Konur og fjármál Dóra Sif Tynes skrifar 18. október 2017 10:30 Þrátt fyrir að margt hafi áunnist í jafnréttismálum hér á landi er eins og ákveðin svið samfélagsins séu alltaf sér á báti. Dæmi um þetta er fjármálageirinn. Tölurnar eru sláandi – ríflega 90 prósent þeirra sem stýra peningum hér á landi eru karlar. Yfirgæfandi meirihluti starfsmanna í eignastýringu, fjárfestingum og tengdri ráðgjöf eru karlar. Ef litið er til lífeyrissjóðanna er hlutfallið svipað, tæplega 90 prósent framkvæmdastjóra lífeyrissjóða hér á landi eru karlar. Hvers vegna eru lífeyrissjóðirnir sérstaklega nefndir? Lífeyrissjóðirnir tilheyra öllum almenningi, allir verða að greiða í lífeyrissjóð af launum sínum. Lífeyrissjóðir hafa því samfélagslegu hlutverki að gegna, þeir sýsla með peningana okkar. Lífeyrissjóðirnir eru líka gríðarlega umsvifamiklir í viðskiptalífinu. Þeir fjárfesta í skráðum hlutabréfum og skuldabréfum, óskráðum fyrirtækjum og umsvifin í fasteignalánum fara aukandi. Viðreisn leggur því til að lífeyrissjóðirnir axli ábyrgð þegar kemur að framgangi jafnréttis í samfélaginu. Við viljum lögfesta þá skyldu þannig að lífeyrissjóðum sé gert að setja sér jafnréttisstefnu sem nái líka til fjárfestinga þeirra. Reyndin er sú að allar rannsóknir sýna að fyrirtækjum sem búa yfir fjölbreyttum stjórnendahópi karla og kvenna vegnar betur. Það ætti því í raun að vera sjálfsagt mál að sjóðir sem vilja hámarka afkomu fjárfestinga sinna líti til jafnréttissjónarmiða. Sú hefur ekki verið raunin og þess vegna er mikilvægt að lögfesta þessa skyldu. Ákvæði um jafnréttisstefnu er hins vegar ekki nóg, það þarf að ríkja gagnsæi um hvernig hún er framkvæmd. Þess vegna leggur Viðreisn einnig til að lífeyrissjóðum verði lögum samkvæmt skylt að gera grein fyrir því í ársskýrslu hvernig jafnréttisstefnan er framkvæmd. Þannig myndu sjóðirnir til dæmis þurfa að útskýra hvers vegna fjárfest er í fyrirtækjum sem uppfylla ekki jafnréttisviðmið. Það er skylda stjórnmálanna að vera vakandi yfir því hvernig má breyta og bæta kerfi almenningi til góðs. Við eigum ekki að líða að tiltekin svið samfélagsins festist í kynbundinni misskiptingu. Jafnréttið er okkar.Höfundur er í þriðja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að margt hafi áunnist í jafnréttismálum hér á landi er eins og ákveðin svið samfélagsins séu alltaf sér á báti. Dæmi um þetta er fjármálageirinn. Tölurnar eru sláandi – ríflega 90 prósent þeirra sem stýra peningum hér á landi eru karlar. Yfirgæfandi meirihluti starfsmanna í eignastýringu, fjárfestingum og tengdri ráðgjöf eru karlar. Ef litið er til lífeyrissjóðanna er hlutfallið svipað, tæplega 90 prósent framkvæmdastjóra lífeyrissjóða hér á landi eru karlar. Hvers vegna eru lífeyrissjóðirnir sérstaklega nefndir? Lífeyrissjóðirnir tilheyra öllum almenningi, allir verða að greiða í lífeyrissjóð af launum sínum. Lífeyrissjóðir hafa því samfélagslegu hlutverki að gegna, þeir sýsla með peningana okkar. Lífeyrissjóðirnir eru líka gríðarlega umsvifamiklir í viðskiptalífinu. Þeir fjárfesta í skráðum hlutabréfum og skuldabréfum, óskráðum fyrirtækjum og umsvifin í fasteignalánum fara aukandi. Viðreisn leggur því til að lífeyrissjóðirnir axli ábyrgð þegar kemur að framgangi jafnréttis í samfélaginu. Við viljum lögfesta þá skyldu þannig að lífeyrissjóðum sé gert að setja sér jafnréttisstefnu sem nái líka til fjárfestinga þeirra. Reyndin er sú að allar rannsóknir sýna að fyrirtækjum sem búa yfir fjölbreyttum stjórnendahópi karla og kvenna vegnar betur. Það ætti því í raun að vera sjálfsagt mál að sjóðir sem vilja hámarka afkomu fjárfestinga sinna líti til jafnréttissjónarmiða. Sú hefur ekki verið raunin og þess vegna er mikilvægt að lögfesta þessa skyldu. Ákvæði um jafnréttisstefnu er hins vegar ekki nóg, það þarf að ríkja gagnsæi um hvernig hún er framkvæmd. Þess vegna leggur Viðreisn einnig til að lífeyrissjóðum verði lögum samkvæmt skylt að gera grein fyrir því í ársskýrslu hvernig jafnréttisstefnan er framkvæmd. Þannig myndu sjóðirnir til dæmis þurfa að útskýra hvers vegna fjárfest er í fyrirtækjum sem uppfylla ekki jafnréttisviðmið. Það er skylda stjórnmálanna að vera vakandi yfir því hvernig má breyta og bæta kerfi almenningi til góðs. Við eigum ekki að líða að tiltekin svið samfélagsins festist í kynbundinni misskiptingu. Jafnréttið er okkar.Höfundur er í þriðja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun