Bandaríkjamenn hafa hvatt til friðar í borginni Kirkuk í Írak eftir að írakskar hersveitir tóku borgina á sitt vald úr höndum Kúrda. Talsmaður bandaríska innanríkisráðuneytisins sagði í samtali við fjölmiðla í gær að það væri ekki síst svo forða mætti frekari átökum milli fylkinganna.
Ekki er vitað hvort einhver hafi látið lífið þegar sveitunum laust saman í gær, eða hve margir, en yfirvöld í Baghdad segja að Peshmerga-sveitir og aðrar vopnaðar sveitir Kúrda hafi hörfað án átaka.
Hersveitir Íraka tóku borgina þremur vikum eftir að Kúrdar héldu þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Kúrdistans, atkvæðagreiðslu sem var harðlega gagnrýnd af yfirvöldum í höfuðborginni Bagdad.
Sjá einnig: Kirkuk í höndum Íraka
Kúrdar tóku yfir stjórn Kirkuk eftir að írakski herinn flúði undan skyndisókn Íslamska ríkisins sumarið 2014. Peshmerga-sveitir Kúrda ráku ISIS-liða svo frá borginni og nærliggjandi svæðum.
Hersveitir Kúrda stóðu hinsvegar sína plikt og hafa varið hana frá ISIS alla tíð síðan, og selt þaðan olíu, írökskum ráðamönnum til mikils ama. Aðgerðir Íraka í gær voru studdar af yfirvöldum í Tyrklandi og í Íran. Stórir hópar Kúrda búa í öllum ríkjunum auk Sýrlands.
Vilja stillingu í Kirkuk

Tengdar fréttir

Íraksher hefur sókn að Kirkuk
Íraksher stefnir að því að ná borginni Kirkuk úr höndum Kúrda.

Kirkuk í höndum Íraka
Ekki er vitað hvort einhver hafi látið lífið og þá hve margir en yfirvöld í Baghdad segja að Peshmerga-sveitir og aðrar vopnaðar sveitir Kúrda hafi hörfað án átaka.

Írakska hernum og Kúrdum lýstur saman
Bardagar geisa nú í Kirkuk-héraði í Írak eftir að stjórnvöld í höfuðborginni Bagdad sendu herlið gegn Kúrdum sem hafa haft héraðið á valdi sínu síðustu misserin.