Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. október 2017 02:30 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, við undirritun stjórnarsáttmála í janúar síðastliðnum. Vísir/Ernir Vinstrihreyfingin –grænt framboð yrði langstærsti flokkurinn á Alþingi ef kosið yrði nú, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Vinstri græn fengju tæplega 29 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn yrði næststærsti flokkurinn með rúmlega 22 prósent. Píratar og Samfylkingin yrðu nánast jafnstór, Píratar fengju rúmlega 11 prósent en Samfylkingin fengi tæplega 11 prósent. Þá fengi Miðflokkurinn tæplega 9 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins væru svo álíka stórir með tæplega 6 prósenta fylgi. Viðreisn fengi 3 prósent og Björt framtíð rétt innan við 3 prósent. Í könnuninni var fólk spurt hvaða flokk það kaus í síðustu kosningum. Vísbendingar eru um að stór hluti þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum hyggist kjósa Samfylkinguna núna. Ef þetta yrði niðurstaðan yrðu sjö flokkar með kjörna menn á Alþingi að loknum kosningum. Eina mögulega tveggja flokka stjórnin yrði mynduð af Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki kjörna þingmenn, Vinstri græn fengju tuttugu þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn fimmtán, Píratar fengju átta þingmenn, Samfylkingin sjö og Miðflokkurinn sex þingmenn. Þá fengi Flokkur fólksins fjóra þingmenn og Framsóknarflokkurinn þrjá. Hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var því 59,1 prósent og tók 62,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Um 9 prósent sögðust ekki kjósa eða ætla að skila auðu, 11 prósent sögðust vera óákveðin og tæplega 18 prósent svöruðu ekki spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Vinstrihreyfingin –grænt framboð yrði langstærsti flokkurinn á Alþingi ef kosið yrði nú, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Vinstri græn fengju tæplega 29 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn yrði næststærsti flokkurinn með rúmlega 22 prósent. Píratar og Samfylkingin yrðu nánast jafnstór, Píratar fengju rúmlega 11 prósent en Samfylkingin fengi tæplega 11 prósent. Þá fengi Miðflokkurinn tæplega 9 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins væru svo álíka stórir með tæplega 6 prósenta fylgi. Viðreisn fengi 3 prósent og Björt framtíð rétt innan við 3 prósent. Í könnuninni var fólk spurt hvaða flokk það kaus í síðustu kosningum. Vísbendingar eru um að stór hluti þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum hyggist kjósa Samfylkinguna núna. Ef þetta yrði niðurstaðan yrðu sjö flokkar með kjörna menn á Alþingi að loknum kosningum. Eina mögulega tveggja flokka stjórnin yrði mynduð af Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki kjörna þingmenn, Vinstri græn fengju tuttugu þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn fimmtán, Píratar fengju átta þingmenn, Samfylkingin sjö og Miðflokkurinn sex þingmenn. Þá fengi Flokkur fólksins fjóra þingmenn og Framsóknarflokkurinn þrjá. Hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var því 59,1 prósent og tók 62,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Um 9 prósent sögðust ekki kjósa eða ætla að skila auðu, 11 prósent sögðust vera óákveðin og tæplega 18 prósent svöruðu ekki spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira