Miðjumaðurinn Arnar Már Guðjónsson ætlar að taka slaginn með Skagamönnum í Inkasso-deildinni næsta sumar.
Skagamenn eru fallnir úr Pepsi-deildinni og Arnar Már ætlar að hjálpa sínu uppeldisfélagi við að komast aftur upp. Hann er því búinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við félagið.
„Ég hef mikla trú á þeim gríðarlega metnaði og þeirri skýru stefnu sem stjórn KFÍA vinnur eftir þar sem ungir leikmenn fá tækifæri við hliðina á reyndari leikmönnum. Við erum með mjög efnilegan leikmannahóp sem hefur alla burði til að fara beint upp í Pepsi á ný og það er frábær stemning og vilji í hópnum til að gera enn betur,“ segir Arnar Már í fréttatilkynningu frá ÍA.
„Ég vil sjálfur halda áfram að taka þátt í framtíðarsigrum með mínum bestu vinum í ÍA. Það var því auðveld ákvörðun að skrifa undir nýjan samning með allt þetta í huga.“
Arnar Már framlengdi við Skagamenn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn




United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn

Merino aftur hetja Arsenal
Enski boltinn

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti
