Doktor segir fylgið geta færst mikið til á milli flokka Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2017 12:45 Það styttist í kosningar. Vísir/Vilhelm Nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir fylgi flokkanna geta tekið töluverðum breytingum fram að kosningum og þá sérstaklega vinstra megin við miðjuna. Þar hafi kjósendur úr fleiri flokkum að velja og rannsóknir sýni að þeir séu líka viljugri til að refsa flokkum en stuðningsmenn flokka hægra megin við miðjuna.Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis yrði töluverð breyting á samsetningu flokka á Alþingi ef kosið yrði í dag. Aðeins einn möguleiki yrði á myndun tveggja flokka stjórnar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins, sem sameiginlega fengju 35 þingmenn eins og þriggja flokka stjórn Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar. Einnig yrðu möguleikar á myndun annars konar stjórna. Eva H. Önnudóttir nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir landslagið á þingi geta breyst miðað við þessa könnun. „Það sem virðist vera að gerast núna er ákveðin pólarisering í flokkakerfinu. Þá á ég við stóraukið fylgi Vinstri grænna á meðan Sjálfstæðisflokkurinn heldur nokkurn veginn sínu en er kannski aðeins að minnka. Þannig að við sjáum þarna tvo flokka á sinn hvorum endanum,“ segir Eva.Eva H. Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Á sama tíma sé útlit fyrir að Björt framtíð og Viðreisn komi ekki fólki á þing en tveir nýir flokkar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins nái inn mönnum. Miðað við þessa niðurstöðu telur Eva meiri möguleika á að Vinstri græn veldu að fara í stjórn með Pírötum og Samfylkingu en með Sjálfstæðisflokknum þótt erfitt sé að spá fyrir um það nú. „En ég held að baklandið í kannski báðum flokkunum og sérstaklega hjá Vinstri grænum myndi ekki hugnast að þessir tveir flokkar yrðu saman í ríkisstjórn. Jafnvel þótt það sé mögulega eina tveggja flokka stjórnin. Þannig að mér finnst það frekar ólíklegt þótt maður viti ekki hvað gerist síðan,“ segir Eva. Samkvæmt kosningarannsóknum hefur flokkshollusta minnkað á undanförnum áratugum og enn er töluverður hópur óákveðinn og svo er kosningabaráttan öll fram undan, þannig að margt gæti breyst fram að kjördegi. „Já ég held sérstaklega á vinstri vængnum. Tölur sýna líka að það er meiri flokkshollusta á hægri vængnum. Þar eru líka færri flokkar um að velja. Á meðan þeir sem kjósa vinstri flokkanna eru minna flokkshollir. Þeir eru tilbúnari að refsa sínum flokkum og þeir hafa náttúrlega líka fleiri valkosti. Þannig að ég held að það geti orðið töluverð hreyfing út frá miðju til vinstri en kannski minna hinum megin við, það er hægra megin. Miðað við flokkshollustu og trygglyndi kjósendanna.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir fylgi flokkanna geta tekið töluverðum breytingum fram að kosningum og þá sérstaklega vinstra megin við miðjuna. Þar hafi kjósendur úr fleiri flokkum að velja og rannsóknir sýni að þeir séu líka viljugri til að refsa flokkum en stuðningsmenn flokka hægra megin við miðjuna.Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis yrði töluverð breyting á samsetningu flokka á Alþingi ef kosið yrði í dag. Aðeins einn möguleiki yrði á myndun tveggja flokka stjórnar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins, sem sameiginlega fengju 35 þingmenn eins og þriggja flokka stjórn Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar. Einnig yrðu möguleikar á myndun annars konar stjórna. Eva H. Önnudóttir nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir landslagið á þingi geta breyst miðað við þessa könnun. „Það sem virðist vera að gerast núna er ákveðin pólarisering í flokkakerfinu. Þá á ég við stóraukið fylgi Vinstri grænna á meðan Sjálfstæðisflokkurinn heldur nokkurn veginn sínu en er kannski aðeins að minnka. Þannig að við sjáum þarna tvo flokka á sinn hvorum endanum,“ segir Eva.Eva H. Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Á sama tíma sé útlit fyrir að Björt framtíð og Viðreisn komi ekki fólki á þing en tveir nýir flokkar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins nái inn mönnum. Miðað við þessa niðurstöðu telur Eva meiri möguleika á að Vinstri græn veldu að fara í stjórn með Pírötum og Samfylkingu en með Sjálfstæðisflokknum þótt erfitt sé að spá fyrir um það nú. „En ég held að baklandið í kannski báðum flokkunum og sérstaklega hjá Vinstri grænum myndi ekki hugnast að þessir tveir flokkar yrðu saman í ríkisstjórn. Jafnvel þótt það sé mögulega eina tveggja flokka stjórnin. Þannig að mér finnst það frekar ólíklegt þótt maður viti ekki hvað gerist síðan,“ segir Eva. Samkvæmt kosningarannsóknum hefur flokkshollusta minnkað á undanförnum áratugum og enn er töluverður hópur óákveðinn og svo er kosningabaráttan öll fram undan, þannig að margt gæti breyst fram að kjördegi. „Já ég held sérstaklega á vinstri vængnum. Tölur sýna líka að það er meiri flokkshollusta á hægri vængnum. Þar eru líka færri flokkar um að velja. Á meðan þeir sem kjósa vinstri flokkanna eru minna flokkshollir. Þeir eru tilbúnari að refsa sínum flokkum og þeir hafa náttúrlega líka fleiri valkosti. Þannig að ég held að það geti orðið töluverð hreyfing út frá miðju til vinstri en kannski minna hinum megin við, það er hægra megin. Miðað við flokkshollustu og trygglyndi kjósendanna.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30