Stefnir á að ná 160 kílóum upp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2017 06:00 Afrekskona. Fanney hefur náð ótrúlegum árangri og er hvergi nærri hætt. Hún stefnir hærra og að lyfta enn þyngra. fréttablaðið/anton Fanney Hauksdóttir varð um helgina Evrópumeistari í bekkpressu þriðja árið í röð. Mótið fór fram á La Manga á Spáni. „Ég fór út til að reyna að verja titilinn minn og það var markmiðið allt frá byrjun. Og það er æðislegt að það gekk upp,“ sagði Fanney í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún var þá nýkomin heim frá Spáni og gullmedalían góða var enn í töskunni. Fanney hefur sankað að sér verðlaunagripum síðan hún byrjaði að keppa á alþjóðamótum árið 2013. Síðan þá hefur Seltirningurinn unnið til 10 verðlauna á HM og EM, bæði í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði. Sigur Fanneyjar á EM um helgina var afar öruggur. Hún lyfti 155 kg í fyrstu tilraun og það dugði henni til sigurs. Sonja-Stefanie Krüger frá Þýskaland varð í 2. sæti en hún lyfti 142,5 kg.Öruggur sigur „Sigurinn var öruggur í þetta skiptið. Það var gaman að tryggja þetta í fyrstu lyftu. Ég get ekki verið annað en glöð með þetta,“ sagði Fanney. En fékk hún meiri samkeppni þegar hún vann hina tvo titlana? „Maður veit aldrei hvernig þetta verður. Það er alltaf samkeppni og maður veit aldrei hvað andstæðingurinn gerir. Þetta er alltaf keppni.“ Fanney reyndi tvisvar sinnum við 160 kg en án árangurs. Hún segist stefna að því að ná lyfta þeirri þyngd. „Ég var nærri því að ná þessu í annarri lyftu en var svo alveg búin í þeirri þriðju. Ég finn að ég á þetta inni. Maður þarf bara að vinna vel og reyna að ná því upp,“ sagði Fanney en hennar besti árangur er 157,5 kg sem er bæði Íslands- og Norðurlandamet. Engin mót eru á dagskránni hjá Fanneyju það sem eftir lifir árs en hún tekur aftur upp þráðinn á árinu 2018.Fínt að fá smá hlé „Þetta hefur verið langt keppnistímabil, mörg mót og mikið að gera. Það er fínt að fá smá hlé til að geta æft almennilega. Maður æfir svolítið öðruvísi þegar það er ekki keppnistímabil,“ sagði Fanney sem mun hafa nóg fyrir stafni á næsta ári. Hún stefnir að því að keppa á HM og EM, bæði í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði. Aðrar íþróttir Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Sjá meira
Fanney Hauksdóttir varð um helgina Evrópumeistari í bekkpressu þriðja árið í röð. Mótið fór fram á La Manga á Spáni. „Ég fór út til að reyna að verja titilinn minn og það var markmiðið allt frá byrjun. Og það er æðislegt að það gekk upp,“ sagði Fanney í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún var þá nýkomin heim frá Spáni og gullmedalían góða var enn í töskunni. Fanney hefur sankað að sér verðlaunagripum síðan hún byrjaði að keppa á alþjóðamótum árið 2013. Síðan þá hefur Seltirningurinn unnið til 10 verðlauna á HM og EM, bæði í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði. Sigur Fanneyjar á EM um helgina var afar öruggur. Hún lyfti 155 kg í fyrstu tilraun og það dugði henni til sigurs. Sonja-Stefanie Krüger frá Þýskaland varð í 2. sæti en hún lyfti 142,5 kg.Öruggur sigur „Sigurinn var öruggur í þetta skiptið. Það var gaman að tryggja þetta í fyrstu lyftu. Ég get ekki verið annað en glöð með þetta,“ sagði Fanney. En fékk hún meiri samkeppni þegar hún vann hina tvo titlana? „Maður veit aldrei hvernig þetta verður. Það er alltaf samkeppni og maður veit aldrei hvað andstæðingurinn gerir. Þetta er alltaf keppni.“ Fanney reyndi tvisvar sinnum við 160 kg en án árangurs. Hún segist stefna að því að ná lyfta þeirri þyngd. „Ég var nærri því að ná þessu í annarri lyftu en var svo alveg búin í þeirri þriðju. Ég finn að ég á þetta inni. Maður þarf bara að vinna vel og reyna að ná því upp,“ sagði Fanney en hennar besti árangur er 157,5 kg sem er bæði Íslands- og Norðurlandamet. Engin mót eru á dagskránni hjá Fanneyju það sem eftir lifir árs en hún tekur aftur upp þráðinn á árinu 2018.Fínt að fá smá hlé „Þetta hefur verið langt keppnistímabil, mörg mót og mikið að gera. Það er fínt að fá smá hlé til að geta æft almennilega. Maður æfir svolítið öðruvísi þegar það er ekki keppnistímabil,“ sagði Fanney sem mun hafa nóg fyrir stafni á næsta ári. Hún stefnir að því að keppa á HM og EM, bæði í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði.
Aðrar íþróttir Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Sjá meira