Synd að lyf séu fyrsti valkostur við svefnvanda Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. september 2017 06:00 Meirihluta foreldra var ráðlagt að gefa börnum sínum lyf við svefnvandræðum samkvæmt nýlegri rannsókn HR. Foreldrum barna með þroskahamlanir og þroskaraskanir, sem leituðu meðferðar vegna svefnvanda þeirra, var í 58 prósent tilfella ráðlögð lyfjameðferð. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn meistaranema við Háskólann í Reykjavík. Algengast var að börnunum væri ávísað svefnlyfið circadin, eða melatónín, sem Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um að undanförnu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að sprenging hefði orðið í ávísunum lækna á melatónín við svefnvanda íslenskra barna undanfarin ár en lyfið er ekki ætlað einstaklingum undir 55 ára og áhrif þess á yngra fólk og börn óþekkt. Rannsóknina gerðu meistaranemarnir Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Þórarinn Freyr Grettisson í fyrra undir handleiðslu Berglindar Sveinbjörnsdóttur, atferlisfræðings og aðjúnkts í sálfræði. Við rannsóknina setti teymið sig í samband við hagsmunasamtök, foreldrafélög, ADHD-félagið og fleiri félög til að komast í samband við foreldra barna með sérþarfir og þeim sendar spurningar. Svarhlutfallið var gott en í ljós kom að lyfjagjöf var oftast ráðlögð sem meðferð við svefnvanda, eða í 58 prósentum tilfella á meðan breyting á svefnvenjum var ráðlögð í 26 prósentum tilfella. Fjallað verður um niðurstöðu rannsóknarinnar í Tímariti HR í október en í samtali við Fréttablaðið segir Berglind að niðurstöðurnar hafi ekki komið sér á óvart miðað við það sem hún hafi séð hér á landi og í störfum sínum erlendis en sem atferlisfræðingur hefur hún unnið með börnum með alvarlegan hegðunar- og svefnvanda. „Það er synd að lyfin virðist fyrsti valkostur þegar til eru aðrar mjög góðar og sannreyndar leiðir til að takast á við svefnvanda,“ segir Berglind. Hún segir að svo virðist sem þekkingu skorti á þeim stöðum sem foreldrar leita til um hvert sé hægt að vísa þeim. „Það er úrræðaleysi hjá flestum sem að þessum málaflokki koma hér á landi hvert sé best að leita. Svefnvandi barna er með því erfiðasta sem foreldrar lenda í og það sýnir neyð þeirra að fátt annað sé í boði en lyfjagjöf.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00 Foreldrar ungra barna leita í ódýrara melatónín í neyð Ólafur Adolfsson lyfsali segir að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á þeirri aukningu sem orðið hefur á notkun melatóníns hjá börnum. 23. september 2017 07:00 Hafa stöðvað 199 sendingar af melatonin Langflestar sendingarnar sem hafa innihaldið svefnlyfið komu frá netverslunum í Bandaríkjunum. 19. september 2017 10:16 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Foreldrum barna með þroskahamlanir og þroskaraskanir, sem leituðu meðferðar vegna svefnvanda þeirra, var í 58 prósent tilfella ráðlögð lyfjameðferð. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn meistaranema við Háskólann í Reykjavík. Algengast var að börnunum væri ávísað svefnlyfið circadin, eða melatónín, sem Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um að undanförnu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að sprenging hefði orðið í ávísunum lækna á melatónín við svefnvanda íslenskra barna undanfarin ár en lyfið er ekki ætlað einstaklingum undir 55 ára og áhrif þess á yngra fólk og börn óþekkt. Rannsóknina gerðu meistaranemarnir Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Þórarinn Freyr Grettisson í fyrra undir handleiðslu Berglindar Sveinbjörnsdóttur, atferlisfræðings og aðjúnkts í sálfræði. Við rannsóknina setti teymið sig í samband við hagsmunasamtök, foreldrafélög, ADHD-félagið og fleiri félög til að komast í samband við foreldra barna með sérþarfir og þeim sendar spurningar. Svarhlutfallið var gott en í ljós kom að lyfjagjöf var oftast ráðlögð sem meðferð við svefnvanda, eða í 58 prósentum tilfella á meðan breyting á svefnvenjum var ráðlögð í 26 prósentum tilfella. Fjallað verður um niðurstöðu rannsóknarinnar í Tímariti HR í október en í samtali við Fréttablaðið segir Berglind að niðurstöðurnar hafi ekki komið sér á óvart miðað við það sem hún hafi séð hér á landi og í störfum sínum erlendis en sem atferlisfræðingur hefur hún unnið með börnum með alvarlegan hegðunar- og svefnvanda. „Það er synd að lyfin virðist fyrsti valkostur þegar til eru aðrar mjög góðar og sannreyndar leiðir til að takast á við svefnvanda,“ segir Berglind. Hún segir að svo virðist sem þekkingu skorti á þeim stöðum sem foreldrar leita til um hvert sé hægt að vísa þeim. „Það er úrræðaleysi hjá flestum sem að þessum málaflokki koma hér á landi hvert sé best að leita. Svefnvandi barna er með því erfiðasta sem foreldrar lenda í og það sýnir neyð þeirra að fátt annað sé í boði en lyfjagjöf.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00 Foreldrar ungra barna leita í ódýrara melatónín í neyð Ólafur Adolfsson lyfsali segir að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á þeirri aukningu sem orðið hefur á notkun melatóníns hjá börnum. 23. september 2017 07:00 Hafa stöðvað 199 sendingar af melatonin Langflestar sendingarnar sem hafa innihaldið svefnlyfið komu frá netverslunum í Bandaríkjunum. 19. september 2017 10:16 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00
Foreldrar ungra barna leita í ódýrara melatónín í neyð Ólafur Adolfsson lyfsali segir að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á þeirri aukningu sem orðið hefur á notkun melatóníns hjá börnum. 23. september 2017 07:00
Hafa stöðvað 199 sendingar af melatonin Langflestar sendingarnar sem hafa innihaldið svefnlyfið komu frá netverslunum í Bandaríkjunum. 19. september 2017 10:16