Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2017 12:51 Sveinbjörg Birna studdi Sigmund Davíð í formannskjöri flokksins í fyrra. Hún sagði sig úr flokknum fyrir um mánuði og útilokar ekki að ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk sem Sigmundur hyggst stofna. Vísir/Valli Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. Mánuður er síðan Sveinbjörg tilkynnti um úrsögn sína úr Framsóknarflokknum. Hún var kjörin í borgarstjórn árið 2014 fyrir Framsókn og flugvallarvini en þegar hún sagði sig úr Framsóknarflokknum í ágúst síðastliðnum varð hún óháður borgarfulltrúi. Í samtali við Vísi segist Sveinbjörg Birna ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hún gangi til liðs við stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs. Aðspurð hvort það sé eitthvað sem heilli hana eða henni hugnist segir hún: „Það sem heillar mig náttúrulega alltaf hvar sem er í pólitík er að gera vel fyrir land og þjóð svo að ef að þar velst fólk inn og málefni sem eru í anda hans þá gæti það alveg verið en ég hef ekki tekið ákvörðun um það.“ Þú ert þá ekkert á leið í framboð fyrir þessar þingkosningar með þessum flokki? „Ég hef ekki skotið loku fyrir það, hvorki með þessum flokki eða öðrum þó að tíminn sé auðvitað stuttur,“ segir Sveinbjörg sem studdi Sigmund Davíð í formannskjöri flokksins í október í fyrra. Hún segir að málin muni skýrast á næstu dögum en ítrekar að hún hafi ekki tekið neina ákvörðun. Síðan Sigmundur Davíð tilkynnti um ákvörðun sína í gær um að hætta í Framsóknarflokknum og stofna nýtt stjórnmálaafl hafa þó nokkrir Framsóknarmenn tilkynnt um úrsögn sína úr flokknum. Þar á meðal eru Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur sem og öll stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14 Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. 25. september 2017 06:37 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. Mánuður er síðan Sveinbjörg tilkynnti um úrsögn sína úr Framsóknarflokknum. Hún var kjörin í borgarstjórn árið 2014 fyrir Framsókn og flugvallarvini en þegar hún sagði sig úr Framsóknarflokknum í ágúst síðastliðnum varð hún óháður borgarfulltrúi. Í samtali við Vísi segist Sveinbjörg Birna ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hún gangi til liðs við stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs. Aðspurð hvort það sé eitthvað sem heilli hana eða henni hugnist segir hún: „Það sem heillar mig náttúrulega alltaf hvar sem er í pólitík er að gera vel fyrir land og þjóð svo að ef að þar velst fólk inn og málefni sem eru í anda hans þá gæti það alveg verið en ég hef ekki tekið ákvörðun um það.“ Þú ert þá ekkert á leið í framboð fyrir þessar þingkosningar með þessum flokki? „Ég hef ekki skotið loku fyrir það, hvorki með þessum flokki eða öðrum þó að tíminn sé auðvitað stuttur,“ segir Sveinbjörg sem studdi Sigmund Davíð í formannskjöri flokksins í október í fyrra. Hún segir að málin muni skýrast á næstu dögum en ítrekar að hún hafi ekki tekið neina ákvörðun. Síðan Sigmundur Davíð tilkynnti um ákvörðun sína í gær um að hætta í Framsóknarflokknum og stofna nýtt stjórnmálaafl hafa þó nokkrir Framsóknarmenn tilkynnt um úrsögn sína úr flokknum. Þar á meðal eru Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur sem og öll stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14 Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. 25. september 2017 06:37 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14
Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. 25. september 2017 06:37
Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00