Að kjósa þenslu Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. október 2017 06:00 Hversu stór hluti kjósenda verðlaunar ábyrga hagstjórn og hversu margir kjósendur fara í vegið hagsmunamat á valkostum í aðdraganda kosninga? Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýstu andstöðu við fjárlagafrumvarpið þegar það kom fram fyrr í haust. Þorsteinn Pálsson, einn af helstu áhrifamönnum Viðreisnar, túlkaði andstöðuna þannig í sjónvarpsviðtali á Hringbraut á dögunum að fjárlagafrumvarpið hefði líklega ekki notið meirihlutastuðnings. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi þannig verið búnir að ákveða að fella fjárlagafrumvarpið og þar með ríkisstjórnarsamstarfið fyrir jól. Þessi greining á stöðu mála er langsótt. Í fyrsta lagi lá ekkert fyrir um andstöðu við fjárlagafrumvarpið nema í viðtölum einstakra þingmanna við fjölmiðla. Í öðru lagi verður að teljast líklegt að frumvarpinu hefði verið breytt í meðförum þingsins ef það stefndi í að það nyti ekki stuðnings meirihlutans. Hins vegar hafa þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem lýstu andstöðu við fjárlagafrumvarpið og þeir sem hafa kallað eftir skattalækkunum í núverandi efnahagsárferði í raun lýst því yfir að þeir ætli ekki að standa vörð um þann fjármálastöðugleika sem er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að hafa íslenska krónu sem gjaldmiðil í hagkerfi sem er laust úr viðjum fjármagnshafta. Í raun var fjárlagafrumvarpið besta þingmálið sem fráfarandi ríkisstjórn lagði fram á stuttum starfstíma sínum. Frumvarpið hljóðar upp á 44 milljarða króna afgang og var í samræmi við athugasemdir og tilmæli Seðlabanka Íslands og alþjóðlegra stofnana eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Hagvöxtur hér á landi var 7,2 prósent í fyrra sem er meiri hagvöxtur en í nokkru öðru OECD-ríki. Hagvöxturinn var 4,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það hefði verið glórulaus hagstjórn og fullkomlega ábyrgðarlaust að lækka skatta við þessar aðstæður enda hefði slík aðgerð ýtt enn frekar undir þenslu í hagkerfinu. Margir flokkanna sem bjóða fram hafa boðað stóraukin ríkisútgjöld. Aukin útgjöld ríkisins ýta undir þenslu og verðbólgu. Nýleg löggjöf um opinber fjármál mun girða fyrir að flokkarnir sem verða í næstu ríkisstjórn geti hagað ríkisfjármálastefnunni eftir hentisemi og virt að vettugi leiðarvísa ábyrgrar hagstjórnar. Engu að síður er ástæða til að hafa áhyggjur. Málamiðlanir til að tryggja starfhæfa ríkisstjórn í fjölflokkakerfinu gætu reynst kostnaðarsamar fyrir skattgreiðendur og sett efnahagslegan stöðugleika í uppnám. Fylgisþróun flokkanna í skoðanakönnunum veitir vísbendingar um að ríkisfjármálastefnan sé ekki ofarlega í hugum kjósenda. Óháð stuðningi við einstaka flokka er mikilvægt að kjósendur geri sér grein fyrir að atkvæði með auknum ríkisútgjöldum mun til lengri tíma ýta undir óstöðugleika í hagkerfinu hér á landi og veikja þá vinnu sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum til að styrkja umgjörð peningastefnunnar. Án ábyrgrar stefnu í ríkisfjármálum verður aldrei hægt að treysta stoðir velferðarkerfisins til langframa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hversu stór hluti kjósenda verðlaunar ábyrga hagstjórn og hversu margir kjósendur fara í vegið hagsmunamat á valkostum í aðdraganda kosninga? Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýstu andstöðu við fjárlagafrumvarpið þegar það kom fram fyrr í haust. Þorsteinn Pálsson, einn af helstu áhrifamönnum Viðreisnar, túlkaði andstöðuna þannig í sjónvarpsviðtali á Hringbraut á dögunum að fjárlagafrumvarpið hefði líklega ekki notið meirihlutastuðnings. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi þannig verið búnir að ákveða að fella fjárlagafrumvarpið og þar með ríkisstjórnarsamstarfið fyrir jól. Þessi greining á stöðu mála er langsótt. Í fyrsta lagi lá ekkert fyrir um andstöðu við fjárlagafrumvarpið nema í viðtölum einstakra þingmanna við fjölmiðla. Í öðru lagi verður að teljast líklegt að frumvarpinu hefði verið breytt í meðförum þingsins ef það stefndi í að það nyti ekki stuðnings meirihlutans. Hins vegar hafa þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem lýstu andstöðu við fjárlagafrumvarpið og þeir sem hafa kallað eftir skattalækkunum í núverandi efnahagsárferði í raun lýst því yfir að þeir ætli ekki að standa vörð um þann fjármálastöðugleika sem er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að hafa íslenska krónu sem gjaldmiðil í hagkerfi sem er laust úr viðjum fjármagnshafta. Í raun var fjárlagafrumvarpið besta þingmálið sem fráfarandi ríkisstjórn lagði fram á stuttum starfstíma sínum. Frumvarpið hljóðar upp á 44 milljarða króna afgang og var í samræmi við athugasemdir og tilmæli Seðlabanka Íslands og alþjóðlegra stofnana eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Hagvöxtur hér á landi var 7,2 prósent í fyrra sem er meiri hagvöxtur en í nokkru öðru OECD-ríki. Hagvöxturinn var 4,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það hefði verið glórulaus hagstjórn og fullkomlega ábyrgðarlaust að lækka skatta við þessar aðstæður enda hefði slík aðgerð ýtt enn frekar undir þenslu í hagkerfinu. Margir flokkanna sem bjóða fram hafa boðað stóraukin ríkisútgjöld. Aukin útgjöld ríkisins ýta undir þenslu og verðbólgu. Nýleg löggjöf um opinber fjármál mun girða fyrir að flokkarnir sem verða í næstu ríkisstjórn geti hagað ríkisfjármálastefnunni eftir hentisemi og virt að vettugi leiðarvísa ábyrgrar hagstjórnar. Engu að síður er ástæða til að hafa áhyggjur. Málamiðlanir til að tryggja starfhæfa ríkisstjórn í fjölflokkakerfinu gætu reynst kostnaðarsamar fyrir skattgreiðendur og sett efnahagslegan stöðugleika í uppnám. Fylgisþróun flokkanna í skoðanakönnunum veitir vísbendingar um að ríkisfjármálastefnan sé ekki ofarlega í hugum kjósenda. Óháð stuðningi við einstaka flokka er mikilvægt að kjósendur geri sér grein fyrir að atkvæði með auknum ríkisútgjöldum mun til lengri tíma ýta undir óstöðugleika í hagkerfinu hér á landi og veikja þá vinnu sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum til að styrkja umgjörð peningastefnunnar. Án ábyrgrar stefnu í ríkisfjármálum verður aldrei hægt að treysta stoðir velferðarkerfisins til langframa.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun