Spennandi samstarf Bandaríkjanna og Rússa Björn Berg Gunnarsson skrifar 4. október 2017 07:00 Geimhöfn á braut um tunglið er á teikniborði NASA og rússnesku geimvísindastofnunarinnar Roscosmos. Slík aðstaða er sögð forsenda mannaðra geimferða til Mars og víðar auk þess sem framkvæmdir og rannsóknir á tunglinu verða fýsilegri. Vonir eru bundnar við að framkvæmdir geti hafist á fyrri hluta næsta áratugar. Þótt um afar ánægjulegar fréttir sé að ræða vekur tilkynningin um samstarf þessara fornu fjenda óneitanlega upp spurningar. Þrátt fyrir farsælt samstarf ríkjanna í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) undanfarna áratugi andar köldu milli ríkjanna þessa dagana og geimrannsóknir eru fjarri því í forgangi hjá leiðtogunum Trump og Putin.70% niðurskurður Útgjöld NASA hafa lítið breyst að raunvirði undanfarna þrjá áratugi en sem hlutfall af fjárlögum hafa þau stöðugt lækkað og verða á næsta ári um 0,4% útgjalda ríkisins. Rússar hafa skorið fjárfestingar til Roscosmos niður um tæp 70% frá því fyrir hina miklu lækkun olíuverðs um árið og hafa slegið meiriháttar verkefnum á borð við mannaðar tunglferðir og framkvæmdir á yfirborði tunglsins á frest. Fjárheimildir stofnunarinnar eru í dag einungis 12% af því sem NASA hefur úr að spila en árið 2014 stóð til að koma hlutfallinu fljótlega upp í 50%.Dýrasta geimverkefnið Ekkert hefur verið gefið út varðandi hugsanlegan kostnað við geimhöfnina en ljóst er að um langdýrasta geimverkefni sögunnar verður að ræða. Til samanburðar kostaði Apollo tunglferðaáætlunin á 7. og 8. áratugnum um 15.000 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag og ISS örlítið meira. Þrátt fyrir kostnaðinn við ISS er hún einungis 400 km frá jörðu en tunglið tæplega 1.000 sinnum lengra í burtu.Hlutverk einkaaðila Árleg útgjöld allra geimferðastofnana jarðar eru samtals um þriðjungur kostnaðarins við byggingu ISS og því hljótum við að spyrja okkur hver á að borga fyrir hina nýju geimhöfn við tunglið. Með því fyrsta sem NASA og Roscosmos hafa komið sér saman um er að samræma allar tæknilegar útfærslur þannig að fleiri geti komið að verkefninu og nýtt sér stöðina. Hver veit nema einkaaðilar á borð við Elon Musk og SpaceX geti komið að framkvæmdinni en þeim hefur tekist að draga umtalsvert úr kostnaði við minni háttar geimverkefni að undanförnu. Vissulega er ferð til sporbrautar tunglsins af allt annarri stærðargráðu en þjónusta við gervihnetti og geimstöðvar við jörðina en miðað við hversu vel hefur gengið er mikið hagsmunamál að einkaaðilar leiki stórt hlutverk í þessu spennandi samstarfsverkefni Rússa og Bandaríkjamanna.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Geimhöfn á braut um tunglið er á teikniborði NASA og rússnesku geimvísindastofnunarinnar Roscosmos. Slík aðstaða er sögð forsenda mannaðra geimferða til Mars og víðar auk þess sem framkvæmdir og rannsóknir á tunglinu verða fýsilegri. Vonir eru bundnar við að framkvæmdir geti hafist á fyrri hluta næsta áratugar. Þótt um afar ánægjulegar fréttir sé að ræða vekur tilkynningin um samstarf þessara fornu fjenda óneitanlega upp spurningar. Þrátt fyrir farsælt samstarf ríkjanna í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) undanfarna áratugi andar köldu milli ríkjanna þessa dagana og geimrannsóknir eru fjarri því í forgangi hjá leiðtogunum Trump og Putin.70% niðurskurður Útgjöld NASA hafa lítið breyst að raunvirði undanfarna þrjá áratugi en sem hlutfall af fjárlögum hafa þau stöðugt lækkað og verða á næsta ári um 0,4% útgjalda ríkisins. Rússar hafa skorið fjárfestingar til Roscosmos niður um tæp 70% frá því fyrir hina miklu lækkun olíuverðs um árið og hafa slegið meiriháttar verkefnum á borð við mannaðar tunglferðir og framkvæmdir á yfirborði tunglsins á frest. Fjárheimildir stofnunarinnar eru í dag einungis 12% af því sem NASA hefur úr að spila en árið 2014 stóð til að koma hlutfallinu fljótlega upp í 50%.Dýrasta geimverkefnið Ekkert hefur verið gefið út varðandi hugsanlegan kostnað við geimhöfnina en ljóst er að um langdýrasta geimverkefni sögunnar verður að ræða. Til samanburðar kostaði Apollo tunglferðaáætlunin á 7. og 8. áratugnum um 15.000 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag og ISS örlítið meira. Þrátt fyrir kostnaðinn við ISS er hún einungis 400 km frá jörðu en tunglið tæplega 1.000 sinnum lengra í burtu.Hlutverk einkaaðila Árleg útgjöld allra geimferðastofnana jarðar eru samtals um þriðjungur kostnaðarins við byggingu ISS og því hljótum við að spyrja okkur hver á að borga fyrir hina nýju geimhöfn við tunglið. Með því fyrsta sem NASA og Roscosmos hafa komið sér saman um er að samræma allar tæknilegar útfærslur þannig að fleiri geti komið að verkefninu og nýtt sér stöðina. Hver veit nema einkaaðilar á borð við Elon Musk og SpaceX geti komið að framkvæmdinni en þeim hefur tekist að draga umtalsvert úr kostnaði við minni háttar geimverkefni að undanförnu. Vissulega er ferð til sporbrautar tunglsins af allt annarri stærðargráðu en þjónusta við gervihnetti og geimstöðvar við jörðina en miðað við hversu vel hefur gengið er mikið hagsmunamál að einkaaðilar leiki stórt hlutverk í þessu spennandi samstarfsverkefni Rússa og Bandaríkjamanna.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar