„Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. október 2017 14:29 Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag þar sem hann var spurður út í það hvað honum fyndist um lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fréttaflutning Stundarinnar upp úr gögnum frá Glitni. Umfjöllun Stundarinnar hefur að mestu snúist um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og fjölskyldu hans. Hafa ýmsir ýjað að því á samfélagsmiðlum að Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hafi verið að ganga erinda flokksins þar sem embættið féllst á lögbannskröfuna. Guðlaugur segir þetta af og frá. Þannig tengist slitastjórn Glitnis, sem krafðist lögbannsins, ekki Sjálfstæðisflokknum á neinn hátt. „Þegar það kemur á lögbann á umfjöllun um ráðamenn og forystumenn í stjórnmálum þá er ég einfaldlega á móti því. Það er eðilegt í opnu lýðræðisþjóðfélagi að fjölmiðlar bendi á einhverja hluti ef þeir telja að það sé maðkur í mysunni, eitthvað sem misfarið er. Þessi slitastjórn Glitnis tengist okkur ekki með neinum hætti, þetta er í eigu erlendra kröfuhafa, og mér finnst svolítið sérstakt að þeir komi núna með þetta, tíu dögum eftir að þessi umfjöllun fór af stað. Eitt er alveg víst að það er að við höfum ekki með neinum hætti reynt að fara fram á lögbann við umfjöllun sem hefur snúið að okkur eða okkar forystumönnum,“ sagði Guðlaugur Þór. Aðspurður hvort hann teldi það eðlilegt í lýðræðissamfélagi að aðilar geti fengið lögbann á umfjöllun sem getur talist óþægileg fyrir forsætisráðherra stuttu fyrir kosningar sagði hann: „Ég held að ég hafi svarað þessu mjög skýrt. Ég er algjörlega á móti þessu lögbanni. Það skiptir engu máli hvort að það sé fólk í mínum flokki eða ekki. Við sem erum í stjórnmálum verðum að þola það og eigum að þola það og vitum af því að um okkur sé fjallað. Það gildir allt öðru máli um forystumenn í stjórnmálum, fyrirtækjum, embættismenn og annað heldur en um almenning.“Þannig að þér finnst þetta lögbann ekki eiga rétt á sér?„Ég er bara algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Það skiptir engu máli hvort að þeir forystumenn eru í mínum flokki eða einhverjum öðrum.“Sjá má Kosningaspjall Vísis við Guðlaug Þór í heild sinni hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag þar sem hann var spurður út í það hvað honum fyndist um lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fréttaflutning Stundarinnar upp úr gögnum frá Glitni. Umfjöllun Stundarinnar hefur að mestu snúist um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og fjölskyldu hans. Hafa ýmsir ýjað að því á samfélagsmiðlum að Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hafi verið að ganga erinda flokksins þar sem embættið féllst á lögbannskröfuna. Guðlaugur segir þetta af og frá. Þannig tengist slitastjórn Glitnis, sem krafðist lögbannsins, ekki Sjálfstæðisflokknum á neinn hátt. „Þegar það kemur á lögbann á umfjöllun um ráðamenn og forystumenn í stjórnmálum þá er ég einfaldlega á móti því. Það er eðilegt í opnu lýðræðisþjóðfélagi að fjölmiðlar bendi á einhverja hluti ef þeir telja að það sé maðkur í mysunni, eitthvað sem misfarið er. Þessi slitastjórn Glitnis tengist okkur ekki með neinum hætti, þetta er í eigu erlendra kröfuhafa, og mér finnst svolítið sérstakt að þeir komi núna með þetta, tíu dögum eftir að þessi umfjöllun fór af stað. Eitt er alveg víst að það er að við höfum ekki með neinum hætti reynt að fara fram á lögbann við umfjöllun sem hefur snúið að okkur eða okkar forystumönnum,“ sagði Guðlaugur Þór. Aðspurður hvort hann teldi það eðlilegt í lýðræðissamfélagi að aðilar geti fengið lögbann á umfjöllun sem getur talist óþægileg fyrir forsætisráðherra stuttu fyrir kosningar sagði hann: „Ég held að ég hafi svarað þessu mjög skýrt. Ég er algjörlega á móti þessu lögbanni. Það skiptir engu máli hvort að það sé fólk í mínum flokki eða ekki. Við sem erum í stjórnmálum verðum að þola það og eigum að þola það og vitum af því að um okkur sé fjallað. Það gildir allt öðru máli um forystumenn í stjórnmálum, fyrirtækjum, embættismenn og annað heldur en um almenning.“Þannig að þér finnst þetta lögbann ekki eiga rétt á sér?„Ég er bara algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Það skiptir engu máli hvort að þeir forystumenn eru í mínum flokki eða einhverjum öðrum.“Sjá má Kosningaspjall Vísis við Guðlaug Þór í heild sinni hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39