May gæti látið Johnson taka poka sinn Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2017 14:06 Johnson hefur verið talinn grafa undan May. Vísir/AFP Breytingar á bresku ríkisstjórninni gætu verið í vændum og er talið að Theresa May, forsætisráðherra, gæti sparkað Boris Johnson, utanríkisráðherra, úr henni. Johnson hefur verið talinn grafa undan stöðu May innan Íhaldsflokksins og sem forsætisráðherra. Í viðtali við The Sunday Times segir lét May í veðri vaka að hún gæti hrist upp í ríkisstjórninni þegar hún var spurð út í áform sín með Johnson. „Ég er forsætisráðherrann og það er hluti af starfi mínu að gæta þess alltaf að ég sé með besta fólkið í ráðuneyti mínu, að nýta sem best mannauðinn sem mér stendur til boða innan flokksins,“ sagði May meðal annars, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þó að Johnson hafi lýst hollustu við May hafa gjörðir hans verið taldar grafa undan henni. Þannig skrifaði hann grein í Daily Telehraph þar sem lýsti allt annarri sýn á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en May hafði boðað. Johnson var talinn ögra May með greininni og vildu sumir flokksmenn að hann yrði rekinn í kjölfarið. Verulega hefur fjarað undan stöðu May eftir að ákvörðun hennar um að efna skyndilega til þingkosninga í sumar reyndist misheppnuð. Íhaldsflokkur hennar hafði mælst með afgerandi forystu í skoðanakönnunum en þegar til kastanna kom tapaði hann miklu fylgi. May þarf nú að reiða sig á lítinn flokk norður-írskra sambandssinna til að verja minnihlutastjórn hennar. Ræða May á flokksþingi í síðustu viku gekk ennfremur hrapalega. Þar mátti hún glíma við hastarlegt hóstakast, truflun hrekkjalóms og að hluti af sviðsmyndinni fyrir aftan hana byrjaði að detta í sundur á meðan á ræðu hennar stóð. Brexit Tengdar fréttir Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37 Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17 May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið Sjá meira
Breytingar á bresku ríkisstjórninni gætu verið í vændum og er talið að Theresa May, forsætisráðherra, gæti sparkað Boris Johnson, utanríkisráðherra, úr henni. Johnson hefur verið talinn grafa undan stöðu May innan Íhaldsflokksins og sem forsætisráðherra. Í viðtali við The Sunday Times segir lét May í veðri vaka að hún gæti hrist upp í ríkisstjórninni þegar hún var spurð út í áform sín með Johnson. „Ég er forsætisráðherrann og það er hluti af starfi mínu að gæta þess alltaf að ég sé með besta fólkið í ráðuneyti mínu, að nýta sem best mannauðinn sem mér stendur til boða innan flokksins,“ sagði May meðal annars, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þó að Johnson hafi lýst hollustu við May hafa gjörðir hans verið taldar grafa undan henni. Þannig skrifaði hann grein í Daily Telehraph þar sem lýsti allt annarri sýn á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en May hafði boðað. Johnson var talinn ögra May með greininni og vildu sumir flokksmenn að hann yrði rekinn í kjölfarið. Verulega hefur fjarað undan stöðu May eftir að ákvörðun hennar um að efna skyndilega til þingkosninga í sumar reyndist misheppnuð. Íhaldsflokkur hennar hafði mælst með afgerandi forystu í skoðanakönnunum en þegar til kastanna kom tapaði hann miklu fylgi. May þarf nú að reiða sig á lítinn flokk norður-írskra sambandssinna til að verja minnihlutastjórn hennar. Ræða May á flokksþingi í síðustu viku gekk ennfremur hrapalega. Þar mátti hún glíma við hastarlegt hóstakast, truflun hrekkjalóms og að hluti af sviðsmyndinni fyrir aftan hana byrjaði að detta í sundur á meðan á ræðu hennar stóð.
Brexit Tengdar fréttir Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37 Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17 May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið Sjá meira
Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37
Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17
May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44