Vinstri græn reiðubúin til að vera kjölfesta í íslenskum stjórnmálum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. október 2017 16:13 Rósa Björk Brynjólfsdóttir Vísir/Stefán Rósa Björk Brynjólfsdóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, segir flokkinn reiðubúinn að vera kjölfesta í íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn mælist nú stærsti flokkurinn á landsvísu með í kringum 28 prósenta fylgi þegar tæpar þrjár vikur eru til kosninga. Rætt var við Rósu Björk í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Við erum auðmjúk og þakklát og glöð yfir þessu trausti sem fólk virðist vera að sýna okkur í skoðanakönnunum og að sjálfsögðu munum við standa undir því trausti þegar að því kemur,“ segir Rósa Björk. Ef þetta væru niðurstöður kosninganna má gera ráð fyrir að þingflokkur vinstri grænna verði um 20 þingmenn og þá væntanlega stærsti flokkurinn á þingi. Myndiru segja að vinstri græn séu tilbúin til að vera einhverskonar kjölfestuafl í íslenskum stjórnmálum? „Já við erum tilbúin til þess, algjörlega. Það er greinilegt að það vantar kjölfestu í íslensk stjórnmál. Síðustu þrjár ríkisstjórnir með Sjálfstæðisflokknum innanborðs hafa sprungið, hafa ekki náð að halda út kjörtímabilið og það er náttúrulega ekki gott fyrir íslenskt samfélag að ríkisstjórnin geti ekki haldið úti heilt kjörtímabil. En við sýndum það líka á árunum 2009-2013 að við vorum flokkur sem hélt út það kjörtímabil, ásamt samfylkingunni, í ríkisstjórn við ótrulega erfiðar aðstæður og við munum að sjálfsögðu halda það út ef til þess kemur.“ Aðspurð segir hún afar ólíklegt að Vinstri græn myndi ríkistjórn með Sjálfstæðisflokknum, en þeir flokkar eru þeir einu sem mælast svo stórir að möguleiki væri á tveggja flokka meirihluta. „Mér persónulega þykir það afar ólíklegt enda er mjög langt á milli þessa teveggja flokka málefnalega séð, gríðarlega langt á milli. Fyrir ári síðan í síðustu stjórnarmyndunarviðræðum þá áttu sér stað samtöl á milli þessa flokka sem gengu ekkert eða héldu ekkert áfra mog ég skil ekki alveg hvers vegna í ósköpunum þær ættu að ganga nú.“Rósa Björk segir að heilbrigðisþjónustan sé mál sem standi almenningi mjög nærri og áhersla flokksins sé að enginn einkarekstur verði í heilbrigðisskyni í ágóðaskyni. „það er eitthvað sem við viljum ekki hafa hér. Við viljum nýjan landspítala, við viljum efla landspítalann, það er að segja þjónustuna sem þar er og halda þeim sérfræðingum innan landspítalans til að veita þá góðu þjónustu sem sérfræðingar innan landspítalans geta gefið öllum þeim sem leita til spítalans,“ segir Rósa. Sem önnur stefnumál í heilbrigðismálum nefnir Rósa að minnka greiðsluþátttöku almennings, klára byggingu nýs landspítala og að færa sálfræðiþjónustu inn í framhaldsskóla. Þegar kemur að málefnum ferðaþjónustu segir Rósa að flokkurinn sé mótfallinn því að almenningur borgi fyrir að njóta náttúrunnar. Hins vegar hafi flokkurinn talað fyrir komugjöldum og gistináttagjaldi. „Ég held að þessi atvinnugrein, hún hefur verið að skila svo ofboðslega miklu og vaxa svo mikið en við þurfum að ákveða með sameignlegum hætti og í samráði við greinina sjálfa hvernig við getum fengið meiri tekjur inn í samfélagið okkar sem heild,“ segir Rósa Björk.Óásættanlegt hvað ungt fólk standi illa Hún segir jafnframt mikilvægt að huga að ungu fólki á Íslandi, sem hafi það verra en fólk á sama aldri fyrir þrjátíu árum síðan. „Það er óásættanlegt. Við þurfum að lengja fæðingarorlofið, við þurfum að styrkja LÍN, koma námslánunum í það form að hluti þeirra sé í styrkjaformi. Við þurfum að taka á húsnæðismálunum, ekki endilega með það að markmiðið að fólk skuldsetji sig um leið og það er komið úr háskólanámi.“ Aðspurð um hver stefna flokksins varðandi afnám verðtryggingarinnar segir hún að stefnan hafi ávallt verið sú að draga þurfi úr vægi hennar. „Líka með því að fólk geti haft val á lánum, bæði verðtryggð lán og óverðtryggð lán. En það sem skiptir mestu máli í þessum efnum er að það sé efnahagslegur og stjórnmálalegur stöðugleiki í íslensku samfélagi sem geri það að verkum að það séu ekki þessar sveiflur í efnahagslífinu okkar sem koma öllum heimilum landsins illa.“ Aðspurð hvernig flokkurinn hyggst fjármagna kosningaloforð sín segir Rósa að fjármunirnir séu nú þegar til staðar. „Við þurfum bara að ákveða það hvernig við forgangsröðum peningunum sem eru til staðar. Það er afgangur af fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar upp á marga milljarða og þeim milljörðum væri mjög vel varið inni í heilbrigðisþjónustuna, inni í velferðina alla, inn í velferðarmálin.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, segir flokkinn reiðubúinn að vera kjölfesta í íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn mælist nú stærsti flokkurinn á landsvísu með í kringum 28 prósenta fylgi þegar tæpar þrjár vikur eru til kosninga. Rætt var við Rósu Björk í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Við erum auðmjúk og þakklát og glöð yfir þessu trausti sem fólk virðist vera að sýna okkur í skoðanakönnunum og að sjálfsögðu munum við standa undir því trausti þegar að því kemur,“ segir Rósa Björk. Ef þetta væru niðurstöður kosninganna má gera ráð fyrir að þingflokkur vinstri grænna verði um 20 þingmenn og þá væntanlega stærsti flokkurinn á þingi. Myndiru segja að vinstri græn séu tilbúin til að vera einhverskonar kjölfestuafl í íslenskum stjórnmálum? „Já við erum tilbúin til þess, algjörlega. Það er greinilegt að það vantar kjölfestu í íslensk stjórnmál. Síðustu þrjár ríkisstjórnir með Sjálfstæðisflokknum innanborðs hafa sprungið, hafa ekki náð að halda út kjörtímabilið og það er náttúrulega ekki gott fyrir íslenskt samfélag að ríkisstjórnin geti ekki haldið úti heilt kjörtímabil. En við sýndum það líka á árunum 2009-2013 að við vorum flokkur sem hélt út það kjörtímabil, ásamt samfylkingunni, í ríkisstjórn við ótrulega erfiðar aðstæður og við munum að sjálfsögðu halda það út ef til þess kemur.“ Aðspurð segir hún afar ólíklegt að Vinstri græn myndi ríkistjórn með Sjálfstæðisflokknum, en þeir flokkar eru þeir einu sem mælast svo stórir að möguleiki væri á tveggja flokka meirihluta. „Mér persónulega þykir það afar ólíklegt enda er mjög langt á milli þessa teveggja flokka málefnalega séð, gríðarlega langt á milli. Fyrir ári síðan í síðustu stjórnarmyndunarviðræðum þá áttu sér stað samtöl á milli þessa flokka sem gengu ekkert eða héldu ekkert áfra mog ég skil ekki alveg hvers vegna í ósköpunum þær ættu að ganga nú.“Rósa Björk segir að heilbrigðisþjónustan sé mál sem standi almenningi mjög nærri og áhersla flokksins sé að enginn einkarekstur verði í heilbrigðisskyni í ágóðaskyni. „það er eitthvað sem við viljum ekki hafa hér. Við viljum nýjan landspítala, við viljum efla landspítalann, það er að segja þjónustuna sem þar er og halda þeim sérfræðingum innan landspítalans til að veita þá góðu þjónustu sem sérfræðingar innan landspítalans geta gefið öllum þeim sem leita til spítalans,“ segir Rósa. Sem önnur stefnumál í heilbrigðismálum nefnir Rósa að minnka greiðsluþátttöku almennings, klára byggingu nýs landspítala og að færa sálfræðiþjónustu inn í framhaldsskóla. Þegar kemur að málefnum ferðaþjónustu segir Rósa að flokkurinn sé mótfallinn því að almenningur borgi fyrir að njóta náttúrunnar. Hins vegar hafi flokkurinn talað fyrir komugjöldum og gistináttagjaldi. „Ég held að þessi atvinnugrein, hún hefur verið að skila svo ofboðslega miklu og vaxa svo mikið en við þurfum að ákveða með sameignlegum hætti og í samráði við greinina sjálfa hvernig við getum fengið meiri tekjur inn í samfélagið okkar sem heild,“ segir Rósa Björk.Óásættanlegt hvað ungt fólk standi illa Hún segir jafnframt mikilvægt að huga að ungu fólki á Íslandi, sem hafi það verra en fólk á sama aldri fyrir þrjátíu árum síðan. „Það er óásættanlegt. Við þurfum að lengja fæðingarorlofið, við þurfum að styrkja LÍN, koma námslánunum í það form að hluti þeirra sé í styrkjaformi. Við þurfum að taka á húsnæðismálunum, ekki endilega með það að markmiðið að fólk skuldsetji sig um leið og það er komið úr háskólanámi.“ Aðspurð um hver stefna flokksins varðandi afnám verðtryggingarinnar segir hún að stefnan hafi ávallt verið sú að draga þurfi úr vægi hennar. „Líka með því að fólk geti haft val á lánum, bæði verðtryggð lán og óverðtryggð lán. En það sem skiptir mestu máli í þessum efnum er að það sé efnahagslegur og stjórnmálalegur stöðugleiki í íslensku samfélagi sem geri það að verkum að það séu ekki þessar sveiflur í efnahagslífinu okkar sem koma öllum heimilum landsins illa.“ Aðspurð hvernig flokkurinn hyggst fjármagna kosningaloforð sín segir Rósa að fjármunirnir séu nú þegar til staðar. „Við þurfum bara að ákveða það hvernig við forgangsröðum peningunum sem eru til staðar. Það er afgangur af fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar upp á marga milljarða og þeim milljörðum væri mjög vel varið inni í heilbrigðisþjónustuna, inni í velferðina alla, inn í velferðarmálin.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15