Gylfaginning Lárus S. Lárusson skrifar 16. október 2017 14:45 Ágæti Gylfi Arnbjörnsson. Í morgun talaðir þú um svissnesku leiðina svokölluðu í morgunútvarpi RÚV. Mér fannst því miður gæta ákveðins misskilnings hjá þér um málefnið sem mig langar til þess að benda þér á því ég þykist vita að þú ert vandur að virðingu þinni og vilt gera vel. Mér heyrðist þú halda því fram að fólk myndi glata áunnum réttindum sínum ef það fengi að nýta það iðgjald sem það hefur þegar greitt sem innborgun inn á fasteign. Þetta er misskilningur á því hvernig svissneska leiðin virkar. Fólk heldur þeim réttindum sem það hefur unnið sér inn en í stað þess að iðgjaldið sé geymt í sjóðum lífeyrissjóðs er peningurinn geymdur tímabundið í fasteign viðkomandi. Peningurinn er tryggður á fyrsta veðrétti og verður skilað til lífeyrissjóðsins annað hvort þegar fasteignin er seld síðar eða samkvæmt samkomulagi. Það er aftur á móti rétt hjá þér Gylfi minn að á meðan fólk fær að geyma iðgjaldið í fasteigninni sinni þá ber sá peningur ekki ávöxtun. Á móti kemur að þegar iðgjaldinu er svo skilað til baka til lífeyrissjóðsins, t.d. þegar viðkomandi selur fasteignina eða fyrr, þá má einnig hafa viðbót sem dygði til að halda sömu réttindum og aðrir lífeyrisþegar. Þetta er bara útfærsluatriði. Fullyrðing þín um að fjórðungur lífeyrisréttinda tapist fyrstu tíu árin er því bara ályktun sem þú leyfir þér að grípa til án þess að kynna þér málið betur að því er virðist. Þér er velkomið Gylfi minn að setjast niður með okkur frambjóðendum Framsóknar og fara í gegnum þetta málefni. Vafalaust yrði það fróðlegur fundur fyrir alla því þú hefur marga fjöruna sopið og getur án efa veitt okkur ábendingar til að hugsa um. Þessi leið hefur núna verið nýtt í Sviss í nærri 20 ár og gefið góða raun. Svisslendingar eru klárt fólk og gott, þeim hefur t.d. reitt mjög vel af þrátt fyrir að vera hvorki aðilar að ESB né EES. Það er lágmarks skylda okkar stjórnmálamanna að kanna þær leiðir sem þekktar eru sem gætu aukið og bætt lífsgæði almennings í þessu landi. Það verður að gerast á málefnalegan og upplýstan hátt.Höfundur skipar 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ágæti Gylfi Arnbjörnsson. Í morgun talaðir þú um svissnesku leiðina svokölluðu í morgunútvarpi RÚV. Mér fannst því miður gæta ákveðins misskilnings hjá þér um málefnið sem mig langar til þess að benda þér á því ég þykist vita að þú ert vandur að virðingu þinni og vilt gera vel. Mér heyrðist þú halda því fram að fólk myndi glata áunnum réttindum sínum ef það fengi að nýta það iðgjald sem það hefur þegar greitt sem innborgun inn á fasteign. Þetta er misskilningur á því hvernig svissneska leiðin virkar. Fólk heldur þeim réttindum sem það hefur unnið sér inn en í stað þess að iðgjaldið sé geymt í sjóðum lífeyrissjóðs er peningurinn geymdur tímabundið í fasteign viðkomandi. Peningurinn er tryggður á fyrsta veðrétti og verður skilað til lífeyrissjóðsins annað hvort þegar fasteignin er seld síðar eða samkvæmt samkomulagi. Það er aftur á móti rétt hjá þér Gylfi minn að á meðan fólk fær að geyma iðgjaldið í fasteigninni sinni þá ber sá peningur ekki ávöxtun. Á móti kemur að þegar iðgjaldinu er svo skilað til baka til lífeyrissjóðsins, t.d. þegar viðkomandi selur fasteignina eða fyrr, þá má einnig hafa viðbót sem dygði til að halda sömu réttindum og aðrir lífeyrisþegar. Þetta er bara útfærsluatriði. Fullyrðing þín um að fjórðungur lífeyrisréttinda tapist fyrstu tíu árin er því bara ályktun sem þú leyfir þér að grípa til án þess að kynna þér málið betur að því er virðist. Þér er velkomið Gylfi minn að setjast niður með okkur frambjóðendum Framsóknar og fara í gegnum þetta málefni. Vafalaust yrði það fróðlegur fundur fyrir alla því þú hefur marga fjöruna sopið og getur án efa veitt okkur ábendingar til að hugsa um. Þessi leið hefur núna verið nýtt í Sviss í nærri 20 ár og gefið góða raun. Svisslendingar eru klárt fólk og gott, þeim hefur t.d. reitt mjög vel af þrátt fyrir að vera hvorki aðilar að ESB né EES. Það er lágmarks skylda okkar stjórnmálamanna að kanna þær leiðir sem þekktar eru sem gætu aukið og bætt lífsgæði almennings í þessu landi. Það verður að gerast á málefnalegan og upplýstan hátt.Höfundur skipar 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun