Markviss sókn til áhrifaleysis Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 5. október 2017 07:00 Forystumenn Samfylkingar og VG hafa undanfarna daga leikið upphafsleikina í þeirri stórsóknarfórn sem mun, ef allt gengur eftir, tryggja þeim áhrifaleysi í íslenskum stjórnmálum næstu fjögur árin. Þessir leikir eru annars vegar að flokkarnir bjóða fram hvor í sínu lagi og hins vegar yfirlýsingar um að þeir gangi óbundnir til kosninga. Frá 1930 hefur vinstri armur íslenskra stjórnmála ávallt gengið klofinn til kosninga. Hér fyrr á árum voru ákveðin málefnaleg rök fyrir þessum klofningi svo sem mismunandi afstaða manna og flokka í utanríkismálum en einnig greindi flokkana á um stóriðju. Hvorugt af þessu á við nú. Engum flokki myndi detta í hug að setja aðild að Evrópusambandinu í forgrunn á sinni stefnuskrá nema hann væri í alvarlegum sjálfsmorðshugleiðingum og stóriðjustefnan er að mestu dauð. Eini stóriðjukratinn sem eftir er heitir Steingrímur J. Sigfússon og er í VG. Þetta tvennt ætti því ekki að valda klofningi milli flokkanna. Undirritaður gerði því lauslega könnun á afstöðu flokkanna til þeirra mála sem helst brenna á öllum almenningi þessa dagana, heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum. Ekki gat ég fundið neitt það sem valdið gæti alvarlegum núningi milli þeirra, reyndar virtist meiri meiningarmunur innan flokkanna en þeirra á milli. Hér er því auglýst eftir þeim málefnum sem réttlæta að flokkarnir bjóði fram hvor í sínu lagi. Ég er handviss um að ritstjórar Fréttablaðsins myndu ljá forystumönnunum pláss undir útskýringar sínar. Ef málefnalegar ástæður fyrir aðskildum framboðum eru engar þá hljóta þær að vera djúpsálarlegar. Undirrituðum dettur helst í hug að forystumenn Samfylkingar og VG séu illa haldnir af arkefóbíu, sem þýða mætti sem valdafælni, að þeir geti ekki með nokkru móti hugsað sér að hafa völd og áhrif. Einnig kemur auðvitað til greina að þeir séu svo kurteisir að þeir geti ekki hugsað sér að trufla Sjálfstæðisflokkinn við að ausa skattpeningum í flokksgæðinga og sölsa undir sig almannaeigur. Ef sú er raunin ætti þetta góða fólk að fá sér aðra vinnu þar sem þessi kurteisi nýttist í starfi svo sem í veitingageiranum eða í vefnaðarvöruverslun. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Forystumenn Samfylkingar og VG hafa undanfarna daga leikið upphafsleikina í þeirri stórsóknarfórn sem mun, ef allt gengur eftir, tryggja þeim áhrifaleysi í íslenskum stjórnmálum næstu fjögur árin. Þessir leikir eru annars vegar að flokkarnir bjóða fram hvor í sínu lagi og hins vegar yfirlýsingar um að þeir gangi óbundnir til kosninga. Frá 1930 hefur vinstri armur íslenskra stjórnmála ávallt gengið klofinn til kosninga. Hér fyrr á árum voru ákveðin málefnaleg rök fyrir þessum klofningi svo sem mismunandi afstaða manna og flokka í utanríkismálum en einnig greindi flokkana á um stóriðju. Hvorugt af þessu á við nú. Engum flokki myndi detta í hug að setja aðild að Evrópusambandinu í forgrunn á sinni stefnuskrá nema hann væri í alvarlegum sjálfsmorðshugleiðingum og stóriðjustefnan er að mestu dauð. Eini stóriðjukratinn sem eftir er heitir Steingrímur J. Sigfússon og er í VG. Þetta tvennt ætti því ekki að valda klofningi milli flokkanna. Undirritaður gerði því lauslega könnun á afstöðu flokkanna til þeirra mála sem helst brenna á öllum almenningi þessa dagana, heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum. Ekki gat ég fundið neitt það sem valdið gæti alvarlegum núningi milli þeirra, reyndar virtist meiri meiningarmunur innan flokkanna en þeirra á milli. Hér er því auglýst eftir þeim málefnum sem réttlæta að flokkarnir bjóði fram hvor í sínu lagi. Ég er handviss um að ritstjórar Fréttablaðsins myndu ljá forystumönnunum pláss undir útskýringar sínar. Ef málefnalegar ástæður fyrir aðskildum framboðum eru engar þá hljóta þær að vera djúpsálarlegar. Undirrituðum dettur helst í hug að forystumenn Samfylkingar og VG séu illa haldnir af arkefóbíu, sem þýða mætti sem valdafælni, að þeir geti ekki með nokkru móti hugsað sér að hafa völd og áhrif. Einnig kemur auðvitað til greina að þeir séu svo kurteisir að þeir geti ekki hugsað sér að trufla Sjálfstæðisflokkinn við að ausa skattpeningum í flokksgæðinga og sölsa undir sig almannaeigur. Ef sú er raunin ætti þetta góða fólk að fá sér aðra vinnu þar sem þessi kurteisi nýttist í starfi svo sem í veitingageiranum eða í vefnaðarvöruverslun. Höfundur er kennari.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun