Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2017 23:50 Metanísblöðin mynda hrjúft yfirborð á Plútó. NASA/JHUAPL/SwRI Þegar könnunarfarið New Horizons þaut fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó fyrir tveimur árum vöktu risavaxnar ísmyndanir sem líkjast hnífsblöðum athygli vísindamanna. Hópur þeirra telur nú að þurrgufun metaníss myndi þessi sérstöku fyrirbæri. Ísblöðin fundust á hálendustu svæðum Plútós, nærri miðbaug hans. Þau geta orðið eins há og skýjakljúfar, að því er kemur fram í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Þessir ísturnar vöktu fjölda spurninga hjá vísindamönnum, þar á meðal hvers vegna ísinn myndar svo svakaleg blöð frekar en að leggjast flatur yfir yfirborðið. Merki um virkari jarðfræði en menn áttu von áSkýringin sem hópur vísindamanna undir forystu Jeffrey Moore hjá Ames-rannsóknarmiðstöð NASA fann er breytileiki í loftslagi Plútós. Myndunin hefst þegar metan í þunnum lofthjúpnum frýs á hálendissvæðum líkt og þegar vatn myndar snjó og ís á jörðinni. Moore segir að þegar hlýnar í veðri á Plútó geti metanið byrjað að gufa upp. Það breytist beint úr ís í gas með svonefndri þurrgufun. Þá verða til þessi blöð metaníss sem skaga hátt upp í loftið. Sambærilegar myndanir eiga sér stað á hálendissvæðum nærri miðbaug jarðar en mun minni. Þar veldur þurrgufun íss því að nokkurra metra há ísblöð myndast. Ísblöðin sem myndast á Chajnantor-sléttunni í Síle eru dvergvaxinn í samanburði við metanísblöðin á Plútó.Wikimedia Commons/ESO Sé þessi skýring á rökum reist bendir það til þess að lofthjúpur og yfirborð Plútós sé mun virkara en vísindamenn höfðu talið. Kenningin hjálpar vísindamönnum einnig að kortleggja Plútó betur. Þegar New Horizons flaug fram hjá í ágúst 2015 náði geimfarið aðeins háskerpumyndum af annarri hlið Plútós. Í ljósi þess að vísindamönnunum hefur nú tekist að tengja metanís við hálendissvæði á dvergreikistjörnunni geta þeir notað staðsetningu þess á yfirborðinu til að gera hæðarkort af þeim svæðum sem geimfarið náði ekki að gera nákvæmar mælingar á. Vísindi Plútó Geimurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Þegar könnunarfarið New Horizons þaut fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó fyrir tveimur árum vöktu risavaxnar ísmyndanir sem líkjast hnífsblöðum athygli vísindamanna. Hópur þeirra telur nú að þurrgufun metaníss myndi þessi sérstöku fyrirbæri. Ísblöðin fundust á hálendustu svæðum Plútós, nærri miðbaug hans. Þau geta orðið eins há og skýjakljúfar, að því er kemur fram í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Þessir ísturnar vöktu fjölda spurninga hjá vísindamönnum, þar á meðal hvers vegna ísinn myndar svo svakaleg blöð frekar en að leggjast flatur yfir yfirborðið. Merki um virkari jarðfræði en menn áttu von áSkýringin sem hópur vísindamanna undir forystu Jeffrey Moore hjá Ames-rannsóknarmiðstöð NASA fann er breytileiki í loftslagi Plútós. Myndunin hefst þegar metan í þunnum lofthjúpnum frýs á hálendissvæðum líkt og þegar vatn myndar snjó og ís á jörðinni. Moore segir að þegar hlýnar í veðri á Plútó geti metanið byrjað að gufa upp. Það breytist beint úr ís í gas með svonefndri þurrgufun. Þá verða til þessi blöð metaníss sem skaga hátt upp í loftið. Sambærilegar myndanir eiga sér stað á hálendissvæðum nærri miðbaug jarðar en mun minni. Þar veldur þurrgufun íss því að nokkurra metra há ísblöð myndast. Ísblöðin sem myndast á Chajnantor-sléttunni í Síle eru dvergvaxinn í samanburði við metanísblöðin á Plútó.Wikimedia Commons/ESO Sé þessi skýring á rökum reist bendir það til þess að lofthjúpur og yfirborð Plútós sé mun virkara en vísindamenn höfðu talið. Kenningin hjálpar vísindamönnum einnig að kortleggja Plútó betur. Þegar New Horizons flaug fram hjá í ágúst 2015 náði geimfarið aðeins háskerpumyndum af annarri hlið Plútós. Í ljósi þess að vísindamönnunum hefur nú tekist að tengja metanís við hálendissvæði á dvergreikistjörnunni geta þeir notað staðsetningu þess á yfirborðinu til að gera hæðarkort af þeim svæðum sem geimfarið náði ekki að gera nákvæmar mælingar á.
Vísindi Plútó Geimurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira