Aftur til fortíðar - undirfjármögnun hægir á framförum Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 11. október 2017 12:15 Undirfjármögnun háskólanna- hljómar eins og gömul tugga. En málaflokkurinn nýtur því miður ekki vinsældar. Ætli hinn almenni borgari átti sig á mikilvægi málefnisins? Það er undir okkur öllum komið að berjast fyrir réttindum sem eru jafnvel talin sjálfsögð, en eru það ekki. Hlutverk háskólanna er skilgreint í 3. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og segir í 1. mgr. greinarinnar: „Hann miðlar fræðslu til almennings og veitir þjóðfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar.“ Þeir einstaklingar sem útskrifast á ári hverju úr háskólum landsins, ýmist með diplómu eða úr grunnnámi, meistaranámi eða doktorsnámi, eru örlítið bundnir því að skila þekkingu sinni aftur inn í samfélagið. Ekki allir munu starfa við það sem samræmist best menntun þeirra, en sama við hvað stúdentar síðan starfa við, er öruggt að háskólinn okkar fylgir okkur það sem eftir lifir. Það er því ekki einungis námsefnið sem markar okkar þekkingu, heldur einnig aðferðirnar sem við lærum til þess að nálgast viðfangsefnið á hverjum tíma. Háskólinn á Akureyri hefur í mörg ár verið í forystu hvað varðar framboð á svokölluðu sveigjanlegu námi, það sem áður fyrr var kallað fjarnám, og þýðir að háskólinn getur sinnt nemendum víðs vegar um landið. Þegar boðið er upp á nám með sveigjanlegum hætti náum við betur til fjöldans og í fjöldanum leynist fjölbreytileikinn. Inn í háskólana fáum við því breiðari hóp af fólki sem hefur mismunandi þarfir og gjörólíkan bakgrunn. Þannig tekst okkur líka að uppfylla þarfir allra sjá síðari málsl. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 63/2006 um Háskóla segir að „Menntun, sem háskólar veita, tekur mið af þörfum samfélagsins hverju sinni“. Samfélagið kallar eftir meira framboði af námi í sveigjanlegu formi, háskólarnir eiga að mæta þessari eftirspurn. Með þróun nýrra kennsluhátta, innleiðingu á tækninýjungum ásamt nýstárlegri nálgun á notkun við þann tækjabúnað sem nú til staðar er, er hægt að nálgast viðfangsefnið á nútímalegri og jafnvel betri hátt. Með breyttum aðferðum er hægt að ná betur til nemenda sem sitja við skrifborðið sitt á Selfossi, Akranesi eða jafnvel Eskifirði. Þeim líður eins og þeir séu jafn miklir þátttakendur í náminu og staðarneminn sem situr kannski alla tíma í háskólanum. Vegna þess hve litlir háskólarnir á Íslandi í raun eru býður það upp á nánari sambönd á milli nemenda og kennara. Án aukinnar fjármögnunar förum við að missa tengsl við kennarana okkar, þeir hafa einfaldlega ekki tíma til þess að sinna nemendum sínum á persónulegan máta. Alvarlegur skortur á starfsfólki leiðir að því að álaginu verður dreift á allt of fáa aðila. Aukning á starfsfólki hefur einfaldlega ekki verið í takt við þann gríðarlega fjölda nemenda sem eykst með hverju árinu. Kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri hefur það að markmiði að aðstoða kennara háskólans við þróun kennsluhátta, hún veitir einnig aðstoð og ráðgjöf til starfsmanna jafnt sem nemenda við notkun á tölvu- og upplýsingatækni. Mikilvægi þeirra hlutverks er ekki gert nægjanlega hátt undir höfði. Án aukinnar fjármögnunar fer tækniframförum í kennsluháttum að snarminnka. Við megum ekki leggja það í hættu að þessi gríðarlega framþróun hjaðni eða standi í stað. Við þurfum að tryggja aukið fjármagn til háskólanna, við þurfum að fjárfesta í framtíðinni! Núna er tíminn til að setja menntakerfið í forgang!Greinin er hluti af átaki Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00 Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00 Sagan um Sigga Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. 7. október 2017 09:00 Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00 Landsbyggðin án háskóla? Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun. 9. október 2017 09:49 Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00 Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39 Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. 8. október 2017 09:00 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Undirfjármögnun háskólanna- hljómar eins og gömul tugga. En málaflokkurinn nýtur því miður ekki vinsældar. Ætli hinn almenni borgari átti sig á mikilvægi málefnisins? Það er undir okkur öllum komið að berjast fyrir réttindum sem eru jafnvel talin sjálfsögð, en eru það ekki. Hlutverk háskólanna er skilgreint í 3. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og segir í 1. mgr. greinarinnar: „Hann miðlar fræðslu til almennings og veitir þjóðfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar.“ Þeir einstaklingar sem útskrifast á ári hverju úr háskólum landsins, ýmist með diplómu eða úr grunnnámi, meistaranámi eða doktorsnámi, eru örlítið bundnir því að skila þekkingu sinni aftur inn í samfélagið. Ekki allir munu starfa við það sem samræmist best menntun þeirra, en sama við hvað stúdentar síðan starfa við, er öruggt að háskólinn okkar fylgir okkur það sem eftir lifir. Það er því ekki einungis námsefnið sem markar okkar þekkingu, heldur einnig aðferðirnar sem við lærum til þess að nálgast viðfangsefnið á hverjum tíma. Háskólinn á Akureyri hefur í mörg ár verið í forystu hvað varðar framboð á svokölluðu sveigjanlegu námi, það sem áður fyrr var kallað fjarnám, og þýðir að háskólinn getur sinnt nemendum víðs vegar um landið. Þegar boðið er upp á nám með sveigjanlegum hætti náum við betur til fjöldans og í fjöldanum leynist fjölbreytileikinn. Inn í háskólana fáum við því breiðari hóp af fólki sem hefur mismunandi þarfir og gjörólíkan bakgrunn. Þannig tekst okkur líka að uppfylla þarfir allra sjá síðari málsl. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 63/2006 um Háskóla segir að „Menntun, sem háskólar veita, tekur mið af þörfum samfélagsins hverju sinni“. Samfélagið kallar eftir meira framboði af námi í sveigjanlegu formi, háskólarnir eiga að mæta þessari eftirspurn. Með þróun nýrra kennsluhátta, innleiðingu á tækninýjungum ásamt nýstárlegri nálgun á notkun við þann tækjabúnað sem nú til staðar er, er hægt að nálgast viðfangsefnið á nútímalegri og jafnvel betri hátt. Með breyttum aðferðum er hægt að ná betur til nemenda sem sitja við skrifborðið sitt á Selfossi, Akranesi eða jafnvel Eskifirði. Þeim líður eins og þeir séu jafn miklir þátttakendur í náminu og staðarneminn sem situr kannski alla tíma í háskólanum. Vegna þess hve litlir háskólarnir á Íslandi í raun eru býður það upp á nánari sambönd á milli nemenda og kennara. Án aukinnar fjármögnunar förum við að missa tengsl við kennarana okkar, þeir hafa einfaldlega ekki tíma til þess að sinna nemendum sínum á persónulegan máta. Alvarlegur skortur á starfsfólki leiðir að því að álaginu verður dreift á allt of fáa aðila. Aukning á starfsfólki hefur einfaldlega ekki verið í takt við þann gríðarlega fjölda nemenda sem eykst með hverju árinu. Kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri hefur það að markmiði að aðstoða kennara háskólans við þróun kennsluhátta, hún veitir einnig aðstoð og ráðgjöf til starfsmanna jafnt sem nemenda við notkun á tölvu- og upplýsingatækni. Mikilvægi þeirra hlutverks er ekki gert nægjanlega hátt undir höfði. Án aukinnar fjármögnunar fer tækniframförum í kennsluháttum að snarminnka. Við megum ekki leggja það í hættu að þessi gríðarlega framþróun hjaðni eða standi í stað. Við þurfum að tryggja aukið fjármagn til háskólanna, við þurfum að fjárfesta í framtíðinni! Núna er tíminn til að setja menntakerfið í forgang!Greinin er hluti af átaki Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00
Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00
Sagan um Sigga Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. 7. október 2017 09:00
Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00
Landsbyggðin án háskóla? Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun. 9. október 2017 09:49
Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00
Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39
Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. 8. október 2017 09:00
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun