Blæs til stofnfundar Miðflokksins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2017 18:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vonast til þess að sjá sem flesta á stofnfundi Miðflokksins á morgun. Visir/Auðunn Níelsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, blæs til formlegs stofnfundar Miðflokksins í Rúgbrauðsgerðinni klukkan 16.00 á morgun. „Já, ég held að margt af þessu væri til þess fallið að vekja athygli skulum við segja,“ segir Sigmundur Davíð þegar hann er spurður hvort hann sé með einhver „tromp upp í erminni.“ Sigmundur verður sá eini sem tekur til máls á stofnfundinum. „Ég mun tala um stöðuna í pólitíkinni, stofnun flokksins, hvað hafi verið að gerast í því og hvers sé að vænta og svo mun ég tala um stefnuna hjá okkur núna fyrir kosningar. Ég mun að vísu ekki fara nákvæmlega í útfærsluna því við verðum með sérstakan fund til þess að kynna kosningastefnuskrána en ég mun ræða um viðfangsefnin og hvernig við ætlum að nálgast þau.“ Sigmundur segir að meðal þeirra málefna sem Miðflokkurinn setur á oddinn séu málafni eldri borgara, endurskipulagning fjármálakerfisins, bygging nýs spítala og þá segist Sigmundur hafa góðar hugmyndir um það hvernig hægt sé að láta Ísland „virka sem eina heild.“ Á fundinum getur fólk skráð sig sem stofnfélaga Miðflokksins en Sigmundur segir að það sé þó engin skylda, öllum sé frjálst að koma til að hlusta á ræðuna. Sigmundur segir að það gangi vel að raða á framboðslista. „Uppstillingarnefndin er búin að vera að vinna að því að raða fólki á lista og það er tilhlökkunarefni að kynna það.“ „Þetta er alveg ótrúlega skemmtileg kosningabarátta það sem af er. Það er dálítið margt að gerast samtímis þegar menn eru að setja saman nýjan flokk á nokkrum dögum. Nú er maður farinn að hafa yfirsýn yfir þetta og mér finnst þetta allt vera að smella saman þannig að mér finnst þetta mjög skemmtilegt,“ segir Sigmundur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00 Föstudagsviðtalið: „Við erum bara svo andskoti leiðinleg“ Þórdís Kolbrún, Sigmundur og Björt ræða ólíka sýn á stjórnmálin, vaxandi ferðaþjónustu og sjálfkeyrandi bíla. 6. október 2017 06:00 Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, blæs til formlegs stofnfundar Miðflokksins í Rúgbrauðsgerðinni klukkan 16.00 á morgun. „Já, ég held að margt af þessu væri til þess fallið að vekja athygli skulum við segja,“ segir Sigmundur Davíð þegar hann er spurður hvort hann sé með einhver „tromp upp í erminni.“ Sigmundur verður sá eini sem tekur til máls á stofnfundinum. „Ég mun tala um stöðuna í pólitíkinni, stofnun flokksins, hvað hafi verið að gerast í því og hvers sé að vænta og svo mun ég tala um stefnuna hjá okkur núna fyrir kosningar. Ég mun að vísu ekki fara nákvæmlega í útfærsluna því við verðum með sérstakan fund til þess að kynna kosningastefnuskrána en ég mun ræða um viðfangsefnin og hvernig við ætlum að nálgast þau.“ Sigmundur segir að meðal þeirra málefna sem Miðflokkurinn setur á oddinn séu málafni eldri borgara, endurskipulagning fjármálakerfisins, bygging nýs spítala og þá segist Sigmundur hafa góðar hugmyndir um það hvernig hægt sé að láta Ísland „virka sem eina heild.“ Á fundinum getur fólk skráð sig sem stofnfélaga Miðflokksins en Sigmundur segir að það sé þó engin skylda, öllum sé frjálst að koma til að hlusta á ræðuna. Sigmundur segir að það gangi vel að raða á framboðslista. „Uppstillingarnefndin er búin að vera að vinna að því að raða fólki á lista og það er tilhlökkunarefni að kynna það.“ „Þetta er alveg ótrúlega skemmtileg kosningabarátta það sem af er. Það er dálítið margt að gerast samtímis þegar menn eru að setja saman nýjan flokk á nokkrum dögum. Nú er maður farinn að hafa yfirsýn yfir þetta og mér finnst þetta allt vera að smella saman þannig að mér finnst þetta mjög skemmtilegt,“ segir Sigmundur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00 Föstudagsviðtalið: „Við erum bara svo andskoti leiðinleg“ Þórdís Kolbrún, Sigmundur og Björt ræða ólíka sýn á stjórnmálin, vaxandi ferðaþjónustu og sjálfkeyrandi bíla. 6. október 2017 06:00 Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00
Föstudagsviðtalið: „Við erum bara svo andskoti leiðinleg“ Þórdís Kolbrún, Sigmundur og Björt ræða ólíka sýn á stjórnmálin, vaxandi ferðaþjónustu og sjálfkeyrandi bíla. 6. október 2017 06:00
Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15