Forsætisráðherra Spánar útilokar ekki að svipta Katalóníu sjálfræði Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2017 08:31 Spænski fáninn var áberandi á mótmælum gegn sjálfstæði Katalóníu á Kólumbusartorgi í Madrid í gær. Vísir/AFP Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, útilokar ekki að beita ákvæðum stjórnarskrár landsins og svipta Katalóna sjálfræði ef stjórnmálaleiðtogar þeirra lýsa yfir sjálfstæði héraðsins. Katalónía er eitt sautján sjálfstjórnarhéraða Spánar sem njóta meiri eða minni sjálfstjórnar. Stjórnvöld þar stóðu fyrir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði um síðustu helgi sem stjórnlagadómstól Spánar úrskurðaði ólöglega. Lögreglumenn lokuðu fjölda kjörstaða og gengu hart fram kjósendum og kjörstjórnum. Leiðtogar héraðsins hafa gefið í skyn að þeir muni lýsa yfir sjálfstæði, jafnvel strax í þessari viku. Rajoy hefur völd til að leysa upp héraðsstjórnir og boða til nýrra kosninga þar samkvæmt stjórnarskránni. Fram að þessu hefur hann ekki tekið skýra afstöðu til þess hvort að hann muni neyta þess réttar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég útiloka ekki algerlega neitt sem er innan marka laganna. Best væri að ekki þyrfti að vera nauðsynlegt að grípa til öfgafullra lausna en til að forðast það þyrftu hlutirnir að breytast mikið,“ segir Rajoy nú við spænska dagblaðið El País. Tugir þúsunda Spánverja mótmæltu sjálfstæðistilburðum Katalóna á útifundum víða um land í gær. Hvöttu þeir leiðtoga lands og héraðs til að halda friðinn og leysa málin með viðræðum. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur lýst sig opinn fyrir viðræðum við landsstjórnina en Rajoy hefur útilokað það þar til leiðtogar Katalóna gefa sjálfstæðishugmyndir sínar upp á bátinn. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, útilokar ekki að beita ákvæðum stjórnarskrár landsins og svipta Katalóna sjálfræði ef stjórnmálaleiðtogar þeirra lýsa yfir sjálfstæði héraðsins. Katalónía er eitt sautján sjálfstjórnarhéraða Spánar sem njóta meiri eða minni sjálfstjórnar. Stjórnvöld þar stóðu fyrir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði um síðustu helgi sem stjórnlagadómstól Spánar úrskurðaði ólöglega. Lögreglumenn lokuðu fjölda kjörstaða og gengu hart fram kjósendum og kjörstjórnum. Leiðtogar héraðsins hafa gefið í skyn að þeir muni lýsa yfir sjálfstæði, jafnvel strax í þessari viku. Rajoy hefur völd til að leysa upp héraðsstjórnir og boða til nýrra kosninga þar samkvæmt stjórnarskránni. Fram að þessu hefur hann ekki tekið skýra afstöðu til þess hvort að hann muni neyta þess réttar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég útiloka ekki algerlega neitt sem er innan marka laganna. Best væri að ekki þyrfti að vera nauðsynlegt að grípa til öfgafullra lausna en til að forðast það þyrftu hlutirnir að breytast mikið,“ segir Rajoy nú við spænska dagblaðið El País. Tugir þúsunda Spánverja mótmæltu sjálfstæðistilburðum Katalóna á útifundum víða um land í gær. Hvöttu þeir leiðtoga lands og héraðs til að halda friðinn og leysa málin með viðræðum. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur lýst sig opinn fyrir viðræðum við landsstjórnina en Rajoy hefur útilokað það þar til leiðtogar Katalóna gefa sjálfstæðishugmyndir sínar upp á bátinn.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira