Óvissa um meðferð skattamála ríkir enn eftir dóm Hæstaréttar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. september 2017 06:00 Sjö dómarar dæmdu í málinu en slíkt er fátítt. vísir/eyþór Dómur manns sem sakfelldur var í Hæstarétti í gær fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum verður líklega kærður til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Héraðssaksóknari segir að unnið sé að því að tryggja að málsmeðferð hjá embættinu uppfylli skilyrði dómstólsins. Niðurstöðu málsins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en sjö dómarar dæmdu í málinu. Slíkt er fátítt. Upphaflega stóð til að málið yrði flutt í byrjun árs en því slegið á frest þar til MDE kvæði upp dóm sinn í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gegn Íslandi. Í maí kvað MDE upp dóm sinn, meðferð ríkisins á máli Jóns Ásgeirs og Tryggva braut gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um bann gegn því að refsa tvisvar fyrir sama brot. Atvik málsins í gær voru um margt sambærileg hinu fyrra máli. Var á því byggt í vörninni að vísa bæri málinu frá dómi þar sem maðurinn hefði sætt endanlegum úrskurði skattayfirvalda um álag á skattstofn vegna sömu brota og nú væri ákært fyrir. Því fælist í þessu tvöföld refsing fyrir sama brot. Í niðurstöðu sinni vísaði Hæstiréttur til þess að MDE hefði lagt til grundvallar að heimilt væri að reka tvö aðskilin mál, líkt og í þessu tilfelli, fyrir skattalagabrot að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Málin tvö þyrftu að vera samþættanleg í efni og tíma til að slíkt sé heimilt. Í dómnum eru ferli og efni málsins ítarlega rakin og komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd þess hafi uppfyllt viðmið MDE. „Ég á eftir að kafa ofan í dóminn og melta þær röksemdir sem tíndar eru til en fljótt á litið sýnist mér að þetta eigi fullt erindi til MDE,“ segir Ragnar H. Hall, verjandi í málinu. Hann vildi ekki tjá sig um niðurstöðuna að öðru leyti. Rekstur yfir hundrað mála hjá skattayfirvöldum og saksóknaraembættum beið niðurstöðu Hæstaréttar. Niðurstaðan er að mörgu leyti ekki afdráttarlaus og margt á því eftir að skýrast. „Það er annar hver maður hér innanhúss að lesa dóminn núna. Á næstunni eru fundir með Ríkissaksóknara um hver næstu skref verða. Það er ekki ljóst í augnablikinu hver áhrifin verða af þessu,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. „Það er hins vegar ekki svo að dómur MDE hafi engin áhrif þó dómur í þessu máli hafi verið staðfestur. Við ætlum að skoða verklagið og tryggja að það standist kröfur MDE.“ Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Dómur manns sem sakfelldur var í Hæstarétti í gær fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum verður líklega kærður til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Héraðssaksóknari segir að unnið sé að því að tryggja að málsmeðferð hjá embættinu uppfylli skilyrði dómstólsins. Niðurstöðu málsins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en sjö dómarar dæmdu í málinu. Slíkt er fátítt. Upphaflega stóð til að málið yrði flutt í byrjun árs en því slegið á frest þar til MDE kvæði upp dóm sinn í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gegn Íslandi. Í maí kvað MDE upp dóm sinn, meðferð ríkisins á máli Jóns Ásgeirs og Tryggva braut gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um bann gegn því að refsa tvisvar fyrir sama brot. Atvik málsins í gær voru um margt sambærileg hinu fyrra máli. Var á því byggt í vörninni að vísa bæri málinu frá dómi þar sem maðurinn hefði sætt endanlegum úrskurði skattayfirvalda um álag á skattstofn vegna sömu brota og nú væri ákært fyrir. Því fælist í þessu tvöföld refsing fyrir sama brot. Í niðurstöðu sinni vísaði Hæstiréttur til þess að MDE hefði lagt til grundvallar að heimilt væri að reka tvö aðskilin mál, líkt og í þessu tilfelli, fyrir skattalagabrot að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Málin tvö þyrftu að vera samþættanleg í efni og tíma til að slíkt sé heimilt. Í dómnum eru ferli og efni málsins ítarlega rakin og komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd þess hafi uppfyllt viðmið MDE. „Ég á eftir að kafa ofan í dóminn og melta þær röksemdir sem tíndar eru til en fljótt á litið sýnist mér að þetta eigi fullt erindi til MDE,“ segir Ragnar H. Hall, verjandi í málinu. Hann vildi ekki tjá sig um niðurstöðuna að öðru leyti. Rekstur yfir hundrað mála hjá skattayfirvöldum og saksóknaraembættum beið niðurstöðu Hæstaréttar. Niðurstaðan er að mörgu leyti ekki afdráttarlaus og margt á því eftir að skýrast. „Það er annar hver maður hér innanhúss að lesa dóminn núna. Á næstunni eru fundir með Ríkissaksóknara um hver næstu skref verða. Það er ekki ljóst í augnablikinu hver áhrifin verða af þessu,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. „Það er hins vegar ekki svo að dómur MDE hafi engin áhrif þó dómur í þessu máli hafi verið staðfestur. Við ætlum að skoða verklagið og tryggja að það standist kröfur MDE.“
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira