Frelsi fjórða valdsins Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar 18. október 2017 15:30 Síðastliðin 12 ár hef ég unnið við öryggismál sem alþjóðlegur ráðgjafi og þá með sérstaka áherslu á fjölmiðla og blaðamenn. Sótt er að frjálsri fjölmiðlun úr mörgum áttum og því mikilvægt að við öll séum meðvituð um hættuna sem afskipti stjórnvalda af blaðamennsku skapa og hvað almenningur getur gert til að styðja við rannsóknarblaðamennsku og frelsi almennt. En hvers vegna er fjórða valdið eins og það er kallað mér svona ofsalega mikilvægt? Jú, því ég staðfastlega trúi því að við þrífumst sem allra best í frjálsri menningu og hún þarf öryggi til að blómstra. Öryggi sem er ekki til staðar nema almenningur hafi aðgang að upplýsingum og geti því tekið upplýstar ákvarðanir. Þegar ég flutti heim til Íslands eftir birtingu Panamaskjalanna á síðasta ári hafði ég miklar væntingar. Ég hafði verið lengi burtu við störf mín en var nokkuð viss um að ástandið hérlendis væri mun betra en í þeim löndum sem ég hef starfað í síðasta áratug, sérstaklega þegar kemur að fjórða valdinu. En svo var því miður ekki. Fjölmiðlar í mismunandi löndum vinna í mismunandi aðstæðum. Á Íslandi þurfa fjölmiðlar sem betur fer ekki að beinlínis óttast eða hræðast ríkisvaldið en þeir glíma við annars konar óvin. Sá óvinur er óvissan, og hún kemur með þöggun, óöryggi og ýmis áhrif sem gerir blaðamennsku á Íslandi erfiða. Staða fjórða valdsins er sérstök og getur verið ákaflega viðkvæm, en mikilvægi þess er ótvírætt. Því það er fjórða valdið, fjölmiðlar, frjáls og óháð blaðamennska, sem veitir ríkisvaldinu aðhald og verndar okkur öll. Fjölmiðlun, þegar hún er frjáls og óháð, starfar í þágu almennings. Hún starfar óháð valdi og valdsáhrifum. Hún starfar oftast á milli almennings og ríkisvalds og miðlar upplýsingagjöf, veitir ríkisstjórnum aðhald til að sinna þeirra vinnu í þágu okkar allra og spyr spurninga sem liggja á hjarta almennings. Uppskriftin að frjálsum og óháðum fjölmiðli er engin erfið frönsk terta;1. Tryggja skal að þeir starfi óháð valdatengslum, peningaöflum og sérhagsmunum.2. Tryggja skal vernd þeirra í lögum og að lögin tryggi að árásir eða óeðlilegur þrýstingur og tengsl geta ekki þaggað niður í þeirra starfi í þágu almennings.3. Tryggja þarf aðgengi þeirra að gögnum svo þeir geti veitt aðhald. Í minni þingvaramennsku lá borðleggjandi fyrir mér að spyrja dómsmálaráðherra út í akkúrat þetta og fékk engin svör. Ekkert annað en að gott væri að Mannréttindadómstól Evrópu væri til og að einstaklingar gætu nýtt sér þennan möguleika. (https://www.althingi.is/altext/raeda/146/rad20170320T153142.html) Það er ekki spurning í mínum huga að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur brotið á frjálsum og óháðum fjölmiðlum á Íslandi með lögbanninu. Ég vona að réttarkerfið okkar staðfesti það. Það breytir því ekki að skaðinn er skeður og traust almennings á kerfinu liggur í valnum. Í litlu samfélagi eins og Íslandi er gagnsæi og staða fjölmiðla svo nátengd að það samband endurspeglar síðan stöðu lýðræðisins í landinu. Því er full ástæða til að mótmæla banninu og hafa áhyggjur af þeirri vegferð sem íslensk stjórnvöld eru á. Spurningin sem ég velti fyrir mér núna er hvers vegna þetta víðtæka bann? Og í þágu hvers? - Því það er ekki í þágu almennings. Málið snýst í sínum kjarna um vinnubrögð. Heilbrigð og gagnsæ vinnubrögð ríkisvaldsins og löggjöf án undanþágu þeirra valdmiklu. Þetta ætti ekki að vera flokksbundin skoðun heldur ósk landsmanna, því það er í okkar þágu að fjórða valdið starfi óháð. Alþingi tók undir þessi orð fyrir 8 árum síðan og vildi að Ísland skapaði sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis (https://www.althingi.is/altext/138/s/0688.html). Það er komin tími til að seta tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi í fyrsta sæti. Það er grundvallaratriði fyrir þær kerfisbreytingar sem við viljum sjá og þær breytingar sem Ísland þarf á að halda í framtíðinni okkar. Höfundur er varaþingkona Pírata í Suðurkjördæmi, skipar 2. sæti á lista Pírata í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Kosningar 2017 Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Sjá meira
Síðastliðin 12 ár hef ég unnið við öryggismál sem alþjóðlegur ráðgjafi og þá með sérstaka áherslu á fjölmiðla og blaðamenn. Sótt er að frjálsri fjölmiðlun úr mörgum áttum og því mikilvægt að við öll séum meðvituð um hættuna sem afskipti stjórnvalda af blaðamennsku skapa og hvað almenningur getur gert til að styðja við rannsóknarblaðamennsku og frelsi almennt. En hvers vegna er fjórða valdið eins og það er kallað mér svona ofsalega mikilvægt? Jú, því ég staðfastlega trúi því að við þrífumst sem allra best í frjálsri menningu og hún þarf öryggi til að blómstra. Öryggi sem er ekki til staðar nema almenningur hafi aðgang að upplýsingum og geti því tekið upplýstar ákvarðanir. Þegar ég flutti heim til Íslands eftir birtingu Panamaskjalanna á síðasta ári hafði ég miklar væntingar. Ég hafði verið lengi burtu við störf mín en var nokkuð viss um að ástandið hérlendis væri mun betra en í þeim löndum sem ég hef starfað í síðasta áratug, sérstaklega þegar kemur að fjórða valdinu. En svo var því miður ekki. Fjölmiðlar í mismunandi löndum vinna í mismunandi aðstæðum. Á Íslandi þurfa fjölmiðlar sem betur fer ekki að beinlínis óttast eða hræðast ríkisvaldið en þeir glíma við annars konar óvin. Sá óvinur er óvissan, og hún kemur með þöggun, óöryggi og ýmis áhrif sem gerir blaðamennsku á Íslandi erfiða. Staða fjórða valdsins er sérstök og getur verið ákaflega viðkvæm, en mikilvægi þess er ótvírætt. Því það er fjórða valdið, fjölmiðlar, frjáls og óháð blaðamennska, sem veitir ríkisvaldinu aðhald og verndar okkur öll. Fjölmiðlun, þegar hún er frjáls og óháð, starfar í þágu almennings. Hún starfar óháð valdi og valdsáhrifum. Hún starfar oftast á milli almennings og ríkisvalds og miðlar upplýsingagjöf, veitir ríkisstjórnum aðhald til að sinna þeirra vinnu í þágu okkar allra og spyr spurninga sem liggja á hjarta almennings. Uppskriftin að frjálsum og óháðum fjölmiðli er engin erfið frönsk terta;1. Tryggja skal að þeir starfi óháð valdatengslum, peningaöflum og sérhagsmunum.2. Tryggja skal vernd þeirra í lögum og að lögin tryggi að árásir eða óeðlilegur þrýstingur og tengsl geta ekki þaggað niður í þeirra starfi í þágu almennings.3. Tryggja þarf aðgengi þeirra að gögnum svo þeir geti veitt aðhald. Í minni þingvaramennsku lá borðleggjandi fyrir mér að spyrja dómsmálaráðherra út í akkúrat þetta og fékk engin svör. Ekkert annað en að gott væri að Mannréttindadómstól Evrópu væri til og að einstaklingar gætu nýtt sér þennan möguleika. (https://www.althingi.is/altext/raeda/146/rad20170320T153142.html) Það er ekki spurning í mínum huga að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur brotið á frjálsum og óháðum fjölmiðlum á Íslandi með lögbanninu. Ég vona að réttarkerfið okkar staðfesti það. Það breytir því ekki að skaðinn er skeður og traust almennings á kerfinu liggur í valnum. Í litlu samfélagi eins og Íslandi er gagnsæi og staða fjölmiðla svo nátengd að það samband endurspeglar síðan stöðu lýðræðisins í landinu. Því er full ástæða til að mótmæla banninu og hafa áhyggjur af þeirri vegferð sem íslensk stjórnvöld eru á. Spurningin sem ég velti fyrir mér núna er hvers vegna þetta víðtæka bann? Og í þágu hvers? - Því það er ekki í þágu almennings. Málið snýst í sínum kjarna um vinnubrögð. Heilbrigð og gagnsæ vinnubrögð ríkisvaldsins og löggjöf án undanþágu þeirra valdmiklu. Þetta ætti ekki að vera flokksbundin skoðun heldur ósk landsmanna, því það er í okkar þágu að fjórða valdið starfi óháð. Alþingi tók undir þessi orð fyrir 8 árum síðan og vildi að Ísland skapaði sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis (https://www.althingi.is/altext/138/s/0688.html). Það er komin tími til að seta tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi í fyrsta sæti. Það er grundvallaratriði fyrir þær kerfisbreytingar sem við viljum sjá og þær breytingar sem Ísland þarf á að halda í framtíðinni okkar. Höfundur er varaþingkona Pírata í Suðurkjördæmi, skipar 2. sæti á lista Pírata í Kraganum.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar