Á höllum brauðfæti? Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 17. október 2017 16:35 Þessa dagana er því mjög haldið fram að íslenskt heilbrigðiskerfi standi á brauðfótum, sé komið að fótum fram, standi höllum fæti. Það er að hluta til satt, en að hluta til hreinasta fjarstæða.Langtímamálin standa verst Orka og athygli í umræðu um heilbrigðismál beinist hlutfallslega mest að bráðaþjónustu, Landspítala og mönnun sjúkrahúsa. Það er brýn umræða, en meira þyrfti þó og mætti ræða um langtímaverkefnin, svo sem málefni langveikra, fatlaðra og aldraðra, sem þurfa öfluga nærþjónustu til langs tíma. Einmitt til þess að halda sig fjarri bráðaþjónustunni, sem okkur er svo tamt að ræða.Stefnulaus heilbrigðispólitík Það virðist ganga illa að ná samstöðu um langtímamarkmið og stefnu í heilbrigðismálum. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Í fyrsta lagi þá eru kosningar til þings (oftast) á fjögurra ára fresti og gefa í hvert sinn tilefni til stóryrtra yfirlýsinga í þessum málum sem öðrum. Í öðru lagi snýst umræðan alltof oft um pólitískar kreddur, svo sem um fýsileika eða ómöguleika sjálfstæðs rekstrar, sem stuðlar að misklíð frekar en samstæðri stefnumótun. Í þeirri umræðu er stétt att gegn stétt, auk þess sem hópar innan hverrar stéttar fyrir sig eru settir í varnarstöðu hver gegn öðrum. Læknum á sjúkrahúsum er þannig stillt upp gegn læknum á stofum, og þannig koll af kolli. Staðreyndin er sú að meira en þriðjungur heilbrigðisþjónustu í landinu er í dag rekinn af sjálfstæðum og/eða hálfopinberum aðilum. Vissulega skortir heildarsýn á því sviði, líkt og öðrum, en betur færi á því að ræða þá stefnumótun undir formerkjum samstöðu frekar en samkeppni, með heildstæðri aðkomu allra stétta. Þetta verkefni er meðal þeirra sem Óttarr Proppé hefur sett af stað í hlutverki heilbrigðisráðherra.Skortur á hugrekki Getuleysi íslenskra stjórnmálamanna til þess að standa fyrir breiðu samtali um heildarstefnu hefur gert það að verkum að íslenska heilbrigðiskerfið þróast á sjálfstýringu, eins og Landlæknir og fleiri hafa bent á. Ósamræmi í fjármögnunarfyrirkomulagi opinberra stofnana og einkaaðila hefur gert það að verkum að við sitjum uppi með ósamstætt kerfi. Sökin fyrir því liggur hjá pólitíkinni og skorti á hugrekki til heiðarlegrar stefnumótunar, en síst af öllu hjá heilbrigðisgeiranum sjálfum. Mikill skortur er á jafnvægi í því hvar þjónusta er veitt, af hverjum og því hvort samræmi er milli þarfar og þjónustuframboðs vítt og breitt um landið. Stjórnmálin verða að fara að gæta að orðum sínum þegar rætt er um íslenskt heilbrigðiskerfi. Brauðfæturnir eru ekki hjá því færa og samviskusama fólki sem stendur vaktirnar og mannar þjónustuna, heldur hjá þeim sem bera ábyrgð á því að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk hafi fast land undir fótum og búi við eðlilegar starfsaðstæður hvað stefnu og tilgang starfa þeirra varðar. Fyrr en við lögum það breytist ekki neitt.Höfundur er sjúkraþjálfari og skipar 1. sæti í NV fyrir lista Bjartrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er því mjög haldið fram að íslenskt heilbrigðiskerfi standi á brauðfótum, sé komið að fótum fram, standi höllum fæti. Það er að hluta til satt, en að hluta til hreinasta fjarstæða.Langtímamálin standa verst Orka og athygli í umræðu um heilbrigðismál beinist hlutfallslega mest að bráðaþjónustu, Landspítala og mönnun sjúkrahúsa. Það er brýn umræða, en meira þyrfti þó og mætti ræða um langtímaverkefnin, svo sem málefni langveikra, fatlaðra og aldraðra, sem þurfa öfluga nærþjónustu til langs tíma. Einmitt til þess að halda sig fjarri bráðaþjónustunni, sem okkur er svo tamt að ræða.Stefnulaus heilbrigðispólitík Það virðist ganga illa að ná samstöðu um langtímamarkmið og stefnu í heilbrigðismálum. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Í fyrsta lagi þá eru kosningar til þings (oftast) á fjögurra ára fresti og gefa í hvert sinn tilefni til stóryrtra yfirlýsinga í þessum málum sem öðrum. Í öðru lagi snýst umræðan alltof oft um pólitískar kreddur, svo sem um fýsileika eða ómöguleika sjálfstæðs rekstrar, sem stuðlar að misklíð frekar en samstæðri stefnumótun. Í þeirri umræðu er stétt att gegn stétt, auk þess sem hópar innan hverrar stéttar fyrir sig eru settir í varnarstöðu hver gegn öðrum. Læknum á sjúkrahúsum er þannig stillt upp gegn læknum á stofum, og þannig koll af kolli. Staðreyndin er sú að meira en þriðjungur heilbrigðisþjónustu í landinu er í dag rekinn af sjálfstæðum og/eða hálfopinberum aðilum. Vissulega skortir heildarsýn á því sviði, líkt og öðrum, en betur færi á því að ræða þá stefnumótun undir formerkjum samstöðu frekar en samkeppni, með heildstæðri aðkomu allra stétta. Þetta verkefni er meðal þeirra sem Óttarr Proppé hefur sett af stað í hlutverki heilbrigðisráðherra.Skortur á hugrekki Getuleysi íslenskra stjórnmálamanna til þess að standa fyrir breiðu samtali um heildarstefnu hefur gert það að verkum að íslenska heilbrigðiskerfið þróast á sjálfstýringu, eins og Landlæknir og fleiri hafa bent á. Ósamræmi í fjármögnunarfyrirkomulagi opinberra stofnana og einkaaðila hefur gert það að verkum að við sitjum uppi með ósamstætt kerfi. Sökin fyrir því liggur hjá pólitíkinni og skorti á hugrekki til heiðarlegrar stefnumótunar, en síst af öllu hjá heilbrigðisgeiranum sjálfum. Mikill skortur er á jafnvægi í því hvar þjónusta er veitt, af hverjum og því hvort samræmi er milli þarfar og þjónustuframboðs vítt og breitt um landið. Stjórnmálin verða að fara að gæta að orðum sínum þegar rætt er um íslenskt heilbrigðiskerfi. Brauðfæturnir eru ekki hjá því færa og samviskusama fólki sem stendur vaktirnar og mannar þjónustuna, heldur hjá þeim sem bera ábyrgð á því að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk hafi fast land undir fótum og búi við eðlilegar starfsaðstæður hvað stefnu og tilgang starfa þeirra varðar. Fyrr en við lögum það breytist ekki neitt.Höfundur er sjúkraþjálfari og skipar 1. sæti í NV fyrir lista Bjartrar framtíðar.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar