Krufningu lokið í manndrápsmáli á Melunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2017 14:09 Frá vettvangi á Hagamel á fimmtudagskvöldið. vísir Lík konunnar sem talið er að hafi verið myrt á heimili sínu við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld var krufið í morgun. Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu því að liggja fyrir síðar í þessari viku. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Einn maður er í gæsluvarðhaldi vegna málsins, grunaður um manndráp. Maðurinn var á föstudag úrskurðaður í vikulangt varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sætir hann einangrun á meðan. Grímur segir að maðurinn hafi ekki verið yfirheyrður um helgina þar sem ekki hafi verið þörf á því. Þá hafi lögreglan verið að vinna í öðrum þáttum rannsóknarinnar. Að sögn Gríms er nú verið að undirbúa að halda áfram yfirheyrslum vegna málsins en ekki liggur fyrir hvort hinn grunaði verði yfirheyrður í dag eða á morgun. Þá þarf jafnframt að yfirheyra nokkur vitni. Komið hefur fram að maðurinn er hælisleitandi en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann frá Jemen. Yfirheyrslur hafa farið fram á arabísku, sem er móðurmál mannsins, með aðstoð túlks. Konan, sem var frá Lettlandi, og maðurinn áttu í stuttu persónulegu sambandi. Maðurinn var gestkomandi á heimili konunnar á fimmtudagskvöldið en lögreglu barst útkall um líkamsárás á tíunda tímanum það kvöld. Konan var flutt alvarlega slösuð á Landspítalann þar sem hún var úrskurðuð látin. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00 Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana í íbúð hennar við Hagamel í gærkvöldi var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 22. september 2017 16:14 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Lík konunnar sem talið er að hafi verið myrt á heimili sínu við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld var krufið í morgun. Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu því að liggja fyrir síðar í þessari viku. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Einn maður er í gæsluvarðhaldi vegna málsins, grunaður um manndráp. Maðurinn var á föstudag úrskurðaður í vikulangt varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sætir hann einangrun á meðan. Grímur segir að maðurinn hafi ekki verið yfirheyrður um helgina þar sem ekki hafi verið þörf á því. Þá hafi lögreglan verið að vinna í öðrum þáttum rannsóknarinnar. Að sögn Gríms er nú verið að undirbúa að halda áfram yfirheyrslum vegna málsins en ekki liggur fyrir hvort hinn grunaði verði yfirheyrður í dag eða á morgun. Þá þarf jafnframt að yfirheyra nokkur vitni. Komið hefur fram að maðurinn er hælisleitandi en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann frá Jemen. Yfirheyrslur hafa farið fram á arabísku, sem er móðurmál mannsins, með aðstoð túlks. Konan, sem var frá Lettlandi, og maðurinn áttu í stuttu persónulegu sambandi. Maðurinn var gestkomandi á heimili konunnar á fimmtudagskvöldið en lögreglu barst útkall um líkamsárás á tíunda tímanum það kvöld. Konan var flutt alvarlega slösuð á Landspítalann þar sem hún var úrskurðuð látin.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00 Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana í íbúð hennar við Hagamel í gærkvöldi var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 22. september 2017 16:14 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00
Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15
Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana í íbúð hennar við Hagamel í gærkvöldi var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 22. september 2017 16:14