Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. september 2017 19:00 Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. Líkt og fram hefur komið var konu á fimmtugsaldri ráðinn bani að heimili sínu að Hagamel á fimmtudagskvöld. Konan var frá Lettlandi en hafði búið hér á landi í nokkur ár og starfaði á gistiheimili. Maður sem hafði átt í stuttu persónulegu sambandi við konuna var handtekinn á staðnum og var hann úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn hælisleitandi hér á landi. Þetta er þriðja manndrápsmálið sem kemur upp á þessu ári. Birnu Brjánsdóttur var ráðinn bani í byrjun janúar og lést Arnar Jónsson Aspar eftir líkamsárás í Mosfellsdal í júní. Að sögn afbrotafræðings hafa að meðaltali verið framin tvö manndráp á ári frá aldamótum. „Ef við tökum tímabilið frá aldamótum og fram til 2017 erum við með tvö manndráp að jafnaði. Það eru alltaf einhverjar sveiflur þar sem þetta eru tiltölulega fá mál á hverju ári," segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Þrátt fyrir að árið sé ekki liðið teljast málin því óvenju mörg í ár. „Ef við tökum árið 2017, og það er ekki einu sinni liðið, að þá erum við með þrjú manndráp. Það má því segja að við séum á þessu ári séum við með heldur fleiri manndráp en við höfum haft að jafnaði á síðustu árum og árið er ekki liðið," segir Helgi. Hann telur þó ekki unnt draga of víðtækar ályktanir af auknum málafjölda. „Við eigum ekki að draga of víðtækar ályktanir af þessum málum. En hvert manndráp slær mann auðvitað illa í þessu samfélagi sem við búum í; svona fámennu samfélagi og þetta heggur alltaf nærri okkur," segir Helgi.Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp á Hagamel Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. Líkt og fram hefur komið var konu á fimmtugsaldri ráðinn bani að heimili sínu að Hagamel á fimmtudagskvöld. Konan var frá Lettlandi en hafði búið hér á landi í nokkur ár og starfaði á gistiheimili. Maður sem hafði átt í stuttu persónulegu sambandi við konuna var handtekinn á staðnum og var hann úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn hælisleitandi hér á landi. Þetta er þriðja manndrápsmálið sem kemur upp á þessu ári. Birnu Brjánsdóttur var ráðinn bani í byrjun janúar og lést Arnar Jónsson Aspar eftir líkamsárás í Mosfellsdal í júní. Að sögn afbrotafræðings hafa að meðaltali verið framin tvö manndráp á ári frá aldamótum. „Ef við tökum tímabilið frá aldamótum og fram til 2017 erum við með tvö manndráp að jafnaði. Það eru alltaf einhverjar sveiflur þar sem þetta eru tiltölulega fá mál á hverju ári," segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Þrátt fyrir að árið sé ekki liðið teljast málin því óvenju mörg í ár. „Ef við tökum árið 2017, og það er ekki einu sinni liðið, að þá erum við með þrjú manndráp. Það má því segja að við séum á þessu ári séum við með heldur fleiri manndráp en við höfum haft að jafnaði á síðustu árum og árið er ekki liðið," segir Helgi. Hann telur þó ekki unnt draga of víðtækar ályktanir af auknum málafjölda. „Við eigum ekki að draga of víðtækar ályktanir af þessum málum. En hvert manndráp slær mann auðvitað illa í þessu samfélagi sem við búum í; svona fámennu samfélagi og þetta heggur alltaf nærri okkur," segir Helgi.Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp á Hagamel Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira