Um hvað snúast kosningarnar? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 16. október 2017 16:34 Þessa dagana stíga margir fram til að skilgreina um hvað kosningarnar snúast. Svarið við því fer auðvitað eftir því hver svarar en tvö svör eru algengari en önnur. Kosningarnar snúast um velferðarmál heyrum við og svo heyrum við að kosningarnar snúist um stöðugleika. Alltof sjaldan heyrum við að þessar kosningar snúist um jafnréttismál eða þá stöðu að kynbundið ofbeldi er viðvarandi vandamál á Íslandi. Í mínum huga er ekki hægt að tala um velferðasamfélag þegar það er hluti af veruleika kvenna að upplifa ofbeldi. Samfélag sem beitir sér ekki gegn kynbundnu ofbeldi er auðvitað ekkert velferðarsamfélag. Og samfélag þar sem kynbundið ofbeldi er útbreitt getur ekki heldur talist búa við stöðugleika. Og þess vegna skiptir máli að kynbundið ofbeldi og refsipólítík komist ofar á hina pólitísku dagskrá, það er að segja hugmyndir stjórnmálanna um hvernig við sem samfélag ætlum að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og hlutverk stjórnmálanna um það hvernig við sem samfélag bregðumst við ofbeldi. Í mínum huga eru það þættir eins og hvernig við ætlum að tryggja nútímalega löggjöf sem veitir þolendum raunverulega vernd, hvernig við ætlum að styrkja stofnanirnar sem vinna úr kynbundnu ofbeldi, lögreglu og ákæruvald, hvernig við ætlum að beita forvörnum og fræðslu til að koma í veg fyrir ofbeldi.Málin eru of lengi í kerfinu Við þurfum löggjöf sem nær utan um veruleika brotanna og löggjöf sem getur mætt nýjum tegundum brota. Frumvarp Viðreisnar um samþykki er leið til þess að vernda kynfrelsi þolenda með því að segja að nauðgun eigi að vera skilgreind út frá því hvort samþykki lá fyrir. Í þvi felst ný hugsun og ný nálgun, sem er til þess fallin að fækka þessum brotum. Það þarf að styrkja þær stofnanir sem fá málin til meðferðar, lögregluna og ákæruvaldið þannig að kerfið sé ekki árum saman að klára að vinna mál þessi mál. Sú bið er þolendum þungbær og hún getur jafnframt orðið þess að brjóta gegn réttindum sakborninga. Löng málsmeðferð getur haft áhrif á þyngd refsinga í sakamálum. Samfélag sem tekur kynbundið ofbeldi alvarlega getur sýnt það til dæmis bara með því að fjármagna ákæruvaldið og lögregluna þannig að hægt sé að vinna þessi mál vel en líka hratt.Viðhorfin birtast í lögunum Viðhorf samfélagsins birtast í lögunum okkar og lögin hafa líka áhrif á viðhorfin. Þannig eru lög og viðhorf hringrás viðhorfa. Árið 1869 fengum við fyrstu hegningarlögin okkar. Þar sagði um nauðgun: „Hver, sem þröngvar kvennmanni, er ekki hefur neitt óorð á sjer, til samræðis við sig með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi þegar í stað, sem henni mundi búinn lífsháski af…“ Þarna er talað um konur sem hafa á sér óorð. Það lá helmingi vægari refsing við broti gegn konu sem hafði á sér óorð. Og þarna er talað um að ofbeldi eða hótanir um lífsógnandi ofbeldi. Síðan hefur kynferðisbrotakaflinn verið endurskoðaður nokkrum sinnum, árið 1940, aftur 1992 og síðast 2007. Í hvert sinn hafa orðið þýðingarmiklar réttarbætur fyrir þolendur og í hvert sinn hefur kaflinn orðið nútímalegri. Fram til ársins 2007 gat hámarksrefsing fyrir nauðgun verið 16 ár, ef ofbeldi eða hótunum um ofbeldi var beitt, en refsing var hins vegar 10 árum lægri ef gerandi hafði notfært sér að þolandinn hafði verið svo ölvuð að hún gat ekki varið sig. Í þeim tilvikum var ekki einu sinni talað um nauðgun, heldur misneytingu. Var þar kannski ennþá lifandi í lögunum okkar hugmyndin um konuna með óorðið?Samþykkisfrumvarp Viðreisnar Frumvarp Viðreisnar um samþykki byggir á þeirri hugmyndafræði að við viljum verja betur kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt. Lögin sýna okkur nefnilega auðvitað alltaf einhver viðhorf og þau geta haft áhrif á viðhorf. Samþykkisfrumvarp Viðreisnar var lagt fram í vor og er liður í því að verja betur kynfrelsi, það er liður í forvörnum og vonandi getur þessi nálgun orðið til þess að fækka brotum. Í mínum huga snúast kosningarnar um velferðarmál. Í velferðarsamfélagi þarf jafnrétti kynjanna að vera leiðarstef, við þurfum að huga að jafnrétti á vinnumarkaði, aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi, fæðingarorlofi og stuðningi við barnafjölskyldur. Jafnréttismálin þurfa að komast ofar á hina pólitísku dagskrá með heildstæðri sýn og kynbundið ofbeldi er skýrasta birtingarmynd þess að jafnrétti á Íslandi hefur ekki náðst fram. Með aðgerðum gegn kynbundu ofbeldi skiptir miklu hvernig löggjöfin okkar er. Við sendum skilaboð með lögunum okkar. Og þar getur samþykkisfrumvarpið haft mikilvæg og jákvæð áhrif.Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Sjá meira
Þessa dagana stíga margir fram til að skilgreina um hvað kosningarnar snúast. Svarið við því fer auðvitað eftir því hver svarar en tvö svör eru algengari en önnur. Kosningarnar snúast um velferðarmál heyrum við og svo heyrum við að kosningarnar snúist um stöðugleika. Alltof sjaldan heyrum við að þessar kosningar snúist um jafnréttismál eða þá stöðu að kynbundið ofbeldi er viðvarandi vandamál á Íslandi. Í mínum huga er ekki hægt að tala um velferðasamfélag þegar það er hluti af veruleika kvenna að upplifa ofbeldi. Samfélag sem beitir sér ekki gegn kynbundnu ofbeldi er auðvitað ekkert velferðarsamfélag. Og samfélag þar sem kynbundið ofbeldi er útbreitt getur ekki heldur talist búa við stöðugleika. Og þess vegna skiptir máli að kynbundið ofbeldi og refsipólítík komist ofar á hina pólitísku dagskrá, það er að segja hugmyndir stjórnmálanna um hvernig við sem samfélag ætlum að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og hlutverk stjórnmálanna um það hvernig við sem samfélag bregðumst við ofbeldi. Í mínum huga eru það þættir eins og hvernig við ætlum að tryggja nútímalega löggjöf sem veitir þolendum raunverulega vernd, hvernig við ætlum að styrkja stofnanirnar sem vinna úr kynbundnu ofbeldi, lögreglu og ákæruvald, hvernig við ætlum að beita forvörnum og fræðslu til að koma í veg fyrir ofbeldi.Málin eru of lengi í kerfinu Við þurfum löggjöf sem nær utan um veruleika brotanna og löggjöf sem getur mætt nýjum tegundum brota. Frumvarp Viðreisnar um samþykki er leið til þess að vernda kynfrelsi þolenda með því að segja að nauðgun eigi að vera skilgreind út frá því hvort samþykki lá fyrir. Í þvi felst ný hugsun og ný nálgun, sem er til þess fallin að fækka þessum brotum. Það þarf að styrkja þær stofnanir sem fá málin til meðferðar, lögregluna og ákæruvaldið þannig að kerfið sé ekki árum saman að klára að vinna mál þessi mál. Sú bið er þolendum þungbær og hún getur jafnframt orðið þess að brjóta gegn réttindum sakborninga. Löng málsmeðferð getur haft áhrif á þyngd refsinga í sakamálum. Samfélag sem tekur kynbundið ofbeldi alvarlega getur sýnt það til dæmis bara með því að fjármagna ákæruvaldið og lögregluna þannig að hægt sé að vinna þessi mál vel en líka hratt.Viðhorfin birtast í lögunum Viðhorf samfélagsins birtast í lögunum okkar og lögin hafa líka áhrif á viðhorfin. Þannig eru lög og viðhorf hringrás viðhorfa. Árið 1869 fengum við fyrstu hegningarlögin okkar. Þar sagði um nauðgun: „Hver, sem þröngvar kvennmanni, er ekki hefur neitt óorð á sjer, til samræðis við sig með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi þegar í stað, sem henni mundi búinn lífsháski af…“ Þarna er talað um konur sem hafa á sér óorð. Það lá helmingi vægari refsing við broti gegn konu sem hafði á sér óorð. Og þarna er talað um að ofbeldi eða hótanir um lífsógnandi ofbeldi. Síðan hefur kynferðisbrotakaflinn verið endurskoðaður nokkrum sinnum, árið 1940, aftur 1992 og síðast 2007. Í hvert sinn hafa orðið þýðingarmiklar réttarbætur fyrir þolendur og í hvert sinn hefur kaflinn orðið nútímalegri. Fram til ársins 2007 gat hámarksrefsing fyrir nauðgun verið 16 ár, ef ofbeldi eða hótunum um ofbeldi var beitt, en refsing var hins vegar 10 árum lægri ef gerandi hafði notfært sér að þolandinn hafði verið svo ölvuð að hún gat ekki varið sig. Í þeim tilvikum var ekki einu sinni talað um nauðgun, heldur misneytingu. Var þar kannski ennþá lifandi í lögunum okkar hugmyndin um konuna með óorðið?Samþykkisfrumvarp Viðreisnar Frumvarp Viðreisnar um samþykki byggir á þeirri hugmyndafræði að við viljum verja betur kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt. Lögin sýna okkur nefnilega auðvitað alltaf einhver viðhorf og þau geta haft áhrif á viðhorf. Samþykkisfrumvarp Viðreisnar var lagt fram í vor og er liður í því að verja betur kynfrelsi, það er liður í forvörnum og vonandi getur þessi nálgun orðið til þess að fækka brotum. Í mínum huga snúast kosningarnar um velferðarmál. Í velferðarsamfélagi þarf jafnrétti kynjanna að vera leiðarstef, við þurfum að huga að jafnrétti á vinnumarkaði, aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi, fæðingarorlofi og stuðningi við barnafjölskyldur. Jafnréttismálin þurfa að komast ofar á hina pólitísku dagskrá með heildstæðri sýn og kynbundið ofbeldi er skýrasta birtingarmynd þess að jafnrétti á Íslandi hefur ekki náðst fram. Með aðgerðum gegn kynbundu ofbeldi skiptir miklu hvernig löggjöfin okkar er. Við sendum skilaboð með lögunum okkar. Og þar getur samþykkisfrumvarpið haft mikilvæg og jákvæð áhrif.Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun