Sósíalistaflokkurinn fer ekki fram Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. september 2017 20:00 Gunnar Smári Egilsson segir að flokkurinn muni halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar. Vísir/Stefán Sósíalistaflokkurinn fer ekki fram í komandi þingkosningum og þess í stað mun flokkurinn halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar sem í framtíðinni mun beita sér innan verkalýðshreyfingarinnar, í sveitastjórnum og á þingi. Gunnar Smári Egilsson stofnandi flokksins sendi frá sér fréttatilkynningu um þessa ákvörðun. „Sósíalistaflokkurinn varð til 1. maí síðastliðinn. Félagar flokksins samþykktu að fyrstu verkefni hans yrðu að byggja upp lýðræðislegt innra starf, útfæra grunnstefnu flokksins og blása til Sósíalistaþings í haust. Þessu starfi miðar vel og hreyfing er að verða til. En því er ekki lokið. Af þeim sökum ætlar Sósíalistaflokkurinn ekki að bjóða fram í komandi þingkosningum.“ Í tilkynningunni kom fram að þess í stað muni flokkurinn halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar sem í framtíðinni mun beita sér innan verkalýðshreyfingarinnar, í sveitastjórnum og á þingi. „Við teljum erindi flokksins mikilvægt og það eigi mjög vel við í dag,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi. Sjálfur er hann ánægður með ákvörðunina um að Sósíalistaflokkurinn færi ekki fram. „Við byrjuðum fundinn á þriðjudaginn síðasta og þá toguðust ýmis sjónarmið á. Bæði að upphaflega var lagt upp með að byggja upp hreyfingu og mögulega flokk í framhaldinu en við vildum ekki vera svona eftirlíking af stjórnmálaflokki á hnignunarbraut, einhverskonar flokksforusta sem reynir að selja sig í fjölmiðlum heldur raunverulega hreyfingu með tengsl inn í verkalýðshreyfingu, samtök, öryrkja og aðra staði þar sem finna má fólk sem hefur orðið undir í óréttlátu samfélagi. Það starf er bara ekki búið, það er bara þannig.“ Ákveðið var að fresta fundinum þar til í dag svo að félagar gætu velt þessu fyrir sér og rætt sín á milli. Eftir umræður í dag var þetta svo niðurstaðan með góðum meirihluta fundarmanna. „Ég er mjög sáttur, það er mikið af kosningum eftir þessar kosningar,“ segir Gunnar Smári um þessa niðurstöðu. Hann segir að nú þurfi bara að halda áfram að byggja upp flokkinn og safna kröftum. „Við ætlum að halda Sósíalistaþing í nóvember eftir kosningar, þann 18. nóvember.“ Kosningar 2017 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn fer ekki fram í komandi þingkosningum og þess í stað mun flokkurinn halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar sem í framtíðinni mun beita sér innan verkalýðshreyfingarinnar, í sveitastjórnum og á þingi. Gunnar Smári Egilsson stofnandi flokksins sendi frá sér fréttatilkynningu um þessa ákvörðun. „Sósíalistaflokkurinn varð til 1. maí síðastliðinn. Félagar flokksins samþykktu að fyrstu verkefni hans yrðu að byggja upp lýðræðislegt innra starf, útfæra grunnstefnu flokksins og blása til Sósíalistaþings í haust. Þessu starfi miðar vel og hreyfing er að verða til. En því er ekki lokið. Af þeim sökum ætlar Sósíalistaflokkurinn ekki að bjóða fram í komandi þingkosningum.“ Í tilkynningunni kom fram að þess í stað muni flokkurinn halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar sem í framtíðinni mun beita sér innan verkalýðshreyfingarinnar, í sveitastjórnum og á þingi. „Við teljum erindi flokksins mikilvægt og það eigi mjög vel við í dag,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi. Sjálfur er hann ánægður með ákvörðunina um að Sósíalistaflokkurinn færi ekki fram. „Við byrjuðum fundinn á þriðjudaginn síðasta og þá toguðust ýmis sjónarmið á. Bæði að upphaflega var lagt upp með að byggja upp hreyfingu og mögulega flokk í framhaldinu en við vildum ekki vera svona eftirlíking af stjórnmálaflokki á hnignunarbraut, einhverskonar flokksforusta sem reynir að selja sig í fjölmiðlum heldur raunverulega hreyfingu með tengsl inn í verkalýðshreyfingu, samtök, öryrkja og aðra staði þar sem finna má fólk sem hefur orðið undir í óréttlátu samfélagi. Það starf er bara ekki búið, það er bara þannig.“ Ákveðið var að fresta fundinum þar til í dag svo að félagar gætu velt þessu fyrir sér og rætt sín á milli. Eftir umræður í dag var þetta svo niðurstaðan með góðum meirihluta fundarmanna. „Ég er mjög sáttur, það er mikið af kosningum eftir þessar kosningar,“ segir Gunnar Smári um þessa niðurstöðu. Hann segir að nú þurfi bara að halda áfram að byggja upp flokkinn og safna kröftum. „Við ætlum að halda Sósíalistaþing í nóvember eftir kosningar, þann 18. nóvember.“
Kosningar 2017 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira