Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. september 2017 14:33 Ákvörðun Sigmundar kom Sigurði Inga ekki á óvart. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að segja skilið við flokkinn sé dapurleg en að hún komi honum ekki á óvart. Hann segir margt hafa bent til þess undanfarin misseri að Sigmundur Davíð væri óánægður með stöðu sína innan flokksins. „Það er auðvitað dapurlegt þegar fyrrverandi forystumaður úr Framsóknarflokknum gengur úr honum. Það eru svona mín fyrstu viðbrögð,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu.Kemur þetta þér á óvart? „Kannski ekki fullkomlega á óvart, óvænt að það gerist við þessar aðstæður en auðvitað hef ég tekið eftir, bæði yfirlýsingum hans og þeirri staðreynd að það var stofnað sérstakt félag í vor fyrir þá sem töldu sig ekki hafa vettvang innan Framsóknarflokksins sem ég hef reyndar aldrei skilið en það var kannski vísbending um það sem koma skyldi síðar.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Þar vísar Sigurður í Framfarafélagið svokallaða sem Sigmundur Davíð stofnaði til í vor. Í opnu bréfi sem Sigmundur skrifaði til flokksmanna Framsóknar í dag segir hann að félaginu hafi verið ætlað að „halda utan um þann hóp Framsóknarmanna sem vildi sjá framhald á því hvernig við unnum hlutina á árunum 2009-2016 en einnig fyrir fólk sem stendur utan flokksins en vill sjá framfarir á sömu forsendum.“ Í bréfinu rifjar Sigmundur upp Panamaskjölin og segir að eftir að hart hafi verið sótt að honum síðastliðið vor hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Hann segist hafa samið við Sigurð Inga Jóhannsson, sem þá var varaformaður flokksins, um að taka við forsætisráðuneytinu og segist hafa tekið af honum loforð um að hann færi ekki gegn sér í formannskosningu flokksins síðasta haust. Hann segir að alls hafi sex sinnum verið gerð tilraun til að fella hann sem formann og það hafi loks tekist síðasta haust. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sigmundur Davíð sagður ætla að ganga til liðs við Samvinnuflokkinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar. 24. september 2017 12:52 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að segja skilið við flokkinn sé dapurleg en að hún komi honum ekki á óvart. Hann segir margt hafa bent til þess undanfarin misseri að Sigmundur Davíð væri óánægður með stöðu sína innan flokksins. „Það er auðvitað dapurlegt þegar fyrrverandi forystumaður úr Framsóknarflokknum gengur úr honum. Það eru svona mín fyrstu viðbrögð,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu.Kemur þetta þér á óvart? „Kannski ekki fullkomlega á óvart, óvænt að það gerist við þessar aðstæður en auðvitað hef ég tekið eftir, bæði yfirlýsingum hans og þeirri staðreynd að það var stofnað sérstakt félag í vor fyrir þá sem töldu sig ekki hafa vettvang innan Framsóknarflokksins sem ég hef reyndar aldrei skilið en það var kannski vísbending um það sem koma skyldi síðar.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Þar vísar Sigurður í Framfarafélagið svokallaða sem Sigmundur Davíð stofnaði til í vor. Í opnu bréfi sem Sigmundur skrifaði til flokksmanna Framsóknar í dag segir hann að félaginu hafi verið ætlað að „halda utan um þann hóp Framsóknarmanna sem vildi sjá framhald á því hvernig við unnum hlutina á árunum 2009-2016 en einnig fyrir fólk sem stendur utan flokksins en vill sjá framfarir á sömu forsendum.“ Í bréfinu rifjar Sigmundur upp Panamaskjölin og segir að eftir að hart hafi verið sótt að honum síðastliðið vor hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Hann segist hafa samið við Sigurð Inga Jóhannsson, sem þá var varaformaður flokksins, um að taka við forsætisráðuneytinu og segist hafa tekið af honum loforð um að hann færi ekki gegn sér í formannskosningu flokksins síðasta haust. Hann segir að alls hafi sex sinnum verið gerð tilraun til að fella hann sem formann og það hafi loks tekist síðasta haust.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sigmundur Davíð sagður ætla að ganga til liðs við Samvinnuflokkinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar. 24. september 2017 12:52 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56
Sigmundur Davíð sagður ætla að ganga til liðs við Samvinnuflokkinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar. 24. september 2017 12:52