Ósanngjarn skattur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. október 2017 07:00 Stjórnmálamenn eiga að stuðla að fjárhagslegu sjálfstæði og öryggi einstaklinga og fjölskyldna. Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna er að hvetja ungt fólk til stíga skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði og að stuðla með því að fjölskyldur geti staðið á eigin fótum. Fjárhagslegt sjálfstæði til lengri tíma eykur öryggistilfinningu almennings og tryggir að einstaklingar og fjölskyldur eiga ekki allt sitt undir duttlungum og geðþótta stjórnmálamanna. Hið opinbera getur, án mikils tilkostnaðar eða beinna styrkja, komið til móts við almenning vegna fasteignakaupa með því að fella niður stimpilgjald af lánum. Stimpilgjaldið er ekkert annað en aukaskattur og kemur harðast niður á ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði með íbúðakaupum. Ég hef lagt fram frumvarp þess efnis að stimpilgjaldið verði fellt niður og mun gera það aftur að kosningum loknum. Nái frumvarpið fram að ganga mun það einfalda kerfið og minnka kostnað vegna íbúðarkaupa svo um munar. Frumvarpið nýtist jafnt þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og þeim sem vilja komast aftur inn á fasteignamarkaðinn. Þannig verður auðveldara fyrir alla að eignast íbúðarhúsnæði og stuðla þannig að fjárhagslegu sjálfstæði til lengri tíma. Einstaklingum ber nú almennt að greiða 0,8% stimpilgjald vegna kaupa á íbúðarhúsnæði en þó er veittur helmingsafsláttur þegar um fyrstu kaup er að ræða. Hlutfallið sjálft, 0,8%, er vissulega ekki hátt í stóra samhenginu. Fyrir einstakling sem tekur 25 milljóna króna lán nemur stimpilgjaldið 200 þúsund krónum svo tekið sé dæmi. Það er ekkert sem réttlætir þennan aukaskatt, sem hleypur á hundruðum þúsunda. Gjaldið er með öllu óþarft en fyrst og fremst ósanngjarnt. Verði frumvarpið að lögum mun gjaldið falla alfarið niður vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og undanþágan verður ekki bundin við fyrstu kaup. Stimpilgjald leiðir til hærra fasteignaverðs, dregur úr framboði og rýrir hlut kaupenda og seljenda. Það má ætla að afnám stimpilgjalds byggi undir heilbrigðari verðmyndun á húsnæðismarkaði. Ætla má að ríkið verði af um milljarði króna í tekjur falli gjaldið niður. Hér er því um beina skattalækkun að ræða. Að því sögðu má ítreka að stjórnmálamenn geta ekki og mega ekki horfa á hlutina eingöngu frá sjónarhorni ríkisins. Þeir eru til sem súpa hveljur yfir „tekjumissi“ ríkisins þegar hugmyndir um skattalækkanir eru lagðar fram. En stjórnmálamenn eru ekki kjörnir til að gæta hagsmuna ríkisins öllum stundum, heldur hagsmuna almennings. Stimpilgjaldið er tekið úr vösum almennings og fyrir meginþorra almennings skipta þessar upphæðir verulegu máli. Það er aldrei óábyrgt að horfa á hlutina út frá sjónarhorni skattgreiðandans. Í þessu tilviki aðallega ungs fólks sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Ég mun, hér eftir sem hingað til, beita mér fyrir hagsmunum þeirra. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn eiga að stuðla að fjárhagslegu sjálfstæði og öryggi einstaklinga og fjölskyldna. Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna er að hvetja ungt fólk til stíga skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði og að stuðla með því að fjölskyldur geti staðið á eigin fótum. Fjárhagslegt sjálfstæði til lengri tíma eykur öryggistilfinningu almennings og tryggir að einstaklingar og fjölskyldur eiga ekki allt sitt undir duttlungum og geðþótta stjórnmálamanna. Hið opinbera getur, án mikils tilkostnaðar eða beinna styrkja, komið til móts við almenning vegna fasteignakaupa með því að fella niður stimpilgjald af lánum. Stimpilgjaldið er ekkert annað en aukaskattur og kemur harðast niður á ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði með íbúðakaupum. Ég hef lagt fram frumvarp þess efnis að stimpilgjaldið verði fellt niður og mun gera það aftur að kosningum loknum. Nái frumvarpið fram að ganga mun það einfalda kerfið og minnka kostnað vegna íbúðarkaupa svo um munar. Frumvarpið nýtist jafnt þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og þeim sem vilja komast aftur inn á fasteignamarkaðinn. Þannig verður auðveldara fyrir alla að eignast íbúðarhúsnæði og stuðla þannig að fjárhagslegu sjálfstæði til lengri tíma. Einstaklingum ber nú almennt að greiða 0,8% stimpilgjald vegna kaupa á íbúðarhúsnæði en þó er veittur helmingsafsláttur þegar um fyrstu kaup er að ræða. Hlutfallið sjálft, 0,8%, er vissulega ekki hátt í stóra samhenginu. Fyrir einstakling sem tekur 25 milljóna króna lán nemur stimpilgjaldið 200 þúsund krónum svo tekið sé dæmi. Það er ekkert sem réttlætir þennan aukaskatt, sem hleypur á hundruðum þúsunda. Gjaldið er með öllu óþarft en fyrst og fremst ósanngjarnt. Verði frumvarpið að lögum mun gjaldið falla alfarið niður vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og undanþágan verður ekki bundin við fyrstu kaup. Stimpilgjald leiðir til hærra fasteignaverðs, dregur úr framboði og rýrir hlut kaupenda og seljenda. Það má ætla að afnám stimpilgjalds byggi undir heilbrigðari verðmyndun á húsnæðismarkaði. Ætla má að ríkið verði af um milljarði króna í tekjur falli gjaldið niður. Hér er því um beina skattalækkun að ræða. Að því sögðu má ítreka að stjórnmálamenn geta ekki og mega ekki horfa á hlutina eingöngu frá sjónarhorni ríkisins. Þeir eru til sem súpa hveljur yfir „tekjumissi“ ríkisins þegar hugmyndir um skattalækkanir eru lagðar fram. En stjórnmálamenn eru ekki kjörnir til að gæta hagsmuna ríkisins öllum stundum, heldur hagsmuna almennings. Stimpilgjaldið er tekið úr vösum almennings og fyrir meginþorra almennings skipta þessar upphæðir verulegu máli. Það er aldrei óábyrgt að horfa á hlutina út frá sjónarhorni skattgreiðandans. Í þessu tilviki aðallega ungs fólks sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Ég mun, hér eftir sem hingað til, beita mér fyrir hagsmunum þeirra. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun