Óljóst hvort formenn flokkanna nái samkomulagi um þingstörfin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2017 08:42 Formenn flokkanna á fundi með forseta þingsins í liðinni viku. Vísir/Hanna Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur boðað formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi til fundar við sig síðdegis í dag þar sem reynt verður að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa og hvenær þingi verður slitið fyrir þingkosningarnar sem búið er að boða til þann 28. október næstkomandi. Í samtali við Vísi kveðst Unnur Brá vonast til að það náist lending í þessi mál á fundinum í dag en ekkert er fast í hendi ennþá. Eins og kunnugt er slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar þann 14. september síðastliðinn þegar stjórn Bjartrar framtíðar ákvað að slíta samstarfinu. Ástæðan var trúnaðarbrestur sem varð að þeirra mati í tengslum við uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns. Fyrir viku síðan fór Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, svo til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og lagði til að þing rofið og boðað til kosninga. Forsetinn féllst á þá tillögu. Alla síðustu viku hafa svo formenn flokkanna hist með forseta Alþingis og reynt að ná samkomulagi varðandi það hvaða mál fái afgreiðslu eða verði komið í öruggan farveg fyrir kosningar. Aðallega hefur verið horft til fjögurra mála, það er breytinga á lögum um uppreist æru, lögfestingar NPA – notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlaða, breytinga á útlendingalöggjöfinni og stjórnarskrárinnar. Hvorki hefur þó gengið né rekið í þessum viðræðum formannanna og í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, að þessi umræða virðist hafa tekið full langan tíma á kostnað einstaklinga sem eigi ekki að þurfa að bíða eftir að nýtt þing verði kosið svo þeir fái úrlausn sinna mála. Vísar hún meðal annars til tveggja ungra stúlkna á flótta sem synjað hefur verið um hæli hér á landi en fjöldi þingmanna hefur lýst yfir vilja til að grípa inn í mál þeirra, til að mynda með því að breyta lögum um útlendinga. „Ef formenn flokkanna ná ekki að afgreiða þetta þá þarf að útskýra tæpitungulaust hvað veldur. Það þarf að opna bakherbergið og lofta út,“ segir Hanna Katrín í grein sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekki samhljómur á meðal formanna flokkanna hvort komið sé að úrslitastund Búið er að boða til þingkosninga þann 28. október næstkomandi en þingið er ennþá starfandi og óljóst hvenær því verður slitið. 22. september 2017 11:09 Rúmlega helmingur vill að Katrín verði forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, er vinsælasta forsætisráðherraefni þjóðarinnar ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunnar. 25. september 2017 08:01 Formaður Sjálfstæðisflokks vill ljúka þingstörfum á þriðjudag Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt væri að ljúka þingstörfum á tveimur dögum í næstu viku en segir formenn annarra flokka ekki deila þeirri skoðun með honum. 22. september 2017 19:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur boðað formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi til fundar við sig síðdegis í dag þar sem reynt verður að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa og hvenær þingi verður slitið fyrir þingkosningarnar sem búið er að boða til þann 28. október næstkomandi. Í samtali við Vísi kveðst Unnur Brá vonast til að það náist lending í þessi mál á fundinum í dag en ekkert er fast í hendi ennþá. Eins og kunnugt er slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar þann 14. september síðastliðinn þegar stjórn Bjartrar framtíðar ákvað að slíta samstarfinu. Ástæðan var trúnaðarbrestur sem varð að þeirra mati í tengslum við uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns. Fyrir viku síðan fór Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, svo til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og lagði til að þing rofið og boðað til kosninga. Forsetinn féllst á þá tillögu. Alla síðustu viku hafa svo formenn flokkanna hist með forseta Alþingis og reynt að ná samkomulagi varðandi það hvaða mál fái afgreiðslu eða verði komið í öruggan farveg fyrir kosningar. Aðallega hefur verið horft til fjögurra mála, það er breytinga á lögum um uppreist æru, lögfestingar NPA – notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlaða, breytinga á útlendingalöggjöfinni og stjórnarskrárinnar. Hvorki hefur þó gengið né rekið í þessum viðræðum formannanna og í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, að þessi umræða virðist hafa tekið full langan tíma á kostnað einstaklinga sem eigi ekki að þurfa að bíða eftir að nýtt þing verði kosið svo þeir fái úrlausn sinna mála. Vísar hún meðal annars til tveggja ungra stúlkna á flótta sem synjað hefur verið um hæli hér á landi en fjöldi þingmanna hefur lýst yfir vilja til að grípa inn í mál þeirra, til að mynda með því að breyta lögum um útlendinga. „Ef formenn flokkanna ná ekki að afgreiða þetta þá þarf að útskýra tæpitungulaust hvað veldur. Það þarf að opna bakherbergið og lofta út,“ segir Hanna Katrín í grein sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekki samhljómur á meðal formanna flokkanna hvort komið sé að úrslitastund Búið er að boða til þingkosninga þann 28. október næstkomandi en þingið er ennþá starfandi og óljóst hvenær því verður slitið. 22. september 2017 11:09 Rúmlega helmingur vill að Katrín verði forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, er vinsælasta forsætisráðherraefni þjóðarinnar ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunnar. 25. september 2017 08:01 Formaður Sjálfstæðisflokks vill ljúka þingstörfum á þriðjudag Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt væri að ljúka þingstörfum á tveimur dögum í næstu viku en segir formenn annarra flokka ekki deila þeirri skoðun með honum. 22. september 2017 19:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Ekki samhljómur á meðal formanna flokkanna hvort komið sé að úrslitastund Búið er að boða til þingkosninga þann 28. október næstkomandi en þingið er ennþá starfandi og óljóst hvenær því verður slitið. 22. september 2017 11:09
Rúmlega helmingur vill að Katrín verði forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, er vinsælasta forsætisráðherraefni þjóðarinnar ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunnar. 25. september 2017 08:01
Formaður Sjálfstæðisflokks vill ljúka þingstörfum á þriðjudag Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt væri að ljúka þingstörfum á tveimur dögum í næstu viku en segir formenn annarra flokka ekki deila þeirri skoðun með honum. 22. september 2017 19:30