Demetrious Johnson með sögulegan sigur Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. október 2017 06:09 Demetrious Johnson klárar Ray Borg í 5. lotu. Vísir/Getty UFC 216 fór fram í nótt í Las Vegas. Demetrious Johnson átti enn eina frábæru frammistöðuna og Tony Ferguson nældi sér í belti. Tony Ferguson mætti Kevin Lee í aðalbardaga kvöldsins á UFC 216 í nótt. Barist var upp á bráðabirgðarbelti UFC í léttvigtinni. Conor McGregor er ríkjandi léttvigtarmeistari UFC en þar sem hann er fjarri góðu gamni bjó UFC til svo kallaðan bráðabirgðartitil. Bardaginn byrjaði fjörlega og átti Kevin Lee frábæra fyrstu lotu. Það fjaraði síðan undan hjá honum og tók Tony Ferguson yfir bardagann þegar leið á. Kevin Lee, sem þekktur er fyrir góðar fellur, tók Ferguson niður í 3. lotu. Ferguson ógnaði vel af bakinu og náði Lee „triangle“ hengingu þegar tæp mínúta var eftir af 3. lotunni. Lee neyddist til þess að gefast upp og fagnaði Ferguson vel og innilega. Frábær sigur hjá Ferguson sem skoraði á léttvigtarmeistarann Conor McGregor að mæta sér eða láta beltið sitt af hendi. Kevin Lee var afar svekktur að leikslokum og sagði hann að niðurskurðurinn fyrir bardagann hefði verið erfiður. Hann hrósaði þó Ferguson í hástert eftir bardagann en mun hugsanlega fara upp í veltivigt í náinni framtíð. Þess má geta að Kevin Lee vigtaði sig inn 70 kg á föstudegi en var 84 kg í bardaganum í nótt að eigin sögn. Demetrious Johnson átti enn eina mögnuðu frammistöðuna þegar hann sigraði Ray Borg í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Johnson stjórnaði bardaganum frá upphafi til enda og náði Borg í eitt glæsilegasta uppgjafartak ársins í 5. lotu. Johnson lyfti Borg hátt til lofts og fleygði honum niður en á leiðinni niður nældi hann í höndina og kláraði með armlás. Þetta var sögulegur sigur Demetrious Johnson enda hans 11. titilvörn í UFC en það er met í bardagasamtökunum. Fluguvigtarmeistarinn hefur nú klárað sjö af ellefu titilbardögum sínum og er einfaldlega besti bardagamaður heims í dag. UFC 216 var ansi skemmtilegt kvöld en öll önnur úrslit má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Kevin Lee og Tony Ferguson berjast um lottómiðann stóra Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. 7. október 2017 07:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
UFC 216 fór fram í nótt í Las Vegas. Demetrious Johnson átti enn eina frábæru frammistöðuna og Tony Ferguson nældi sér í belti. Tony Ferguson mætti Kevin Lee í aðalbardaga kvöldsins á UFC 216 í nótt. Barist var upp á bráðabirgðarbelti UFC í léttvigtinni. Conor McGregor er ríkjandi léttvigtarmeistari UFC en þar sem hann er fjarri góðu gamni bjó UFC til svo kallaðan bráðabirgðartitil. Bardaginn byrjaði fjörlega og átti Kevin Lee frábæra fyrstu lotu. Það fjaraði síðan undan hjá honum og tók Tony Ferguson yfir bardagann þegar leið á. Kevin Lee, sem þekktur er fyrir góðar fellur, tók Ferguson niður í 3. lotu. Ferguson ógnaði vel af bakinu og náði Lee „triangle“ hengingu þegar tæp mínúta var eftir af 3. lotunni. Lee neyddist til þess að gefast upp og fagnaði Ferguson vel og innilega. Frábær sigur hjá Ferguson sem skoraði á léttvigtarmeistarann Conor McGregor að mæta sér eða láta beltið sitt af hendi. Kevin Lee var afar svekktur að leikslokum og sagði hann að niðurskurðurinn fyrir bardagann hefði verið erfiður. Hann hrósaði þó Ferguson í hástert eftir bardagann en mun hugsanlega fara upp í veltivigt í náinni framtíð. Þess má geta að Kevin Lee vigtaði sig inn 70 kg á föstudegi en var 84 kg í bardaganum í nótt að eigin sögn. Demetrious Johnson átti enn eina mögnuðu frammistöðuna þegar hann sigraði Ray Borg í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Johnson stjórnaði bardaganum frá upphafi til enda og náði Borg í eitt glæsilegasta uppgjafartak ársins í 5. lotu. Johnson lyfti Borg hátt til lofts og fleygði honum niður en á leiðinni niður nældi hann í höndina og kláraði með armlás. Þetta var sögulegur sigur Demetrious Johnson enda hans 11. titilvörn í UFC en það er met í bardagasamtökunum. Fluguvigtarmeistarinn hefur nú klárað sjö af ellefu titilbardögum sínum og er einfaldlega besti bardagamaður heims í dag. UFC 216 var ansi skemmtilegt kvöld en öll önnur úrslit má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Kevin Lee og Tony Ferguson berjast um lottómiðann stóra Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. 7. október 2017 07:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Kevin Lee og Tony Ferguson berjast um lottómiðann stóra Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. 7. október 2017 07:00