Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. október 2017 06:00 Ekki eru allir Katalónar á því að sjálfstæði sé góð hugmynd. Mótmælendur veifuðu spænskum fánum í Barcelona í gær. Nordicphotos/AFP Fyrirhuguð sjálfstæðisyfirlýsing Katalóna er í hættu. Stjórnlagadómstóll Spánverja setti í gær lögbann á fund katalónska þingsins sem fara átti fram á mánudag og sagði fundinn, og efni hans, brot á stjórnarskrá Spánar. Úrskurðurinn kom í kjölfar þess að Sósíalistaflokkur Katalóníu kærði ákvörðunina, ekki stjórnvöld í Madrid. Flokkurinn er einkar andvígur aðskilnaði frá Spáni. Í úrskurði stjórnlagadómstólsins kom fram að ef katalónska þingið fengi að lýsa yfir sjálfstæði myndi það brjóta á rétti þingmanna Sósíalistaflokksins. Dómstóllinn úrskurðaði kosningar síðasta sunnudags, sem ofbeldi af hálfu lögregluþjóna setti svartan blett á, einnig ólöglegar. Sú ákvörðun kom þó í kjölfar kæru frá spænsku ríkisstjórninni. Um níutíu prósent kusu með sjálfstæði á sunnudaginn en kjörsókn var rúmlega fjörutíu prósent. Samkvæmt CNN er líklegt að spænsk stjórnvöld myndu bregðast við einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu með því að svipta héraðið öllum sjálfsstjórnarrétti. Óvissan um framtíð bæði Katalóníu og Spánar hefur þó áhrif víðar en á katalónska þinginu. Verð hlutabréfa í spænsku kauphöllinni hefur lækkað um nærri fimm prósent frá því á sunnudag og hafa fá ríki í heiminum átt jafnslæma viku þegar kemur að verði hlutabréfa. Kenneth Rapoza, viðskiptablaðamaður Forbes, túlkar tíðindin sem svo að markaðsöflin séu að veðja á að Katalónía verði sjálfstætt ríki. Það kæmi sér illa fyrir Spán og spænsk fyrirtæki þar sem Katalónía er næstfjölmennasta og eitt auðugasta hérað Spánar. Bankinn Sabadell, sem er með höfuðstöðvar í Katalóníu, greindi frá því í gær að verið væri að skoða hvort hentugast væri að flytja bankann til einhvers annars héraðs á Spáni vegna ástandsins. Var stjórn fyrirtækisins kölluð óvænt saman í gær til að ræða málið. Spænska dagblaðið El País greindi frá því eftir fundinn að ákveðið hefði verið að flytja höfuðstöðvarnar til Alicante. Slíkt hið sama hugleiðir CaixaBank, sem er með höfuðstöðvar í Barcelona. Samkvæmt BBC er helsta ástæða þessara vangaveltna bankanna sú að ef Katalónía klyfi sig frá Spáni myndu katalónsk fyrirtæki ekki starfa innan evrusvæðisins né undir yfirsjón Seðlabanka Evrópu. Í samtali við CNN vildi talsmaður CaixaBank ekki tjá sig um mögulega flutninga en sagði að ráðist yrði í nauðsynlegar aðgerðir þegar þeirra væri þörf. Bankinn stefndi að því að vernda hagsmuni viðskiptavina sinna, hluthafa og starfsmanna. Jafnframt segir í úttekt miðilsins að takist Katalónum að kljúfa sig frá Spáni sé líklegt að dyrnar að Evrópusambandinu lokist og öryggisnet sem eru til staðar fyrir banka innan Evrópusambandsins geti ekki verndað katalónska banka. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Fyrirhuguð sjálfstæðisyfirlýsing Katalóna er í hættu. Stjórnlagadómstóll Spánverja setti í gær lögbann á fund katalónska þingsins sem fara átti fram á mánudag og sagði fundinn, og efni hans, brot á stjórnarskrá Spánar. Úrskurðurinn kom í kjölfar þess að Sósíalistaflokkur Katalóníu kærði ákvörðunina, ekki stjórnvöld í Madrid. Flokkurinn er einkar andvígur aðskilnaði frá Spáni. Í úrskurði stjórnlagadómstólsins kom fram að ef katalónska þingið fengi að lýsa yfir sjálfstæði myndi það brjóta á rétti þingmanna Sósíalistaflokksins. Dómstóllinn úrskurðaði kosningar síðasta sunnudags, sem ofbeldi af hálfu lögregluþjóna setti svartan blett á, einnig ólöglegar. Sú ákvörðun kom þó í kjölfar kæru frá spænsku ríkisstjórninni. Um níutíu prósent kusu með sjálfstæði á sunnudaginn en kjörsókn var rúmlega fjörutíu prósent. Samkvæmt CNN er líklegt að spænsk stjórnvöld myndu bregðast við einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu með því að svipta héraðið öllum sjálfsstjórnarrétti. Óvissan um framtíð bæði Katalóníu og Spánar hefur þó áhrif víðar en á katalónska þinginu. Verð hlutabréfa í spænsku kauphöllinni hefur lækkað um nærri fimm prósent frá því á sunnudag og hafa fá ríki í heiminum átt jafnslæma viku þegar kemur að verði hlutabréfa. Kenneth Rapoza, viðskiptablaðamaður Forbes, túlkar tíðindin sem svo að markaðsöflin séu að veðja á að Katalónía verði sjálfstætt ríki. Það kæmi sér illa fyrir Spán og spænsk fyrirtæki þar sem Katalónía er næstfjölmennasta og eitt auðugasta hérað Spánar. Bankinn Sabadell, sem er með höfuðstöðvar í Katalóníu, greindi frá því í gær að verið væri að skoða hvort hentugast væri að flytja bankann til einhvers annars héraðs á Spáni vegna ástandsins. Var stjórn fyrirtækisins kölluð óvænt saman í gær til að ræða málið. Spænska dagblaðið El País greindi frá því eftir fundinn að ákveðið hefði verið að flytja höfuðstöðvarnar til Alicante. Slíkt hið sama hugleiðir CaixaBank, sem er með höfuðstöðvar í Barcelona. Samkvæmt BBC er helsta ástæða þessara vangaveltna bankanna sú að ef Katalónía klyfi sig frá Spáni myndu katalónsk fyrirtæki ekki starfa innan evrusvæðisins né undir yfirsjón Seðlabanka Evrópu. Í samtali við CNN vildi talsmaður CaixaBank ekki tjá sig um mögulega flutninga en sagði að ráðist yrði í nauðsynlegar aðgerðir þegar þeirra væri þörf. Bankinn stefndi að því að vernda hagsmuni viðskiptavina sinna, hluthafa og starfsmanna. Jafnframt segir í úttekt miðilsins að takist Katalónum að kljúfa sig frá Spáni sé líklegt að dyrnar að Evrópusambandinu lokist og öryggisnet sem eru til staðar fyrir banka innan Evrópusambandsins geti ekki verndað katalónska banka.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira