Erlent

Átök í Katalóníu

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar á götum Barcelona.
Lögregluþjónar á götum Barcelona. Vísir/AFP
Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, hefur fordæmt aðgerðir lögreglunnar í héraðinu og segir beitingu ofbeldis vera óréttlætanlega. Yfirvöld á Spáni hafa heitið því að koma í veg fyrir kosningu um sjálfstæði Katalóníu og hefur stjórnarskrárréttur Spánar sagt atkvæðagreiðsluna vera ólöglega. Þúsundir lögregluþjóna hafa verið sendir til héraðsins þar sem þeir reyna að koma í veg fyrir kosninguna og til átaka hefur komið á milli lögreglu og íbúa.

Minnst ellefu lögregluþjónar og 337 mótmælendur eru særðir. (Uppfært 13:35. Áður var tala særðra mótmælenda 91)

Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, kennir Puigdemont um atburði dagsins og segir þá óskiljanlega. Yfirvöld hafa skora á Katalóna að hæta við atkvæðagreiðsluna sem þeir kalla „farsa“. Borgarstjóri Barcelona, Ada Colau, sagði á Twitter í dag að forseti ríkisstjórnar heigla hefði fyllt borgina af lögregluþjónum.



Lögregluþjónar í óeirðarbúningum hafa skotið gúmmískotum að mótmælendum og barið þá með kylfum. Myndbönd af átökunum fara eins og eldur um sinu á internetinu. Lögreglan á Spáni hefur einnig tíst um átökin og segir lögregluþjóna vera að verjast ógnunum og áreiti á meðan þeir sinni störfum sínum og framfylgi lögunum.

Sjá má myndir frá átökunum í Barcelona hér.


Tengdar fréttir

Mikil spenna á Spáni

Íbúar Katalóníu setja stefnuna á kjörklefa á morgun til að greiða atkvæði um sjálfstæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×