Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lét sig ekki vanta á leik Íslands og Kósóvó í kvöld þegar landsliðið tryggði sér sæti á HM í sögulegum leik á Laugardalsvelli. Bjarni er mikill fótboltaáhugamaður og gaf sér því tíma til þess að fagna með landsliðinu eftir leikinn. Hann leit við í klefanum hjá landsliðinu og tók meðal annars eina mynd af sér með Aroni Einari fyrirliða. Við myndina skrifaði hann einfaldlega: „Þessi strákur. Og allir hinir! #islandahm.“ Frekari orðvoru óþörf.
Bjarni hafði beðið spenntur eftir leiknum en fyrr í dag birti Svanhildur Hólm aðstoðarkona hans mynd af honum í landsliðstreyju með íslenskan fána í hönd.
