Enginn vill tilnefna fulltrúa neytenda í verðlagsnefnd búvara Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. október 2017 06:00 Forystumenn launþega og neytenda hafa ekki áhuga á að eiga fulltrúa í verðlagsnefnd Búvara. mynd/lárus karl ingason Velferðarráðherra skipaði Þórólf Matthíasson hagfræðiprófessor og Dóru Siv Tynes í verðlagsnefnd búvöru í stað fulltrúa neytenda sem enginn vill tilnefna. Samkvæmt búvörulögum eiga ASÍ og BSRB að tilnefna sinn fulltrúann hvort. Hvorug samtakanna nýttu sér réttinn og féll það í skaut velferðarráðherra að tilnefna í þeirra stað. „ASÍ krafðist þess fyrir tveimur árum að þessi nefnd yrði lögð niður, enda væri starfsemi hennar tóm vitleysa,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og segir ASÍ ekki vilja ábyrgð á þessu kerfi. Greinin eigi að falla undir samkeppnislög eins og aðrar atvinnugreinar. „BSRB og ASÍ hættu að tilnefna fulltrúa í verðlagsnefnd þegar mjólkurframleiðendur ályktuðu á aðalfundi að gera breytingar á verðlagsnefndinni og ákveða sjálfir hvernig þeir verðlegðu sínar vörur,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. „Við verðum bara að treysta því að þarna séu neytendur inni því allir eru neytendur búvara,“ segir Elín, aðspurð hvort hún telji ekki slæmt að neytendur eigi ekki lengur fulltrúa í nefndinni. Neytendasamtökin eiga ekki tilnefningarrétt í nefndina og hafa ekki sóst eftir því að sögn Brynhildar Pétursdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að nefndin vinnur eftir fyrirfram gefnum forsendum sem nefndarmenn hafa lítið um að segja.“ Neytendasamtökin hafi oft hafa gagnrýnt landbúnaðarkerfið því ekki sé nægilegt tillit tekið til hagsmuna neytenda. Aðalhagfræðingur Viðskiptaráðs er nýskipaður formaður nefndarinnar, en Viðskiptaráð hefur gagnrýnt landbúnaðarkerfið harðlega á svipuðum forsendum og ASÍ, BSRB og Neytendasamtökin. Ólíkt samtökum launafólks og neytenda fagnar Viðskiptaráð hins vegar fjölbreyttri samsetningu nefndarinnar, að sögn Katrínar Olgu Jóhannesdóttur, formanns Viðskiptaráðs. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Gunnar Bragi og Sigmundur æfir vegna skipunar Þórólfs í verðlagsnefnd Tala um skipan Þórólfs sem stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina. 3. október 2017 16:29 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Velferðarráðherra skipaði Þórólf Matthíasson hagfræðiprófessor og Dóru Siv Tynes í verðlagsnefnd búvöru í stað fulltrúa neytenda sem enginn vill tilnefna. Samkvæmt búvörulögum eiga ASÍ og BSRB að tilnefna sinn fulltrúann hvort. Hvorug samtakanna nýttu sér réttinn og féll það í skaut velferðarráðherra að tilnefna í þeirra stað. „ASÍ krafðist þess fyrir tveimur árum að þessi nefnd yrði lögð niður, enda væri starfsemi hennar tóm vitleysa,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og segir ASÍ ekki vilja ábyrgð á þessu kerfi. Greinin eigi að falla undir samkeppnislög eins og aðrar atvinnugreinar. „BSRB og ASÍ hættu að tilnefna fulltrúa í verðlagsnefnd þegar mjólkurframleiðendur ályktuðu á aðalfundi að gera breytingar á verðlagsnefndinni og ákveða sjálfir hvernig þeir verðlegðu sínar vörur,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. „Við verðum bara að treysta því að þarna séu neytendur inni því allir eru neytendur búvara,“ segir Elín, aðspurð hvort hún telji ekki slæmt að neytendur eigi ekki lengur fulltrúa í nefndinni. Neytendasamtökin eiga ekki tilnefningarrétt í nefndina og hafa ekki sóst eftir því að sögn Brynhildar Pétursdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að nefndin vinnur eftir fyrirfram gefnum forsendum sem nefndarmenn hafa lítið um að segja.“ Neytendasamtökin hafi oft hafa gagnrýnt landbúnaðarkerfið því ekki sé nægilegt tillit tekið til hagsmuna neytenda. Aðalhagfræðingur Viðskiptaráðs er nýskipaður formaður nefndarinnar, en Viðskiptaráð hefur gagnrýnt landbúnaðarkerfið harðlega á svipuðum forsendum og ASÍ, BSRB og Neytendasamtökin. Ólíkt samtökum launafólks og neytenda fagnar Viðskiptaráð hins vegar fjölbreyttri samsetningu nefndarinnar, að sögn Katrínar Olgu Jóhannesdóttur, formanns Viðskiptaráðs.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Gunnar Bragi og Sigmundur æfir vegna skipunar Þórólfs í verðlagsnefnd Tala um skipan Þórólfs sem stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina. 3. október 2017 16:29 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Gunnar Bragi og Sigmundur æfir vegna skipunar Þórólfs í verðlagsnefnd Tala um skipan Þórólfs sem stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina. 3. október 2017 16:29