Verkfallið er hugsað sem mótmæli við hörð og ofbeldisfull viðbrögð lögreglu í tengslum við kosningarnar á sunnudaginn þar sem Katalóníubúar kusu sjálfsstæði frá Spáni.
Forráðamenn Barcelona sendu frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að allt verði lokað hjá félaginu á morgun og leikmenn munu því ekki æfa. Stór hluti leikmanna liðsins er þó farinn til móts við landslið sín þar sem framundan eru síðustu leikirnir í undankeppni HM 2018.
FC Barcelona joins the country wide strike called for by Table for Democracy and therefore the Club will be closed tomorrow.
— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 2, 2017
None of the professional teams or the youth teams at FC Barcelona will train tomorrow at the Ciutat Esportiva.
— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 2, 2017
Þeir sem boðuðu verkfallið hafa fordæmt viðbrögð lögreglunnar sem reyndi að koma í veg fyrir að kjósendur kæmust á kjörstað.
Barcelona spilaði leikinn sinn í gær fyrir luktum dyrum þar sem spænska knattspyrnusambandið leyfði ekki að leiknum yrði frestað þrátt fyrir ástandið í borginni.