Shadow of War: Skemmtigarðurinn Mordor Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2017 08:30 Það er alltaf stuð í Mordor. WB Games Hvern hefði grunað að það væri svona gaman að vera umkringdur af orkum og alls konar kvikindum í miðju yfirráðasvæði hins illa drottnara Sauron, erkifjanda Aragorn og félaga úr Lord of the Rings bókunum? Jú, öllum/flestum þeim sem hafa spilað Middle Earth: Shadow of Mordor, sem sló óvænt í gegn árið 2014. Framhald hans Middle Earth: Shadow of War er nú kominn út og þeir Talion og Celebrimbor hafa engu gleymt. Þeir eru reiðir og ætla sér að gera aðra tilraun við að ganga frá Sauron. Eins og síðast er Nemesis-kerfið svokallaða helsti styrkur leiksins en það hefur verið verulega betrumbætt og útvíkkað. Það er nánast endalaust mikið um að vera í Mordor og Eftir að hafa spilað í rúma 34 tíma er ég búinn með söguna en samt ekki, því mér sýnist að nóg sé fyrir stefni. Mögulega er ég ekki hálfnaður. Verkefnin eru endalaus og það er allt of auðvelt að gleyma sér og fara að leika sér við að hrekkja (og myrða) orka, uruk-a og olog-hai-a. Það er meira að segja hægt að fara á drekaveiðar, góma þá og fljúga þeim og myrða orka, uruk-a og Olog-hai-a á drekabaki. Það er mjög gaman. Kvikindi Mordor eru þó mun fleiri en það sem búið er að nefna hér að ofan.Ég hef ekki tölu á því hve oft ég hef sagt: „Ohhh. Geggjað“ við engan nema sjálfan mig þegar Shadow of War kemur mér skemmtilega á óvart. Ein af mínum eftirminnilegustu orrustum var árásin á virkið Serogost. Árásin sjálf gekk eins og í sögu. Hins vegar gekk verr að ganga frá uruk-anum sem drottnaði yfir virkinu og bandamönnum hans. Eftir þó nokkuð langan bardaga vorum við báðir alveg að deyja þegar ég fékk högg sem ég átti að verjast. Talion var komin á hnéin og von var á náðarhögginu þegar Fjallið kom mér óvænt til bjargar. Ekki Hafþór heldur þessi dýrindis olog-hai sem heitir Ur-Edin The Mountain. Hann stökk fram fyrir mig eins og þruma úr heiðskíru lofti og hvorki meira né minna en reif hausinn af drottnara virkisins og kom mér til bjargar. Að sjálfsöðgu gerði ég hann að drottnara virkisins eftir það. Eitt sinn rakst ég á Uruk sem hét því skemmtilega nafni Glúk The Crazy. Ég sigraði hann í orrustu og lét hann ganga til liðs við her minn. Þegar hann hljóp í burtu heyrði ég hann segja: “Úúú. Kexkaka búin til úr borðum. Gjörðu svo vel. Sestu niður”. Það má með sanni segja að Glúk Hinn brjálaði sé svo sannarlega brjálaður.Eineltisvandi í landi skuggannaEftir að hafa reynt tvisvar sinnum að drep tiltekinn drullusokk og taka af honum virki og tvisvar sinnum mistekist sagði Celbrimbor: „Næst ættum við að...“ og stoppaði Talion hann og sagði: „Ekki. Bara Ekki.“ Það fangaði hugarástand mitt fullkomlega. Svo stríddi helvítið mér alltaf þegar ég kom skríðandi aftur til að reyna að drepa hann. En eins og vitrir menn segja: Allt er þegar þrennt er. Það er samt lygi. Ég þurfti fjórar tilraunir til að drepa hann (Þriðja tilraunin telst ekki með, Alt-F4). Þá hafði ég skoðað þá örfáu veikleika sem hann hafði og útvegað mér vopn og fylgisveina sem nýttu þá veikleika. Þá gekk þetta loksins en samt ekki vandræðalaust. Þetta er það sem hið frábæra Nemesis-kerfi gerir. Það skapar skemmtilegar sögur innan leiksins. Það gerir samskipti við óvini Talion skemmtileg og gerir hverja spilun öðruvísi. Hver óvinur hefur mismunandi persónuleika og útlit, styrkleika og veikleika. Þá læra óvinir manns að bregðast við og því er ekki hægt að treysta eingöngu á eitt bragð. Aðrir leikjaframleiðendur mættu taka sér þetta kerfi til fyrirmyndar.Bardagakerfið er eins og Nemesis-kerfið. Í raun það sama og í Shadow of Mordor en það hefur verið uppfært og bætt við það. á köflum finnst manni jafnvel eins og það sé aðeins of mikið um að vera í bardögum. Talion þarf að safna upp höggum á óvini og passa sig á að fá ekki högg á sig til þess að beita sérstökum kröftum til að ganga frá óvinum sínum eða fá þá til að ganga til liðs við sig. Svei mér þá ef Talion og Batma í Arkham-seríunni voru ekki með sama þjálfara. Stærsti kostur Shadow of War er án efa það að hann er einfaldlega mjög skemmtilegur. Jafnvel þó maður þurfi að „grinde-a“ aðeins. Sagan er svo sem áhugaverð fyrir þá sem hafa áhuga á Lord of The Rings, en hún fyllir upp í söguna á milli Hobbitans og þríleiksins. Það er þó farið heldur frjálslega með sögur Tolkien og ég get ekki ímyndað mér að hann væri sáttur við þetta. Það eru nokkrir hlutir sögunnar sem fylla frjálslega upp í Hringadrottinssöguna og þá sérstaklega þegar kemur að Nazgûl-unum. Leikurinn lítur vel út. Ég spilaði hann bæði í PC og í PS4 og það er engu hægt að kvarta yfir þar. Hljóð leiksins er einnig flott og sömuleiðis er talsetningin mjög vel gerð og skemmtileg. Þó á köflum er einhverjir orkar sem tala ekki „orkalega“ ef svo má að orði komast. Ég held ég hafi þó ekki enn heyrt sömu röddina tvisvar frá mismunandi orkum, sem er nokkuð magnað.Það er allt stærra og meira. Nemesis-kerfið, bardagakerfið og svæði leiksins. Þau eru fimm að þessu sinni og öll stærri en tvö svæði Shadow of Mordor. Á hverju svæði er virki sem Talion þarf að hertaka og svei mér þá ef þær orrustur eru ekki meðal hápunkta leiksins. Þær geta verið þrusustuð. Þá þarf Talion að sanka að sér fylgjendum til að taka virkin og drepa verjendurna. Helst áður en árásin er gerð, því þá er hún auðveldari.Að kaupa eða ekki kaupa Þá komum við að göllum leiksins. Þeir eru ekkert allt of margir og þeir eru ekki í neinni sérstakri röð hjá mér. Það hefði mátt fínpúss klifur-kerfi leiksins aðeins betur. Mér fannst það koma leiðinlega oft fyrir að ég stóð fastur upp á hjólbörum eða einhverju drasli á meðan ég var umkringdur orkum sem voru að berja mig í döðlur. Sömuleiðis getur myndavélin farið illa með mann þegar það er mikið um að vera hjá Talion. Þegar heill haugur af orkum, olog-haium og jafnvel Nazgûlum umkringja hann getur það farið í taugarnar á manni að sjá ekki almennilega hvað sé um að vera. Stundum er inventory-kerfi leiksins leiðinlega flókið og umfangsmikið. En þetta er kannski bara væl. Það eru fjölmörg sett af brynjum, skikkjum og vopnum og hverju einasta fylgir nokkur verkefni. Hægt er að ná ákveðnum skilyrðum til að til dæmis til að láta vopn gera meiri skaða, brynjur vera öflugari og koll af kolli. Þetta verður stundum of mikið. Versti galli leiksins er samt stór og mikill í seinni hluta leiksins. Þá reyna WB Games eftir fremsta megni að selja spilurum svokölluð Loot Boxes. Þau innihalda betri orka í her Talion, betri vopn og svo framleiðis. Það er vel hægt að komast af án þess að eyða peningum, en tilvist markaðarins innan leiksins fer óheyrilega mikið í taugarnar á mér. Það er í raun tvennt sem spilarar geta gert. Það er að „grinda“, verja miklum tíma í að leysa þrautir og verkefni og myrða orka út og suður, til að safna xp, orkum og öðru. Eða eyða peningum í að kaupa xp, orka og annað. Þessu er stillt þannig upp að einungis tvennt kemur til greina. Það hjálpar þó til að það er svo sem ekkert sérstaklega leiðinlegt að grinda í Shadow of War, vegna Nemesis-kerfisins.Samantekt-ish Yfir heildina litið þá skemmti ég mér konunglega yfir Shadow of War. Spilun leiksins er frábær og það er mjög erfitt að láta sér leiðast í Mordor. Þetta er mjög góður framhaldsleikur þar sem það góða við fyrri leikinn hefur verið betrumbætt, útvíkað og er bara betra. Framleiðendum leiksins tóst að fylgja sömu gömlu formúlunni á öllum bestu stöðunum. Fyrir utan það að reyna að fá mann til að eyða meiri peningum, sem er eiginlega bara dónaskapur. Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Shadow of Mordor með bestu byrjun allra Lord of the rings leikja Þrátt fyrir það heldur FIFA 15 efsta sætinu á topplista Bretlands. 7. október 2014 13:40 Shadow of Mordor: Líf og fjör í landi skugganna Að spila leikinn Middle Earth: Shadow of Mordor er fyrst og fremst mikil skemmtun. 11. október 2014 12:30 GameTíví: Heimsækja ævintýralandið Mordor Þau Óli, Donna og Tryggvi heimsóttu Mordor nú nýverið og spiluðu leikinn Middle Earth: Shadow of War. 20. október 2017 19:22 GameTíví: Shadow of Mordor stórskemmtilegur GameTíví bræður eru mættir aftur. Hér taka þeir fyrir Shadow of Mordor og Óli ætlar að krydda dóminn með leikþætti sem Sverri þykir ekki mikið til koma. 4. nóvember 2014 12:17 Shadow of War bætir hið frábæra Nemesis-kerfi Það er líka dreki í myndbandinu, sem hægt er að hoppa á bakið á og nota til að brenna orka í tugatali. 8. mars 2017 15:45 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Hvern hefði grunað að það væri svona gaman að vera umkringdur af orkum og alls konar kvikindum í miðju yfirráðasvæði hins illa drottnara Sauron, erkifjanda Aragorn og félaga úr Lord of the Rings bókunum? Jú, öllum/flestum þeim sem hafa spilað Middle Earth: Shadow of Mordor, sem sló óvænt í gegn árið 2014. Framhald hans Middle Earth: Shadow of War er nú kominn út og þeir Talion og Celebrimbor hafa engu gleymt. Þeir eru reiðir og ætla sér að gera aðra tilraun við að ganga frá Sauron. Eins og síðast er Nemesis-kerfið svokallaða helsti styrkur leiksins en það hefur verið verulega betrumbætt og útvíkkað. Það er nánast endalaust mikið um að vera í Mordor og Eftir að hafa spilað í rúma 34 tíma er ég búinn með söguna en samt ekki, því mér sýnist að nóg sé fyrir stefni. Mögulega er ég ekki hálfnaður. Verkefnin eru endalaus og það er allt of auðvelt að gleyma sér og fara að leika sér við að hrekkja (og myrða) orka, uruk-a og olog-hai-a. Það er meira að segja hægt að fara á drekaveiðar, góma þá og fljúga þeim og myrða orka, uruk-a og Olog-hai-a á drekabaki. Það er mjög gaman. Kvikindi Mordor eru þó mun fleiri en það sem búið er að nefna hér að ofan.Ég hef ekki tölu á því hve oft ég hef sagt: „Ohhh. Geggjað“ við engan nema sjálfan mig þegar Shadow of War kemur mér skemmtilega á óvart. Ein af mínum eftirminnilegustu orrustum var árásin á virkið Serogost. Árásin sjálf gekk eins og í sögu. Hins vegar gekk verr að ganga frá uruk-anum sem drottnaði yfir virkinu og bandamönnum hans. Eftir þó nokkuð langan bardaga vorum við báðir alveg að deyja þegar ég fékk högg sem ég átti að verjast. Talion var komin á hnéin og von var á náðarhögginu þegar Fjallið kom mér óvænt til bjargar. Ekki Hafþór heldur þessi dýrindis olog-hai sem heitir Ur-Edin The Mountain. Hann stökk fram fyrir mig eins og þruma úr heiðskíru lofti og hvorki meira né minna en reif hausinn af drottnara virkisins og kom mér til bjargar. Að sjálfsöðgu gerði ég hann að drottnara virkisins eftir það. Eitt sinn rakst ég á Uruk sem hét því skemmtilega nafni Glúk The Crazy. Ég sigraði hann í orrustu og lét hann ganga til liðs við her minn. Þegar hann hljóp í burtu heyrði ég hann segja: “Úúú. Kexkaka búin til úr borðum. Gjörðu svo vel. Sestu niður”. Það má með sanni segja að Glúk Hinn brjálaði sé svo sannarlega brjálaður.Eineltisvandi í landi skuggannaEftir að hafa reynt tvisvar sinnum að drep tiltekinn drullusokk og taka af honum virki og tvisvar sinnum mistekist sagði Celbrimbor: „Næst ættum við að...“ og stoppaði Talion hann og sagði: „Ekki. Bara Ekki.“ Það fangaði hugarástand mitt fullkomlega. Svo stríddi helvítið mér alltaf þegar ég kom skríðandi aftur til að reyna að drepa hann. En eins og vitrir menn segja: Allt er þegar þrennt er. Það er samt lygi. Ég þurfti fjórar tilraunir til að drepa hann (Þriðja tilraunin telst ekki með, Alt-F4). Þá hafði ég skoðað þá örfáu veikleika sem hann hafði og útvegað mér vopn og fylgisveina sem nýttu þá veikleika. Þá gekk þetta loksins en samt ekki vandræðalaust. Þetta er það sem hið frábæra Nemesis-kerfi gerir. Það skapar skemmtilegar sögur innan leiksins. Það gerir samskipti við óvini Talion skemmtileg og gerir hverja spilun öðruvísi. Hver óvinur hefur mismunandi persónuleika og útlit, styrkleika og veikleika. Þá læra óvinir manns að bregðast við og því er ekki hægt að treysta eingöngu á eitt bragð. Aðrir leikjaframleiðendur mættu taka sér þetta kerfi til fyrirmyndar.Bardagakerfið er eins og Nemesis-kerfið. Í raun það sama og í Shadow of Mordor en það hefur verið uppfært og bætt við það. á köflum finnst manni jafnvel eins og það sé aðeins of mikið um að vera í bardögum. Talion þarf að safna upp höggum á óvini og passa sig á að fá ekki högg á sig til þess að beita sérstökum kröftum til að ganga frá óvinum sínum eða fá þá til að ganga til liðs við sig. Svei mér þá ef Talion og Batma í Arkham-seríunni voru ekki með sama þjálfara. Stærsti kostur Shadow of War er án efa það að hann er einfaldlega mjög skemmtilegur. Jafnvel þó maður þurfi að „grinde-a“ aðeins. Sagan er svo sem áhugaverð fyrir þá sem hafa áhuga á Lord of The Rings, en hún fyllir upp í söguna á milli Hobbitans og þríleiksins. Það er þó farið heldur frjálslega með sögur Tolkien og ég get ekki ímyndað mér að hann væri sáttur við þetta. Það eru nokkrir hlutir sögunnar sem fylla frjálslega upp í Hringadrottinssöguna og þá sérstaklega þegar kemur að Nazgûl-unum. Leikurinn lítur vel út. Ég spilaði hann bæði í PC og í PS4 og það er engu hægt að kvarta yfir þar. Hljóð leiksins er einnig flott og sömuleiðis er talsetningin mjög vel gerð og skemmtileg. Þó á köflum er einhverjir orkar sem tala ekki „orkalega“ ef svo má að orði komast. Ég held ég hafi þó ekki enn heyrt sömu röddina tvisvar frá mismunandi orkum, sem er nokkuð magnað.Það er allt stærra og meira. Nemesis-kerfið, bardagakerfið og svæði leiksins. Þau eru fimm að þessu sinni og öll stærri en tvö svæði Shadow of Mordor. Á hverju svæði er virki sem Talion þarf að hertaka og svei mér þá ef þær orrustur eru ekki meðal hápunkta leiksins. Þær geta verið þrusustuð. Þá þarf Talion að sanka að sér fylgjendum til að taka virkin og drepa verjendurna. Helst áður en árásin er gerð, því þá er hún auðveldari.Að kaupa eða ekki kaupa Þá komum við að göllum leiksins. Þeir eru ekkert allt of margir og þeir eru ekki í neinni sérstakri röð hjá mér. Það hefði mátt fínpúss klifur-kerfi leiksins aðeins betur. Mér fannst það koma leiðinlega oft fyrir að ég stóð fastur upp á hjólbörum eða einhverju drasli á meðan ég var umkringdur orkum sem voru að berja mig í döðlur. Sömuleiðis getur myndavélin farið illa með mann þegar það er mikið um að vera hjá Talion. Þegar heill haugur af orkum, olog-haium og jafnvel Nazgûlum umkringja hann getur það farið í taugarnar á manni að sjá ekki almennilega hvað sé um að vera. Stundum er inventory-kerfi leiksins leiðinlega flókið og umfangsmikið. En þetta er kannski bara væl. Það eru fjölmörg sett af brynjum, skikkjum og vopnum og hverju einasta fylgir nokkur verkefni. Hægt er að ná ákveðnum skilyrðum til að til dæmis til að láta vopn gera meiri skaða, brynjur vera öflugari og koll af kolli. Þetta verður stundum of mikið. Versti galli leiksins er samt stór og mikill í seinni hluta leiksins. Þá reyna WB Games eftir fremsta megni að selja spilurum svokölluð Loot Boxes. Þau innihalda betri orka í her Talion, betri vopn og svo framleiðis. Það er vel hægt að komast af án þess að eyða peningum, en tilvist markaðarins innan leiksins fer óheyrilega mikið í taugarnar á mér. Það er í raun tvennt sem spilarar geta gert. Það er að „grinda“, verja miklum tíma í að leysa þrautir og verkefni og myrða orka út og suður, til að safna xp, orkum og öðru. Eða eyða peningum í að kaupa xp, orka og annað. Þessu er stillt þannig upp að einungis tvennt kemur til greina. Það hjálpar þó til að það er svo sem ekkert sérstaklega leiðinlegt að grinda í Shadow of War, vegna Nemesis-kerfisins.Samantekt-ish Yfir heildina litið þá skemmti ég mér konunglega yfir Shadow of War. Spilun leiksins er frábær og það er mjög erfitt að láta sér leiðast í Mordor. Þetta er mjög góður framhaldsleikur þar sem það góða við fyrri leikinn hefur verið betrumbætt, útvíkað og er bara betra. Framleiðendum leiksins tóst að fylgja sömu gömlu formúlunni á öllum bestu stöðunum. Fyrir utan það að reyna að fá mann til að eyða meiri peningum, sem er eiginlega bara dónaskapur.
Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Shadow of Mordor með bestu byrjun allra Lord of the rings leikja Þrátt fyrir það heldur FIFA 15 efsta sætinu á topplista Bretlands. 7. október 2014 13:40 Shadow of Mordor: Líf og fjör í landi skugganna Að spila leikinn Middle Earth: Shadow of Mordor er fyrst og fremst mikil skemmtun. 11. október 2014 12:30 GameTíví: Heimsækja ævintýralandið Mordor Þau Óli, Donna og Tryggvi heimsóttu Mordor nú nýverið og spiluðu leikinn Middle Earth: Shadow of War. 20. október 2017 19:22 GameTíví: Shadow of Mordor stórskemmtilegur GameTíví bræður eru mættir aftur. Hér taka þeir fyrir Shadow of Mordor og Óli ætlar að krydda dóminn með leikþætti sem Sverri þykir ekki mikið til koma. 4. nóvember 2014 12:17 Shadow of War bætir hið frábæra Nemesis-kerfi Það er líka dreki í myndbandinu, sem hægt er að hoppa á bakið á og nota til að brenna orka í tugatali. 8. mars 2017 15:45 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Shadow of Mordor með bestu byrjun allra Lord of the rings leikja Þrátt fyrir það heldur FIFA 15 efsta sætinu á topplista Bretlands. 7. október 2014 13:40
Shadow of Mordor: Líf og fjör í landi skugganna Að spila leikinn Middle Earth: Shadow of Mordor er fyrst og fremst mikil skemmtun. 11. október 2014 12:30
GameTíví: Heimsækja ævintýralandið Mordor Þau Óli, Donna og Tryggvi heimsóttu Mordor nú nýverið og spiluðu leikinn Middle Earth: Shadow of War. 20. október 2017 19:22
GameTíví: Shadow of Mordor stórskemmtilegur GameTíví bræður eru mættir aftur. Hér taka þeir fyrir Shadow of Mordor og Óli ætlar að krydda dóminn með leikþætti sem Sverri þykir ekki mikið til koma. 4. nóvember 2014 12:17
Shadow of War bætir hið frábæra Nemesis-kerfi Það er líka dreki í myndbandinu, sem hægt er að hoppa á bakið á og nota til að brenna orka í tugatali. 8. mars 2017 15:45