og hraðari þjónustu frá hinum stafrænu kynslóðum. Þetta eru sjaldnast fjármálafyrirtæki í lagalegum skilningi og fæst því eftirlitsskyld: samt sem áður bjóða þau oft á tíðum sömu þjónustu og eiginleg fjármálafyrirtæki og eru í beinni samkeppni við þau.Samkeppni og skilvirkni Grundvallarhlutverk fjármálafyrirtækja er að sinna miðlunarhlutverki í hagkerfinu: umbreyta sparnaði í fjárfestingu og dreifa áhættu. Sú staðreynd að fjárfest hefur verið í fjártæknifyrirtækjum fyrir meira en 100 milljarða Bandaríkjadala á undanförnum árum bendir sterklega til að þessu grundvallarhlutverki verði ekki eingöngu sinnt af bönkum, verðbréfafyrirtækjum- og sjóðum og tryggingafélögum í framtíðinni. Þeirri þróun ber að fagna, enda mun hún að öllum líkindum gera fjármálamarkað skilvirkari, lækka viðskiptakostnað og auka hagræði fyrir viðskiptavinina. Hefðbundin fjármálafyrirtæki taka virkan þátt í þessari þróun og eiga annaðhvort í samstarfi við fjártæknifyrirtæki og/eða eru að þróast sem slík sjálf. En það er kostnaðarsamt. Talið er að evrópskir bankar muni verja um 50 milljörðum dala í nýja fjárfestingu í upplýsingatækni til að laga sig að samkeppni úr nýjum áttum.Þjónusta þvert á landamæri Vísbendingar eru um að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins geri sér grein fyrir að fjártækni muni umbreyta hinum sameiginlega markaði og að nauðsynlegt sé að gera bönkum kleift að nýta sér þau tækifæri sem hún kemur til með að skapa, til dæmis þegar kemur að auknu aðgengi fólks að fjármálaþjónustu þvert á landamæri. Það kunni að vera nauðsynleg forsenda þess að markmið ESB um sameiginlegan fjármagnsmarkað náist (e. Capital Markets Union). Þannig hefur framkvæmdastjórnin tekið til skoðunar breytingar á reglum í þá veru að kaup fjármálafyrirtækja á hugbúnaði skilgreinist sem fjárfesting fremur en rekstrarkostnaður. Um helmingur kostnaðar evrópskra banka vegna upplýsingatækni er tilkominn vegna kaupa á hugbúnaði og slík breyting myndi leiða til þess að fjárbinding þeirra myndi minnka um 20 milljarða evra á ári hverju. Slík breyting myndi efla samkeppni á fjármálamarkaði enn frekar og gera fjármálafyrirtæki betur í stakk búin til að nýta möguleika fjármálatækninnar neytendum til hagsbóta. Þá er einnig rætt um að endurskoða þurfi reglur um breytileg starfskjör. Engar takmarkanir eru á slíkum greiðslum hjá starfsmönnum fjártæknifyrirtækja á meðan strangar reglur gilda um slíkt hjá fjármálafyrirtækjum.Framtíðarskipan fjármálakerfisins Miklar breytingar eru að eiga sér stað á fjármálamarkaði og vafalaust verður þróunin það hröð að umhverfi fjármálaþjónustu taki stakkaskiptum næsta áratuginn. Íslensk fjármálafyrirtæki starfa á hinum sameiginlega evrópska markaði og þessar breytingar munu einnig hafa mikil áhrif hér á landi. Framtíðarskipan fjármálakerfisins er reglulega rædd á hinum pólitíska vettvangi. Það er ekki síst tilkomið vegna þeirrar staðreyndar að umsvif ríkisins á fjármálamarkaði hér á landi eru verulega mikil í hinu evrópska samhengi. En það er ekki nóg að ræða einungis um stærð eignarhluta ríkisins til framtíðar litið. Þessi umræða verður að byggja á grunni þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað á fjármálamörkuðum og leitast verður við að svara spurningum um; hvað þurfi að gera til þess að íslensk fjármálafyrirtæki fullnýti þau tækifæri sem eru að skapast með örum tæknibreytingum og íslenskir neytendur fái þannig aðgang að hagkvæmari fjármálaþjónustu sem þessar breytingar geta leitt af sér.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun