Tom Petty látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. október 2017 05:52 Tom Petty kom fram allt til síðasta dags. Hér er hann á sviði í Kaliforníu fyrir um tveimur vikum síðan. Tónlistarmaðurinn Tom Petty er látinn, 66 ára að aldri. Banamein hans var hjartaáfall. Petty fannst meðvitundarlaus á heimili sínu í Los Angeles og var hann fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést skömmu síðar. Greint var frá því í gærkvöldi að hann væri þungt haldinn og að einhverjir miðlar hefðu hlaupið á sig með andlátstilkynninguna.Í yfirlýsingu á vefsíðu söngvarans, undirritaðri af umboðsmanni hans og fjölskyldu, er greint frá fráfalli hans. Er það sagt að hann hafi látist klukkan 20:40 að staðartíma, klukkan 03:40 að íslenskum, í faðmi fjölskyldu, hljómsveitarmeðlima og vina. Tilkynninguna má sjá hér að neðan.Andlátstilkynningin á vef söngvarans.tompetty.comFerill Petty spannaði nokkra áratugi, en hann rataði fyrst í sviðsljósið þegar hann kom fram með bandinu The Heartbreakers á sjöunda áratug síðustu aldar. Á meðal þekktustu laga hans eru Free Fallin´, I Won´t Back Down, Don´t do me like that og Learning to fly. Tom Petty & The Heartbreakers sendu frá sér sína fyrstu plötu árið 1976 og störfuðu saman næstu fjóra áratugina. Petty spilaði á sínum síðustu tónleikum fyrir viku í Hollywood Bowl en þar hafði selst upp á þrennum tónleikum sveitarinnar til að fagna fjörutíu ára starfsafmæli hennar. Afmælistónleikaferð sveitarinnar taldi 53 tónleika í 24 ríkjum Bandaríkjanna. Petty starfaði einn um tíma og þá var hann einni í súpergrúppunni Travelling Wilburys ásamt Bob Dylan, George Harrison, Roy Orbison og Jeff Lynne. Tengdar fréttir Tom Petty þungt haldinn Fannst meðvitundarlaus á heimili sínu. 2. október 2017 20:21 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Tom Petty er látinn, 66 ára að aldri. Banamein hans var hjartaáfall. Petty fannst meðvitundarlaus á heimili sínu í Los Angeles og var hann fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést skömmu síðar. Greint var frá því í gærkvöldi að hann væri þungt haldinn og að einhverjir miðlar hefðu hlaupið á sig með andlátstilkynninguna.Í yfirlýsingu á vefsíðu söngvarans, undirritaðri af umboðsmanni hans og fjölskyldu, er greint frá fráfalli hans. Er það sagt að hann hafi látist klukkan 20:40 að staðartíma, klukkan 03:40 að íslenskum, í faðmi fjölskyldu, hljómsveitarmeðlima og vina. Tilkynninguna má sjá hér að neðan.Andlátstilkynningin á vef söngvarans.tompetty.comFerill Petty spannaði nokkra áratugi, en hann rataði fyrst í sviðsljósið þegar hann kom fram með bandinu The Heartbreakers á sjöunda áratug síðustu aldar. Á meðal þekktustu laga hans eru Free Fallin´, I Won´t Back Down, Don´t do me like that og Learning to fly. Tom Petty & The Heartbreakers sendu frá sér sína fyrstu plötu árið 1976 og störfuðu saman næstu fjóra áratugina. Petty spilaði á sínum síðustu tónleikum fyrir viku í Hollywood Bowl en þar hafði selst upp á þrennum tónleikum sveitarinnar til að fagna fjörutíu ára starfsafmæli hennar. Afmælistónleikaferð sveitarinnar taldi 53 tónleika í 24 ríkjum Bandaríkjanna. Petty starfaði einn um tíma og þá var hann einni í súpergrúppunni Travelling Wilburys ásamt Bob Dylan, George Harrison, Roy Orbison og Jeff Lynne.
Tengdar fréttir Tom Petty þungt haldinn Fannst meðvitundarlaus á heimili sínu. 2. október 2017 20:21 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira