Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2017 20:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við ekkju ekkju hermanns sem dó í launsátri í Níger á dögunum hefur reynst forsetanum erfitt en hann er sagður hafa grætt ekkjuna og móðir hermannsins, sem hét La David T. johnson, segir forsetann hafa vanvirt son sinn og fjölskylduna alla. Þá mun hann hafa grætt ekkjuna, sem heitir Myeshia Johnson og gengur nú með þeirra þriðja barn.Sjá einnig: Trump við ekkju fallins hermanns: „Hann vissi hvað hann skráði sig í“ Frederica Wilson, þingmaður demókrata, hélt því fyrst fram að Trump hefði sagt að Johnson hefði „vitað hvað hann skráði sig í“ við ekkjuna. „En ætli þetta sé ekki erfitt þrátt fyrir það,“ mun Trump hafa sagt einnig. Wilson segist hafa heyrt hluta af því sem Trump sagði ekkjunni þegar hún sat í bíl með henni og fjölskyldu hennar. Johnson hjónin bjuggu í umdæmi Wilson.Sjá einnig: Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálinTrump brást í fyrstu reiður við þessum ummælum Wilson og sagði hana hafa búið þessa sögu til. Hann hefði ekki sagt þetta og hann gæti sannað það. Hann hefur þó ekki veitt neina sönnun og Hvíta húsið segir samtalið vera einkamál.Democrat Congresswoman totally fabricated what I said to the wife of a soldier who died in action (and I have proof). Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2017 Við blaðamenn seinna í dag sagði Trump að hann hefði átt „mjög gott samtal við konuna, við eiginkonuna sem var, sem hljómaði eins og yndislega kona,“ sagði Trump samkvæmt frétt Washington Post. Þegar hann var spurður út í sönnunina sem hann vísaði til í tísti sínu sagði hann að Wilson ætti að tjá sig aftur og þá myndi sönnunin koma í ljós.Wilson stendur þó við frásögn sína og sagði Myeshia Johnson hafa verið grátandi á meðan á símtalinu stóð. Eftir að símtalinu lauk mun Myeshia hafa sagt: „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ Móðir Johnson sagði Washington Post að lýsingar Wilson á símtalinu væru réttar.Wilson sagði einnig að hún stæði við frásögn sína í tísti og gagnrýndi Trump fyrir að segja kalla Myeshiu „konuna“ og „eiginkonuna“.I still stand by my account of the call b/t @realDonaldTrump and Myeshia Johnson. That is her name, Mr. Trump. Not "the woman" or "the wife"— Rep Frederica Wilson (@RepWilson) October 18, 2017 Donald Trump Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við ekkju ekkju hermanns sem dó í launsátri í Níger á dögunum hefur reynst forsetanum erfitt en hann er sagður hafa grætt ekkjuna og móðir hermannsins, sem hét La David T. johnson, segir forsetann hafa vanvirt son sinn og fjölskylduna alla. Þá mun hann hafa grætt ekkjuna, sem heitir Myeshia Johnson og gengur nú með þeirra þriðja barn.Sjá einnig: Trump við ekkju fallins hermanns: „Hann vissi hvað hann skráði sig í“ Frederica Wilson, þingmaður demókrata, hélt því fyrst fram að Trump hefði sagt að Johnson hefði „vitað hvað hann skráði sig í“ við ekkjuna. „En ætli þetta sé ekki erfitt þrátt fyrir það,“ mun Trump hafa sagt einnig. Wilson segist hafa heyrt hluta af því sem Trump sagði ekkjunni þegar hún sat í bíl með henni og fjölskyldu hennar. Johnson hjónin bjuggu í umdæmi Wilson.Sjá einnig: Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálinTrump brást í fyrstu reiður við þessum ummælum Wilson og sagði hana hafa búið þessa sögu til. Hann hefði ekki sagt þetta og hann gæti sannað það. Hann hefur þó ekki veitt neina sönnun og Hvíta húsið segir samtalið vera einkamál.Democrat Congresswoman totally fabricated what I said to the wife of a soldier who died in action (and I have proof). Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2017 Við blaðamenn seinna í dag sagði Trump að hann hefði átt „mjög gott samtal við konuna, við eiginkonuna sem var, sem hljómaði eins og yndislega kona,“ sagði Trump samkvæmt frétt Washington Post. Þegar hann var spurður út í sönnunina sem hann vísaði til í tísti sínu sagði hann að Wilson ætti að tjá sig aftur og þá myndi sönnunin koma í ljós.Wilson stendur þó við frásögn sína og sagði Myeshia Johnson hafa verið grátandi á meðan á símtalinu stóð. Eftir að símtalinu lauk mun Myeshia hafa sagt: „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ Móðir Johnson sagði Washington Post að lýsingar Wilson á símtalinu væru réttar.Wilson sagði einnig að hún stæði við frásögn sína í tísti og gagnrýndi Trump fyrir að segja kalla Myeshiu „konuna“ og „eiginkonuna“.I still stand by my account of the call b/t @realDonaldTrump and Myeshia Johnson. That is her name, Mr. Trump. Not "the woman" or "the wife"— Rep Frederica Wilson (@RepWilson) October 18, 2017
Donald Trump Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira