Allar myndir segja sitt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2017 09:30 “Maður dugir ekki í þessu starfi ef maður hefur ekki áhuga, annars finnur maður sér eitthvað annað,” segir Guðmundur. Vísir/Hanna Þó ég hafi unnið lengst sem auglýsingamyndateiknari sýni ég ekkert frá þeim ferli, bara því sem ég hef tekið fyrir sjálfan mig,“ segir Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari, staddur í sal á Þjóðminjasafninu þar sem sýning á völdum verkum hans verður opnuð í dag klukkan 14. Samtímis kemur út bók með myndunum. Á eigin vegum. Ljósmyndir 1967-2017 er heiti hvorutveggja, sýningar og bókar. Ein sería er að hluta til úr bók sem Torfusamtökin gáfu út 1986 og sýnir gömlu húsin í miðbænum. „Svo nýtti ég tækifærið, af því ég átti það efni, og smellti af sömu húsum 25 árum seinna, til að sýna framfarir og afturfarir,“ segir Guðmundur. Þaðan sem við stöndum blasir við mynd af gangnamanni. „Ég fór í réttir norður í Svartárdal fyrir 46 árum. Þetta er eina myndin úr þeirri seríu. Svona úlpur áttu allir,“ segir myndasmiðurinn. „Allar myndir segja sitt,“ bendir hann á. „Það er kosturinn við ljósmyndina að því eldri sem hún verður því merkilegra verður skráningarhlutverk hennar.“ Úr eldhúsglugga á Grettisgötu.Meðal þess sem Guðmundur myndaði eru sjoppur. „Sjoppur urðu til á stríðsárunum til að þjóna hermönnunum, enda er orðið komið úr ensku. Í enda áttunda áratugarins voru sumar orðnar fræg óðul, eins og Simmasjoppa á Grímsstaðaholtinu. Árin '88 og '89 tók ég mig til og festi nokkrar þeirra á stórar filmur. En sjoppurnar liðu undir lok af því 10/11 tók þeirra hlutverk yfir.“ Enn er Guðmundur að og ástríðan er fyrir hendi. „Maður dugir ekki í þessu starfi ef maður hefur ekki áhuga, annars finnur maður sér eitthvað annað,“ segir hann. Á baksíðu bókarinnar er mynd af honum með fyrstu myndavélina. „Ég byrjaði 16 ára. Keypti mér Leicu, það flottasta sem til var. Var í sveit og vann fyrir vélinni í fjóra mánuði,“ rifjar hann upp og kveðst enn nota filmuvélar. „Mér finnst ég vera að svíkjast um ef ég nota ekki filmur. Framkalla sjálfur? Já, auðvitað, það er ekki flóknara en að baka köku!“ Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þó ég hafi unnið lengst sem auglýsingamyndateiknari sýni ég ekkert frá þeim ferli, bara því sem ég hef tekið fyrir sjálfan mig,“ segir Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari, staddur í sal á Þjóðminjasafninu þar sem sýning á völdum verkum hans verður opnuð í dag klukkan 14. Samtímis kemur út bók með myndunum. Á eigin vegum. Ljósmyndir 1967-2017 er heiti hvorutveggja, sýningar og bókar. Ein sería er að hluta til úr bók sem Torfusamtökin gáfu út 1986 og sýnir gömlu húsin í miðbænum. „Svo nýtti ég tækifærið, af því ég átti það efni, og smellti af sömu húsum 25 árum seinna, til að sýna framfarir og afturfarir,“ segir Guðmundur. Þaðan sem við stöndum blasir við mynd af gangnamanni. „Ég fór í réttir norður í Svartárdal fyrir 46 árum. Þetta er eina myndin úr þeirri seríu. Svona úlpur áttu allir,“ segir myndasmiðurinn. „Allar myndir segja sitt,“ bendir hann á. „Það er kosturinn við ljósmyndina að því eldri sem hún verður því merkilegra verður skráningarhlutverk hennar.“ Úr eldhúsglugga á Grettisgötu.Meðal þess sem Guðmundur myndaði eru sjoppur. „Sjoppur urðu til á stríðsárunum til að þjóna hermönnunum, enda er orðið komið úr ensku. Í enda áttunda áratugarins voru sumar orðnar fræg óðul, eins og Simmasjoppa á Grímsstaðaholtinu. Árin '88 og '89 tók ég mig til og festi nokkrar þeirra á stórar filmur. En sjoppurnar liðu undir lok af því 10/11 tók þeirra hlutverk yfir.“ Enn er Guðmundur að og ástríðan er fyrir hendi. „Maður dugir ekki í þessu starfi ef maður hefur ekki áhuga, annars finnur maður sér eitthvað annað,“ segir hann. Á baksíðu bókarinnar er mynd af honum með fyrstu myndavélina. „Ég byrjaði 16 ára. Keypti mér Leicu, það flottasta sem til var. Var í sveit og vann fyrir vélinni í fjóra mánuði,“ rifjar hann upp og kveðst enn nota filmuvélar. „Mér finnst ég vera að svíkjast um ef ég nota ekki filmur. Framkalla sjálfur? Já, auðvitað, það er ekki flóknara en að baka köku!“
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira