Markadrottning glímir við geðklofa: Varð svo veik að hún þurfti að hætta í boltanum Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. september 2017 09:15 Hrefna Huld Jóhannesdóttir fagnar bikarmeistaratitli með KR. vísir/daníel Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, segir frá því í opinskáu viðtali við blaðakonuna Önnu Lilju Þórisdóttur í Morgunblaðinu í dag að hún glímir við geðsjúkdóm og þess vegna hafi hún hætt í boltanum fyrir aldur fram. Hrefna Huld er ein mesta markamaskína efstu deildar en hún varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Breiðabliki og KR á glæstum ferli og skoraði í heildina 179 mörk í 220 leikjum í öllum keppnum með ÍBV, Breiðabliki, KR, Þrótti og Aftureldingu. Hún var á toppnum frá 2001-2008 þegar hún skoraði 90 mörk í 90 leikjum í efstu deild kvenna en eftir 19 mörk í 18 leikjum með KR sumarið 2008 og níu mörk í ellefu leikjum ári síðar hvarf hún nánast af sjónarsviðinu. Hrefna skoraði grimmt í 1. deildinni með Þrótti árið 2010, þá þrítug, en ferli hennar í efstu deild var lokið.Það kom svolítið á óvart þegar Hrefna fór í Þrótt í B-deildinni 2010.mynd/þrótturDatt út úr félagsskapnum „Sumar halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld í Morgunblaðinu. „Ég er með sjúkdóm sem heitir geðklofi og ég vona að ég geti hjálpað einhverjum með því að tala opinskátt um það og hvaða áhrif það hefur haft á líf mitt.“ Hrefna segir frá því að hún missti starfið sitt í Landsbankanum í hruninu árið 2008 og það einangraði hana. Fjölskyldumeðlimir fóru með hana á geðdeild og þangað leitaði hún nokkrum sinnum áður en hún var greind með geðklofa árið 2009. „Þetta sló mig. Ég vildi ekki viðurkenna þetta til að byrja með. Stundum skammaðist ég mín. Núna er viðhorf mitt allt annað, ég veit að þetta er eins og hver annar sjúkdómur,“ segir Hrefna Huld sem þurfti að hætta í fótboltanum vegna sjúkdómsins. „Ég varð að hætta 2009, ég var orðin það veik. Síðan reyndi ég af og til og spilaði síðast 2012. Ég datt ekki bara út úr íþróttinni sjálfri heldur líka út úr félagsskapnum og öllu sem var í kring. Það var erfitt,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, segir frá því í opinskáu viðtali við blaðakonuna Önnu Lilju Þórisdóttur í Morgunblaðinu í dag að hún glímir við geðsjúkdóm og þess vegna hafi hún hætt í boltanum fyrir aldur fram. Hrefna Huld er ein mesta markamaskína efstu deildar en hún varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Breiðabliki og KR á glæstum ferli og skoraði í heildina 179 mörk í 220 leikjum í öllum keppnum með ÍBV, Breiðabliki, KR, Þrótti og Aftureldingu. Hún var á toppnum frá 2001-2008 þegar hún skoraði 90 mörk í 90 leikjum í efstu deild kvenna en eftir 19 mörk í 18 leikjum með KR sumarið 2008 og níu mörk í ellefu leikjum ári síðar hvarf hún nánast af sjónarsviðinu. Hrefna skoraði grimmt í 1. deildinni með Þrótti árið 2010, þá þrítug, en ferli hennar í efstu deild var lokið.Það kom svolítið á óvart þegar Hrefna fór í Þrótt í B-deildinni 2010.mynd/þrótturDatt út úr félagsskapnum „Sumar halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld í Morgunblaðinu. „Ég er með sjúkdóm sem heitir geðklofi og ég vona að ég geti hjálpað einhverjum með því að tala opinskátt um það og hvaða áhrif það hefur haft á líf mitt.“ Hrefna segir frá því að hún missti starfið sitt í Landsbankanum í hruninu árið 2008 og það einangraði hana. Fjölskyldumeðlimir fóru með hana á geðdeild og þangað leitaði hún nokkrum sinnum áður en hún var greind með geðklofa árið 2009. „Þetta sló mig. Ég vildi ekki viðurkenna þetta til að byrja með. Stundum skammaðist ég mín. Núna er viðhorf mitt allt annað, ég veit að þetta er eins og hver annar sjúkdómur,“ segir Hrefna Huld sem þurfti að hætta í fótboltanum vegna sjúkdómsins. „Ég varð að hætta 2009, ég var orðin það veik. Síðan reyndi ég af og til og spilaði síðast 2012. Ég datt ekki bara út úr íþróttinni sjálfri heldur líka út úr félagsskapnum og öllu sem var í kring. Það var erfitt,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann