Margrét Marteinsdóttir hefur verið ráðin til Geðhjálpar og hefur hafið störf þar sem kynninga-og viðburðastjóri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Geðhjálp.
Margrét starfaði hjá Ríkisútvarpinu í 16 ár og lengst af á fréttstofunni. Síðustu ár hefur hún svo sinnt ýmsum verkefnum.
Hún tók meðal annars þátt í að opna Kaffihús Vesturbæjarins og sá um að reka staðinn. Þá skrifaði hún bókina Vakandi veröld – handbók fyrir neytendur sem velja umhverfisvænan lífsstíl og vann við umönnun á deild fyrir fólk með með heilabilun á hjúkrunarheimilinu Grund. Síðast starfaði Margrét í Kvennaathvarfinu.
Helstu verkefni Margrétar hjá Geðhjálp tengjast kynningarmálum og upplýsingamiðlum sem og viðburðastjórnun, fræðslu og úttektum á þjónustu og réttindum.
Margrét Marteinsdóttir ráðin til Geðhjálpar
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Mest lesið

„Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“
Viðskipti innlent

Rukka í „rennuna“ á flugvellinum
Neytendur

Forstjóri ÁTVR lætur af störfum
Viðskipti innlent

Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður
Viðskipti innlent

Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman
Viðskipti innlent


Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu
Viðskipti innlent

Setur háa tolla á Evrópu
Viðskipti erlent

Norskir komast í Víking gylltan
Neytendur
