Körfubolti

Sögulega lélegt hjá Phoenix í nótt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Derrick Jones Jr., leikmaður Phoenix, var gráti næst eftir leikinn í nótt.
Derrick Jones Jr., leikmaður Phoenix, var gráti næst eftir leikinn í nótt. vísir/getty
Það var engin spenna í leik Phoenix Suns og Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í nótt. Portland var margfalt sterkari aðilinn og vann 48 stiga sigur, 76-124.

Þetta er versta tap nokkurs liðs í fyrsta leik í sögu NBA. Þetta var jafnframt versta tap í 49 ára sögu Phoenix.

„Það verður erfitt fyrir mig að sofa í nótt,“ sagði Devin Booker sem skoraði 12 stig fyrir Phoenix. Þjálfari liðsins, Earl Watson, sagði að sínir menn hefðu verið rassskelltir.

Gestirnir frá Portland höfðu mikla yfirburði á öllum sviðum leiksins. Þeir unnu frákastabaráttuna 74-45 og voru með 58,3% þriggja stiga nýtingu, samanborið við aðeins 25,9% hjá Phoenix.

Portland vantaði aðeins tvö stig til að jafna stærsta sigur í sögu félagsins. Portland vann þá 129-79 sigur á Cleveland Cavaliers í nóvember 1982.

Phoenix vann aðeins 24 leiki á síðasta tímabili, næstfæsta í NBA, og miðað við frammistöðuna í nótt mun sigrunum í ár ekki fjölga.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×